Fleiri fréttir Ólafur Ragnar: Höldum þjóðhátíð Forseti Íslands trúir ekki öðru en að þjóðin haldi þjóðhátíð um helgina í tilefni af velgengni íslenska handboltaliðsins og fullyrt hafi verið við sig að þetta muni vekja mesta athygli á Ólympíuleikunum, fyrir utan afrek einstakra manna. Forsætisráðherra segir að vel verði tekið á móti liðinu þegar það kemur heim. Haukur Holm ræddi við menn í sigurvímu í dag. 22.8.2008 19:00 Bruni í sumarhúsi í Ásgarðslandi Slökkviliði og lögreglu á Selfossi var fyrr í kvöld tilkynnt um eld í Ásgarðslandi sem er sumarbústaðahverfi í nágrenni Selfoss. Að minnsta kosti tveir bílar frá slökkviliðinu fóru á staðinn. Eldurinn kom upp í sumarhúsi sem er í byggingu. Slökkvilið hefur náð tökum á eldinum og nú er verið að reykræsta húsið. 22.8.2008 20:35 Eftirlaunalög enn afvelta Endurskoðun eftirlaunalaganna umdeildu er enn jafn afvelta hjá ríkisstjórninni segir formaður Vinstri grænna, en málið var rætt á fundi formanna stjórnarflokkanna í dag. Hann segir sumarið ekki hafa verið notað til að laga málið eins og til stóð. 22.8.2008 19:30 Vinnustöðvun samhliða leiknum við Spánverja 22.8.2008 19:00 Erlendir fjölmiðlar fjalla um íslenska liðið Íslenska handboltalandsliðið og stuðningsmenn þess hafa vakið verðskuldaða athygli á Ólympíuleikunum og hafa erlendir fjölmiðlar fjallað um báða hópa. 22.8.2008 18:45 Íbúðalánasjóður verður ekki heildsölubanki Húseigendur sem eiga tvær eignir og geta ekki selt aðra fá að fresta greiðslum af lánum frá Íbúðalánasjóði. Félagsmálaráðherra segir ekki standa til að gera Íbúðalánasjóð að heildsölubanka sem ekki láni til almennings. 22.8.2008 18:40 Áfram í Georgíu Yfirvöld í Moskvu fullyrtu í dag að hermenn þeirra hafi nú yfirgefið Georgíu og að brottflutningurinn sé í samræmi við friðarsamkomulagið. Þar með hafi Rússar staðið við sínar skuldbindingar. Aftur á móti hafi þeir komið upp sérstöku öryggissvæði. 22.8.2008 18:03 Umhverfisviðurkenningar í Kópavogi afhentar Umhverfisviðurkenningar umhverfisráðs og bæjarstjórnar Kópavogsbæjar voru afhentar síðdegis í gær og fór athöfnin fram í forrými Salarins, tónlistarhúsi Kópavogs. 22.8.2008 17:44 Siðareglur um borgarfulltrúa ná yfir boðsferðir Drög að siðareglum fyrir embættismenn Reykjavikurborgar og borgarfulltrúa hafa þrisvar sinnum verið lagðar fram í borgarráði, að sögn Dags B. Eggertssonar, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar. 22.8.2008 16:28 Jónína Bjartmarz: Stemningin í höllinni var ólýsanleg Jónína Bjartmarz: fyrrverandi umhverfisráðherra, var á leik Íslendinga og Spánverja í dag. Hún segir að stemningin hafi verið ólýsanleg. 22.8.2008 16:24 Ramses hlakkar til að sameinast fjölskyldunni Paul Ramses er mjög ánægður með úrskurð dóms-og kirkjumálaráðuneytisins um að mál hans muni aftur verða tekið til umfjöllunar hjá Útlendingastofnun. 22.8.2008 15:58 Silfurverðlaunhafinn frá Melbourne fagnar árangri Strákanna okkar „Ég hef beðið eftir þessu lengi,“ segir silfurverðlaunahafinn frá Melbourne 1956, Vilhjálmur Einarsson skólameistari. 22.8.2008 15:02 Sjálfsafgreiðsla í Krónunni Nú þurfa menn ekki lengur að bíða í löngum biðröðum eftir afgreiðslu, alla vega í verslun Krónunnar á Bíldshöfða, þar sem menn afgreiða sig sjálfir. 