Innlent

Gæsluvarðhald vegna mannsláts í sumarbústað staðfest

Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Suðurlands um að maður sem grunaður er um að hafa orðið félaga sínum bana í byrjun nóvember, sæti gæsluvarðhaldi til 18. febrúar.

Mennirnir voru ásamt tveimur konum í sumarbústað í Oddsholti í Grímsnesi aðfaranótt 8 nóvember. Maðurinn hefur viðurkennt að hafa valdið hinum látna áverkum á höfði þegar þeim varð sundurorða. í úrskurði héraðsdóms segir fyrir liggi sterkur grunur um að þessir áverkar hafi dregið hinn látna til dauða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×