Innlent

Mótmælendur funduðu með lögreglustjóra

Eftir mótmælin í Alþingishúsinu í dag kom hópur fólks að lögreglustöðinni við Hverfisgötu og leitaði svara við ýmsum spurningum. Fólkinu var boðið í upplestrarsal lögreglunnar þar sem þeir Stefán Eiríksson lögreglustjóri og Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn svöruðu spurningum þeirra eftir því sem best þeir gátu. Fór fundurinn mjög vel fram að sögn lögreglunnar.

Eins og áður hefur komið fram voru sjö manns handteknir þegar mótmælendur fóru inn í Alþingishúsið í dag. Þeir voru færðir til skýrslutöku á lögreglustöð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×