Innlent

Grunur um salmonellu í kjúklingum

Kjúklingarnir á myndinni tengjast ekki efni fréttarinnar.
Kjúklingarnir á myndinni tengjast ekki efni fréttarinnar.

Grunur leikur á að salmonellusmit sé komið upp í ferskum kjúklingum frá Matfugli ehf, og hefur dreifing á vörunni verið stöðvuð. Þá er innköllunn vörunar úr verslunum þegar hafin. Um er að ræða kjúklinga með rekjanleikanúmerinu 011-08-44-533.

Hafi fólk keypt kjúklinga með þessu númeri er því bent á að skila þeim í verslunina aftur eða til Matfugls í Mosfellsbæ.

Í tilkynningu frá Matfugli segir að kjúklingurinn sé hættulaus, fari neytendur eftir leiðbeiningum um eldun kjúklinga. Matfugl vill einnig ítreka að einungis sé um grun að ræða, endanlegar niðurstöður liggi ekki fyrir fyrr en eftir þrjá daga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×