22.8.2008 19:15 76 óbreyttir borgarar felldir í Afganistan Hersveitir í Afganistan undir stjórn Bandaríkjamanna urðu 76 óbreyttum borgurum að bana í vesturhluta landsins í dag, að sögn Afganska innanríkisráðuneytisins. 22.8.2008 16:35 Færeyingar halda líka með strákunum okkar 50 þúsund Færeyingar munu fylgjast með úrslitaleik Íslendinga og Frakka á sunnudaginn kemur. Þetta segir Georg Eystan sem sendi þetta fallega skeyti til Íslands eftir sigur okkur á Spánverkum. 22.8.2008 15:42 Ungt fólk fær árskort Borgarleikhússins með helmingsafslætti Borgarleikhúsið hefur gert tímamótasamning við Spron sem gerir því kleift að bjóða ungi fólki, 25 ára og yngri, árskort í leikhúsið með 50% afslætti. Námsmenn munu einnig njóta sömu fríðinda. Skrifað verður undir samninginn í dag klukkan 16 er segir í fréttatilkynningu. 22.8.2008 15:00 Biskup veitir ný tónlistarverðlaun Ný tónlistarverðlaun verða veitt á morgun. Þá mun biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, veita Liljuna, tónlistarverðlaun kirkjunnar, í fyrsta sinn. 22.8.2008 14:55 Leikurinn um gullið mögulega sýndur á Miklatúni Nú er í athugun hvort hægt sé að sýna úrslitaleikinn á milli Íslands og Frakklands á risaskjá í Miklatúni. 22.8.2008 14:46 Danir hjóla aftur í múslima Danskt bókaforlag hefur tekið að sér að prenta og gefa út bók um eiginkonur Múhameðs spámanns múslima, sem hið bandaríska Random house þorði ekki að gefa út. 22.8.2008 14:43 Búin að setja sig samband við Útlendingastofnun á Ítalíu Útlendingastofnun hefur þegar sett sig í samband við systurstofnun sína á Ítalíu til þess að undirbúa flutning Paul Ramses til Íslands. 22.8.2008 14:20 Ferðamenn hætt komnir við Reynisfjöru þegar þeir reyndu að bjarga hval Erlendir ferðamenn voru hætt komnir þegar þeir reyndu að koma hval til bjargar sem hafði rekið á land við Reynisfjöru við Vík rétt fyrir hádegið í dag. Ólafur Björnsson, bóndi á Reyni, segir að sér hafi ekkert litist á blikuna þegar hann hafi séð að fólkið hafi verið búið að vaða í fjöruna allt upp að mitti. 22.8.2008 13:22 Fundu fíkniefni í Norrænu Við komu ferjunnar Norrænu í gær til Seyðisfjarðar í gær fundu fíkniefnaleitarhundar tollgæslunnar töluvert magn af ýmsum tegundum fíkniefna í bifreið tveggja þýskra ferðamanna. Í tilkynningu frá lögreglu segir að hundarnir hafi „merkt“ bílinn og fundið fljótlega hluta efnanna og vísuðu ferðalangarnir þá á það sem enn var ófundið. 22.8.2008 13:12 Georgíumenn þurfa milljarða Georgíumenn þurfa einn til tvo milljarða bandaríkjadollara til þess að endurbyggja innviði landsins eftir átökin við Rússa. 22.8.2008 13:04 Háskólinn á Akureyri innritar ekki nemendur í tölvunarfræði í ár Ekki verða innritaðir nemendur á fyrsta ár í tölvunarfræði við skólann í ár, veturinn 2008 til 2009. Verður öllum sex kennurum við tölvunarfræði sagt upp störfum. Háskólaráð Háskólans á Akureyri samþykkti þetta á fundi sínum í gær. 22.8.2008 13:04 Björn Ingi og Vilhjálmur hefðu átt að greiða skatt af veiðiferðinni Björn Ingi Hrafnsson og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson hefðu átt að greiða skatt vegna veiðiferðarinnar sem þeir fóru ásamt Hauki Leóssyni og Guðlaugi Þór Þórðarsyni í ágúst í fyrra. Þetta er mat skattalögfræðings sem Vísir ræddi við. 22.8.2008 12:36 Umferðarþungi stendur í stað milli ára Umferðarþungi í Reykjavík eykst ekki milli ára ólíkt því sem tíðkast hefur undanfarin ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg og má lesa um í tölum Bjargar Helgadóttur sem hefur umsjón með umferðarmælingunum og hefur borið saman annatíma í umferðinni sumarið 2008 og sumarið 2007. 