Erlent

Karlmenn mega fara að vara sig á kynbreytandi efnum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Karlmenn mega fara að hafa áhyggjur af því hve lengi þeir muni teljast karlkyns vegna mikillar aukningar efna sem líkja eftir kvenhormónum í umhverfinu.

Vísindamenn benda á að mörg slík efni séu þegar tekin að breyta hegðun manna og dýra. Þau sé til dæmis að finna í hreinlætisvörum, matvælaumbúðum og málningu svo eitthvað sé nefnt. Þegar til lengri tíma sé litið geti þetta orðið alvarlegt vandamál. Nú sé til dæmis svo komið að karlkyns fiskar víða í breskum ám séu farnir að mynda egg í stað sæðis, vegna efna af þessu tagi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×