Innlent

Ekki refsað þrátt fyrir grófar hótanir

Héraðsdómur Suðurlands tók fyrir í dag mál Barkar Birgissonar sem ákærður var fyrir 14 brot gegn valdsstjórninni. Hann var ákærður fyrir að hafa haft í alvarlegum hótunum við starfsfólk Litla-Hrauns og ættingja þeirra. Börkur var fundinn sekur fyrir nokkra liði ákærunnar en þrátt fyrir það var honum ekki gerð sérstök refsing.

Börkur var ákærður fyrir að hafa í mars 2006 og frá því í ágúst til nóvember í fyrra ítrekað hótað fangavörðum, öðru starfsfólki fangelsins og fjölskyldum þeirra líkamsmeiðingum og dauða.

Í dómnum segir að ljóst sé að eitthvað hafi farið verulega úrskeiðis í samskiptum Barkar og starfsmanna fangelsins. Jafnframt tók dómurinn tillit til þess að nokkuð liðið var liðið frá brotunum og ekki hafi verið hægt að líta fram hjá því að ákærði hafi sætt margvíslegum agaviðurlögum í fangelsinu vegna brota sinna.

Í janúar 2005 var Börkur dæmdur í sjö og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til manndráps og fjölda líkamsárása. Börkur réðst á annan mann með exi á veitingastaðnum A. Hansen árið 2004 og veitti honum sár. Börkur hafði auk þess rifbeinsbrotið tengdaföður sinn og ráðist á fjóra aðra karlmenn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×