22.8.2008 11:52 Mjög ánægð að fá Paul Ramses aftur Rosemary Athieno, kona Paul Ramses er mjög ánægð að taka eigi umsókn eiginmanns hennar aftur fyrir á Íslandi. „ Ég er mjög, mjög glöð," segir Rosemary sem var nýbúin að heyra fréttirnar frá Katrínu Theódórsdóttur, lögmanni Ramses. Hún var hins vegar ekki enn búin að heyra frá eiginmanni sínum. 22.8.2008 11:47 Krimmi á flótta festist í gaddavír Karl á fertugsaldri var handtekinn í Háaleitishverfi í gærkvöld en sá var með ýmsar tegundir af fíkniefnum í fórum sínum. Maðurinn reyndi að komast undan þegar lögreglan kom á vettvang og tók til fótanna en var hlaupinn uppi af fótfráum laganna vörðum. 22.8.2008 11:47 Kínverjar hótuðu Frakklandsforseta Nicolas Sarkosy hefur verið gagnrýndur heimafyrir fyrir að neita að hitta Dalai Lama, andlegan leiðtoga Tíbeta. 22.8.2008 11:46 Sjónarmið mannúðar og réttlætis fá að njóta sín Katrín Theódórsdóttir, lögmaður Paul Ramses, segir fulla ástæðu til að þakka dómsmálaráðherra og öðrum íslenskum stjórnvöldum fyrir að hafa tekið jákvæða ákvörðun í máli flóttamannsins Ramsesar. Hún segir að í meginatriðum sé niðurstaða dómsmálaráðherra í samræmi við óskir sínar þannig að beiðni hans um hæli verður tekin fyrir að nýju. 22.8.2008 11:30 Óttast fjöldasjálfsmorð sértrúarsafnaðar í Danmörku Dóttir leiðtoga sértrúarsafnaðar í Danmörku óttast að móðir hennar muni leiða safnaðarbörnin í fjöldasjálfsmorð. Guðfræðingur sem er sérfróður um málefni nýtrúarsafnaða er á sama máli. 22.8.2008 11:15 ˜Líknarhvaladráp" í Sidney Ástralir gráta nú hnúfubakskálfinn Colin, sem veittur var líknardauði á grynningum fyrir utan Sidney í gær. Hvalurinn hafði orðið viðskila við móður sína og villst upp á grynningar í grennd við borgina þar sem borgarbúar hafa fylgst með honum síðustu daga. 22.8.2008 11:11 Forsetinn hitti kollega sinn í Kína Ólafur Ragnar Grímsson, forseti í Íslands, fundaði í morgun með kínverska kollega sínum, Hu Jintao. Í tilkynningu frá forsetaskrifstofunni segie að fundurinn hafi verið árangursríkur en Jintao þakkaði meðal annars Íslendingum auðsýnda samúð þegar jarðkjálftar riðu yfir á dögunum með skelfilegum afleiðingum. 22.8.2008 10:10 Mál Ramses skoðað á ný Umsókn Pauls Ramses Odour um hæli hér á landi verður tekin til umfjöllunar samkvæmt úrskurði dóms- og kirkjumálaráðuneytisins. Ramses var vísað úr landi í júlí síðastliðnum. Þá kærði hann þá ákvörðun Útlendingastofnunar að hafna því að taka til meðferðar beiðni hans um hæli. 22.8.2008 10:05 Hvað eru kínversku fimleikastelpurnar gamlar? Alþjóðlega Ólympíunefndin hefur farið þess á leit við forráðamenn Ólympíska fimleikasambandsins að kannað verði hvort kínversku fimleikastúlkurnar sem hafa verið sérstaklega sigursælar á leikunum í Peking uppfylli aldursskilyrði leikanna. 22.8.2008 09:01 Varaforseti Obama afhjúpaður í dag Fastlega er búist við því að Barack Obama, forsetaefni Demókrata í Bandaríkjunum, tilkynni um varaforsetaefni sitt í dag. Hann hefur sagt blaðamönnum að hann hafi þegar tekið ákvörðunina og að þingmenn og stuðningsmenn flokksins auk blaðamanna fái SMS skilaboð síðar í dag með nafni varaforsetaefnisins. 