Erlent

Höfuðpaur Mumbai-árasa handtekinn

Pakistanskar öryggissveitir hafa handtekið mann sem talinn er hafa skipulagt hryðjuverkaárásirnar í Mumbai í síðasta mánuði.

Öryggissveitirnar réðust inn í búðir Lashkar-e-Taiba samtakanna í útjaðri Muzaffarabad, höfuðborgar pakistanska hluta Kashmir, og handtóku þar fóra menn. Haft er eftir yfirmanni hjálparsamtaka sem tengjast Lashkar-e-Taiba að skipuleggjanedinn, Zaki-ur-Rehman Lakhvi, sé þar á meðal en það hefur ekki verið staðfest af yfirvöldum.

Eini hryðjuverkamaðurinn sem lifði árásirnar í Mumbai af benti á Lakhvi sem skipuleggjanda þeirra við yfirheyrslur. Í það minnsta 170 manns létust í árásunum, og fjöldi særðist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×