Innlent

Farsímasamband komið á hálendið

Við Kjalveg. Mynd/ Stöð 2.
Við Kjalveg. Mynd/ Stöð 2.

Nú er komið farsímasamband víðs vegar um öræfi Íslands. Dæmi um staði sem eru komnir í samband eru sunnanverður Kjalvegurinn langt norður að Hveravöllum, helstu ferðamannastaðir norðan Vatnajökuls, Möðrudalsöræfin, Bárðadalur frá Goðafossi inn á Sprengisand, Arnarvatnsheiði og margir fleiri.

Í fréttatilkynningu frá Símanum segir að fyrirtækið hafi komið fyrir 7 nýjum sendum á hálendi Íslands á síðustu vikum og mánuðum. Fyrirtækið vilji með þessu móti auka öryggi ferðamanna á hálendinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×