22.8.2008 08:59 Forsetakosningar í Pakistan sjötta september Forsetakosningar verða haldnar í Pakistan sjötta september næstkomandi. Pervez Musharraf, fyrrverandi forseti landsins, sagði af sér á mánudaginn var og samkvæmt lögum í landinu þarf að kjósa annan í stöðuna áður en mánuður er liðinn. Forsetinn er ekki kosinn í þjóðaratkvæðagreiðslu heldur kjósa þingmenn á landsþinginu og fjórum héraðsþingum nýjan forseta. 22.8.2008 08:54 Þyrla notuð við hálendiseftirlit Lögreglan á Hvolsvelli ætlar að halda uppi öflugu hálendiseftirliti um helgina með aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar. Sérstaklega verður fylgst með utanvegaakstri, sem nokkuð hefur borið á í sumar, en jafnframt verður fylgst með gæsaveiðimönnum og ástandi ökumanna almennt. 22.8.2008 08:49 Bretar aldrei verið eldri Í fyrsta sinn í sögunni eru ellilífeyrisþegar í Bretlandi fleiri en börn undir sextán ára aldri. Þetta kemur fram í tölum bresku hagstofunnar sem birtar voru í gær. Þær sýna glögglega að Breska þjóðin er að eldast enda hefur bætt heilbrigðiskerfi og betri lífsskilyrði almennt gert það að verkum að fólk lifir lengur en áður. 22.8.2008 08:47 Milljónatjón í Korngörðum Talið er að tjónið sem varð í eldi í Korngörðum við Sundahöfn í Reykjavík í gærkvöldi, nemi mörgum milljónum króna. Eldsins varð vart um klukkan hálf sex og var slökkvistarfi ekki lokið fyrr en um klukkan átta. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá loftpressum. Aðstæður til slökkvistarfs voru hættulegar, en allt fór á besta veg. 22.8.2008 08:45 Skólasetning í dag Skólahald í grunnskólum Reykjavíkur hefst í dag með því að börnin mæta í skólana og fá stundartöflur. Eiginlegt skólastarf hefst svo eftir helgi. Um fjögur þúsund börn á landinu öllu hefja nú skólagöngu í fyrsta sinn. 22.8.2008 08:31 Pattstaða í öryggisráðinu Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna er klofið í afstöðu sinni til átakanna í Georgíu. Bandaríkjamenn hafa lýst því yfir að þeir séu tilbúnir til að beita neitunarvaldi sínu á tillögu í málinu sem Rússar hafa lagt fram en þar er gert ráð fyrir vopnahléssamningi í sex liðum. Rússar, sem einnig hafa neitunarvald í ráðinu, hafa á hinn bóginn lýst því yfir að þeir muni koma í veg fyrir að ályktun sem samin var af Frökkum nái fram að ganga en í henni er gert ráð fyrir að Rússar hörfi með öllu út af Georgísku landsvæði. 22.8.2008 08:29 Stúlkur sluppu vel þegar bíll fór í sjóinn Þrjár stúlkur sluppu nær ómeiddar þegar bíll þeirra rann út af veginum í Skutulsfirði í Ísafjarðarkaupstað í gærkvöldi, fór tvær veltur og hafnaði á hjólunum út í sjó. Þær komust út úr bílnum og óðu í land, en var illa brugðið. 22.8.2008 07:55 DNA rannsóknir þarf til að bera kennsl á fórnarlömbin Grípa þarf til DNA rannsókna til þess að bera kennsl á stóran hluta þeirra sem fórust með þotu Spanair á Madrídarflugvelli á miðvikudaginn var, að sögn spænskra stjórnvalda. 153 létust í slysinu sem er það mannskæðasta á Spáni í 25 ár. 22.8.2008 07:52 Óttast ráðningar hjá Orkuveitunni Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri, telur óeðlilegt að ekki sé gefið upp hvaða 18 einstaklingar sóttu um stöðu forstjóra Orkuveitunnar. ,,Ég óttast mjög ráðningarferlið í höndum nýs meirihluta en það eru öfl í þessum flokkum sem virkjast á hinn versta veg þegar þeir ná saman í meirihluta. Fólk þarf að vera vel á verði núna." 21.8.2008 22:00 Sjá næstu 50 fréttir
