Innlent

Sjö handteknir - átökum lokið

Lögregla hefur komið fólkinu út úr Alþingishúsinu sem efndi þar til mótmæla klukkan þrjú. Að minnsta kosti sjö hafa verið handteknir en öðrum sem höfðust við inni í anddyri hússins hefur verið sleppt. Einn mótmælendanna var borinn út af lögreglumönnum í hlekkjum og öskraði hann „fasistar!" áður en hann var lokaður inni í lögreglubíl.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að lögreglumenn hafi „ekki gripið til notkunar á piparúða." Ekki er vitað til þess að neinn hafi slasast í átökunum.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×