Innlent

Lá dáinn í margar vikur

Myndin er ekki af Gaukshólum.
Myndin er ekki af Gaukshólum.

Einstæður karlmaður á sextugsaldri fannst látinn á heimili sínu í Gaukshólum í Breiðholti í síðustu viku. Maðurinn hafði þá legið dáinn í margar vikur. DV greinir frá málinu í dag.

Maðurinn fannst eftir að nágranni hans tilkynnti undarlega lykt til lögreglunnar. Þá hafði ekki sést til hans síðan í ágúst, að sögn formanns húsfélagsins í blokkinni.

Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir að ekki sé hægt að fullyrða um dánartíma mannsins eins og er. Að öllum líkindum hafi maðurinn verið látinn í meira en mánuð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×