Ólafur Ragnar: Höldum þjóðhátíð Forseti Íslands trúir ekki öðru en að þjóðin haldi þjóðhátíð um helgina í tilefni af velgengni íslenska handboltaliðsins og fullyrt hafi verið við sig að þetta muni vekja mesta athygli á Ólympíuleikunum, fyrir utan afrek einstakra manna. Forsætisráðherra segir að vel verði tekið á móti liðinu þegar það kemur heim. Haukur Holm ræddi við menn í sigurvímu í dag. 22.8.2008 19:00
Bruni í sumarhúsi í Ásgarðslandi Slökkviliði og lögreglu á Selfossi var fyrr í kvöld tilkynnt um eld í Ásgarðslandi sem er sumarbústaðahverfi í nágrenni Selfoss. Að minnsta kosti tveir bílar frá slökkviliðinu fóru á staðinn. Eldurinn kom upp í sumarhúsi sem er í byggingu. Slökkvilið hefur náð tökum á eldinum og nú er verið að reykræsta húsið. 22.8.2008 20:35
Eftirlaunalög enn afvelta Endurskoðun eftirlaunalaganna umdeildu er enn jafn afvelta hjá ríkisstjórninni segir formaður Vinstri grænna, en málið var rætt á fundi formanna stjórnarflokkanna í dag. Hann segir sumarið ekki hafa verið notað til að laga málið eins og til stóð. 22.8.2008 19:30
Erlendir fjölmiðlar fjalla um íslenska liðið Íslenska handboltalandsliðið og stuðningsmenn þess hafa vakið verðskuldaða athygli á Ólympíuleikunum og hafa erlendir fjölmiðlar fjallað um báða hópa. 22.8.2008 18:45
Íbúðalánasjóður verður ekki heildsölubanki Húseigendur sem eiga tvær eignir og geta ekki selt aðra fá að fresta greiðslum af lánum frá Íbúðalánasjóði. Félagsmálaráðherra segir ekki standa til að gera Íbúðalánasjóð að heildsölubanka sem ekki láni til almennings. 22.8.2008 18:40
Áfram í Georgíu Yfirvöld í Moskvu fullyrtu í dag að hermenn þeirra hafi nú yfirgefið Georgíu og að brottflutningurinn sé í samræmi við friðarsamkomulagið. Þar með hafi Rússar staðið við sínar skuldbindingar. Aftur á móti hafi þeir komið upp sérstöku öryggissvæði. 22.8.2008 18:03
Umhverfisviðurkenningar í Kópavogi afhentar Umhverfisviðurkenningar umhverfisráðs og bæjarstjórnar Kópavogsbæjar voru afhentar síðdegis í gær og fór athöfnin fram í forrými Salarins, tónlistarhúsi Kópavogs. 22.8.2008 17:44
Siðareglur um borgarfulltrúa ná yfir boðsferðir Drög að siðareglum fyrir embættismenn Reykjavikurborgar og borgarfulltrúa hafa þrisvar sinnum verið lagðar fram í borgarráði, að sögn Dags B. Eggertssonar, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar. 22.8.2008 16:28
Jónína Bjartmarz: Stemningin í höllinni var ólýsanleg Jónína Bjartmarz: fyrrverandi umhverfisráðherra, var á leik Íslendinga og Spánverja í dag. Hún segir að stemningin hafi verið ólýsanleg. 22.8.2008 16:24
Ramses hlakkar til að sameinast fjölskyldunni Paul Ramses er mjög ánægður með úrskurð dóms-og kirkjumálaráðuneytisins um að mál hans muni aftur verða tekið til umfjöllunar hjá Útlendingastofnun. 22.8.2008 15:58
Silfurverðlaunhafinn frá Melbourne fagnar árangri Strákanna okkar „Ég hef beðið eftir þessu lengi,“ segir silfurverðlaunahafinn frá Melbourne 1956, Vilhjálmur Einarsson skólameistari. 22.8.2008 15:02
Sjálfsafgreiðsla í Krónunni Nú þurfa menn ekki lengur að bíða í löngum biðröðum eftir afgreiðslu, alla vega í verslun Krónunnar á Bíldshöfða, þar sem menn afgreiða sig sjálfir. 22.8.2008 19:15
76 óbreyttir borgarar felldir í Afganistan Hersveitir í Afganistan undir stjórn Bandaríkjamanna urðu 76 óbreyttum borgurum að bana í vesturhluta landsins í dag, að sögn Afganska innanríkisráðuneytisins. 22.8.2008 16:35
Færeyingar halda líka með strákunum okkar 50 þúsund Færeyingar munu fylgjast með úrslitaleik Íslendinga og Frakka á sunnudaginn kemur. Þetta segir Georg Eystan sem sendi þetta fallega skeyti til Íslands eftir sigur okkur á Spánverkum. 22.8.2008 15:42
Ungt fólk fær árskort Borgarleikhússins með helmingsafslætti Borgarleikhúsið hefur gert tímamótasamning við Spron sem gerir því kleift að bjóða ungi fólki, 25 ára og yngri, árskort í leikhúsið með 50% afslætti. Námsmenn munu einnig njóta sömu fríðinda. Skrifað verður undir samninginn í dag klukkan 16 er segir í fréttatilkynningu. 22.8.2008 15:00
Biskup veitir ný tónlistarverðlaun Ný tónlistarverðlaun verða veitt á morgun. Þá mun biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, veita Liljuna, tónlistarverðlaun kirkjunnar, í fyrsta sinn. 22.8.2008 14:55
Leikurinn um gullið mögulega sýndur á Miklatúni Nú er í athugun hvort hægt sé að sýna úrslitaleikinn á milli Íslands og Frakklands á risaskjá í Miklatúni. 22.8.2008 14:46
Danir hjóla aftur í múslima Danskt bókaforlag hefur tekið að sér að prenta og gefa út bók um eiginkonur Múhameðs spámanns múslima, sem hið bandaríska Random house þorði ekki að gefa út. 22.8.2008 14:43
Búin að setja sig samband við Útlendingastofnun á Ítalíu Útlendingastofnun hefur þegar sett sig í samband við systurstofnun sína á Ítalíu til þess að undirbúa flutning Paul Ramses til Íslands. 22.8.2008 14:20
Ferðamenn hætt komnir við Reynisfjöru þegar þeir reyndu að bjarga hval Erlendir ferðamenn voru hætt komnir þegar þeir reyndu að koma hval til bjargar sem hafði rekið á land við Reynisfjöru við Vík rétt fyrir hádegið í dag. Ólafur Björnsson, bóndi á Reyni, segir að sér hafi ekkert litist á blikuna þegar hann hafi séð að fólkið hafi verið búið að vaða í fjöruna allt upp að mitti. 22.8.2008 13:22
Fundu fíkniefni í Norrænu Við komu ferjunnar Norrænu í gær til Seyðisfjarðar í gær fundu fíkniefnaleitarhundar tollgæslunnar töluvert magn af ýmsum tegundum fíkniefna í bifreið tveggja þýskra ferðamanna. Í tilkynningu frá lögreglu segir að hundarnir hafi „merkt“ bílinn og fundið fljótlega hluta efnanna og vísuðu ferðalangarnir þá á það sem enn var ófundið. 22.8.2008 13:12
Georgíumenn þurfa milljarða Georgíumenn þurfa einn til tvo milljarða bandaríkjadollara til þess að endurbyggja innviði landsins eftir átökin við Rússa. 22.8.2008 13:04
Háskólinn á Akureyri innritar ekki nemendur í tölvunarfræði í ár Ekki verða innritaðir nemendur á fyrsta ár í tölvunarfræði við skólann í ár, veturinn 2008 til 2009. Verður öllum sex kennurum við tölvunarfræði sagt upp störfum. Háskólaráð Háskólans á Akureyri samþykkti þetta á fundi sínum í gær. 22.8.2008 13:04
Björn Ingi og Vilhjálmur hefðu átt að greiða skatt af veiðiferðinni Björn Ingi Hrafnsson og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson hefðu átt að greiða skatt vegna veiðiferðarinnar sem þeir fóru ásamt Hauki Leóssyni og Guðlaugi Þór Þórðarsyni í ágúst í fyrra. Þetta er mat skattalögfræðings sem Vísir ræddi við. 22.8.2008 12:36
Umferðarþungi stendur í stað milli ára Umferðarþungi í Reykjavík eykst ekki milli ára ólíkt því sem tíðkast hefur undanfarin ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg og má lesa um í tölum Bjargar Helgadóttur sem hefur umsjón með umferðarmælingunum og hefur borið saman annatíma í umferðinni sumarið 2008 og sumarið 2007. 22.8.2008 11:52
Mjög ánægð að fá Paul Ramses aftur Rosemary Athieno, kona Paul Ramses er mjög ánægð að taka eigi umsókn eiginmanns hennar aftur fyrir á Íslandi. „ Ég er mjög, mjög glöð," segir Rosemary sem var nýbúin að heyra fréttirnar frá Katrínu Theódórsdóttur, lögmanni Ramses. Hún var hins vegar ekki enn búin að heyra frá eiginmanni sínum. 22.8.2008 11:47
Krimmi á flótta festist í gaddavír Karl á fertugsaldri var handtekinn í Háaleitishverfi í gærkvöld en sá var með ýmsar tegundir af fíkniefnum í fórum sínum. Maðurinn reyndi að komast undan þegar lögreglan kom á vettvang og tók til fótanna en var hlaupinn uppi af fótfráum laganna vörðum. 22.8.2008 11:47
Kínverjar hótuðu Frakklandsforseta Nicolas Sarkosy hefur verið gagnrýndur heimafyrir fyrir að neita að hitta Dalai Lama, andlegan leiðtoga Tíbeta. 22.8.2008 11:46
Sjónarmið mannúðar og réttlætis fá að njóta sín Katrín Theódórsdóttir, lögmaður Paul Ramses, segir fulla ástæðu til að þakka dómsmálaráðherra og öðrum íslenskum stjórnvöldum fyrir að hafa tekið jákvæða ákvörðun í máli flóttamannsins Ramsesar. Hún segir að í meginatriðum sé niðurstaða dómsmálaráðherra í samræmi við óskir sínar þannig að beiðni hans um hæli verður tekin fyrir að nýju. 22.8.2008 11:30
Óttast fjöldasjálfsmorð sértrúarsafnaðar í Danmörku Dóttir leiðtoga sértrúarsafnaðar í Danmörku óttast að móðir hennar muni leiða safnaðarbörnin í fjöldasjálfsmorð. Guðfræðingur sem er sérfróður um málefni nýtrúarsafnaða er á sama máli. 22.8.2008 11:15
˜Líknarhvaladráp" í Sidney Ástralir gráta nú hnúfubakskálfinn Colin, sem veittur var líknardauði á grynningum fyrir utan Sidney í gær. Hvalurinn hafði orðið viðskila við móður sína og villst upp á grynningar í grennd við borgina þar sem borgarbúar hafa fylgst með honum síðustu daga. 22.8.2008 11:11
Forsetinn hitti kollega sinn í Kína Ólafur Ragnar Grímsson, forseti í Íslands, fundaði í morgun með kínverska kollega sínum, Hu Jintao. Í tilkynningu frá forsetaskrifstofunni segie að fundurinn hafi verið árangursríkur en Jintao þakkaði meðal annars Íslendingum auðsýnda samúð þegar jarðkjálftar riðu yfir á dögunum með skelfilegum afleiðingum. 22.8.2008 10:10
Mál Ramses skoðað á ný Umsókn Pauls Ramses Odour um hæli hér á landi verður tekin til umfjöllunar samkvæmt úrskurði dóms- og kirkjumálaráðuneytisins. Ramses var vísað úr landi í júlí síðastliðnum. Þá kærði hann þá ákvörðun Útlendingastofnunar að hafna því að taka til meðferðar beiðni hans um hæli. 22.8.2008 10:05
Hvað eru kínversku fimleikastelpurnar gamlar? Alþjóðlega Ólympíunefndin hefur farið þess á leit við forráðamenn Ólympíska fimleikasambandsins að kannað verði hvort kínversku fimleikastúlkurnar sem hafa verið sérstaklega sigursælar á leikunum í Peking uppfylli aldursskilyrði leikanna. 22.8.2008 09:01
Varaforseti Obama afhjúpaður í dag Fastlega er búist við því að Barack Obama, forsetaefni Demókrata í Bandaríkjunum, tilkynni um varaforsetaefni sitt í dag. Hann hefur sagt blaðamönnum að hann hafi þegar tekið ákvörðunina og að þingmenn og stuðningsmenn flokksins auk blaðamanna fái SMS skilaboð síðar í dag með nafni varaforsetaefnisins. 22.8.2008 08:59
Forsetakosningar í Pakistan sjötta september Forsetakosningar verða haldnar í Pakistan sjötta september næstkomandi. Pervez Musharraf, fyrrverandi forseti landsins, sagði af sér á mánudaginn var og samkvæmt lögum í landinu þarf að kjósa annan í stöðuna áður en mánuður er liðinn. Forsetinn er ekki kosinn í þjóðaratkvæðagreiðslu heldur kjósa þingmenn á landsþinginu og fjórum héraðsþingum nýjan forseta. 22.8.2008 08:54
Þyrla notuð við hálendiseftirlit Lögreglan á Hvolsvelli ætlar að halda uppi öflugu hálendiseftirliti um helgina með aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar. Sérstaklega verður fylgst með utanvegaakstri, sem nokkuð hefur borið á í sumar, en jafnframt verður fylgst með gæsaveiðimönnum og ástandi ökumanna almennt. 22.8.2008 08:49
Bretar aldrei verið eldri Í fyrsta sinn í sögunni eru ellilífeyrisþegar í Bretlandi fleiri en börn undir sextán ára aldri. Þetta kemur fram í tölum bresku hagstofunnar sem birtar voru í gær. Þær sýna glögglega að Breska þjóðin er að eldast enda hefur bætt heilbrigðiskerfi og betri lífsskilyrði almennt gert það að verkum að fólk lifir lengur en áður. 22.8.2008 08:47
Milljónatjón í Korngörðum Talið er að tjónið sem varð í eldi í Korngörðum við Sundahöfn í Reykjavík í gærkvöldi, nemi mörgum milljónum króna. Eldsins varð vart um klukkan hálf sex og var slökkvistarfi ekki lokið fyrr en um klukkan átta. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá loftpressum. Aðstæður til slökkvistarfs voru hættulegar, en allt fór á besta veg. 22.8.2008 08:45
Skólasetning í dag Skólahald í grunnskólum Reykjavíkur hefst í dag með því að börnin mæta í skólana og fá stundartöflur. Eiginlegt skólastarf hefst svo eftir helgi. Um fjögur þúsund börn á landinu öllu hefja nú skólagöngu í fyrsta sinn. 22.8.2008 08:31
Pattstaða í öryggisráðinu Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna er klofið í afstöðu sinni til átakanna í Georgíu. Bandaríkjamenn hafa lýst því yfir að þeir séu tilbúnir til að beita neitunarvaldi sínu á tillögu í málinu sem Rússar hafa lagt fram en þar er gert ráð fyrir vopnahléssamningi í sex liðum. Rússar, sem einnig hafa neitunarvald í ráðinu, hafa á hinn bóginn lýst því yfir að þeir muni koma í veg fyrir að ályktun sem samin var af Frökkum nái fram að ganga en í henni er gert ráð fyrir að Rússar hörfi með öllu út af Georgísku landsvæði. 22.8.2008 08:29
Stúlkur sluppu vel þegar bíll fór í sjóinn Þrjár stúlkur sluppu nær ómeiddar þegar bíll þeirra rann út af veginum í Skutulsfirði í Ísafjarðarkaupstað í gærkvöldi, fór tvær veltur og hafnaði á hjólunum út í sjó. Þær komust út úr bílnum og óðu í land, en var illa brugðið. 22.8.2008 07:55
DNA rannsóknir þarf til að bera kennsl á fórnarlömbin Grípa þarf til DNA rannsókna til þess að bera kennsl á stóran hluta þeirra sem fórust með þotu Spanair á Madrídarflugvelli á miðvikudaginn var, að sögn spænskra stjórnvalda. 153 létust í slysinu sem er það mannskæðasta á Spáni í 25 ár. 22.8.2008 07:52
Óttast ráðningar hjá Orkuveitunni Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri, telur óeðlilegt að ekki sé gefið upp hvaða 18 einstaklingar sóttu um stöðu forstjóra Orkuveitunnar. ,,Ég óttast mjög ráðningarferlið í höndum nýs meirihluta en það eru öfl í þessum flokkum sem virkjast á hinn versta veg þegar þeir ná saman í meirihluta. Fólk þarf að vera vel á verði núna." 21.8.2008 22:00