Innlent

Eistnaflug á Neskaupstað til fyrirmyndar að sögn íbúa

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

„Ég bý tíu metra frá tjaldstæðinu og ég hef ekki heyrt í þessum krökkum," segir Sigríður Margrét Guðjónsdóttir, ánægður íbúi á Neskaupstað þar sem rokkhátíðinni Eistnaflugi er um það bil að ljúka.

 

Sigríður segir hátíðina hafa farið fram með miklum ágætum, hljómsveitin HAM hafi leikið fyrir troðfullu húsi í gær og allt verið með svo miklum friði og spekt sem mest má vera.

 

Hátíðin er nú haldin í fimmta skiptið og hefur Sigríður búið við hlið tjaldstæðisins síðustu fjórar hátíðir. Hún segir framkvæmd hátíðarinnar hafa batnað nánast með hverju árinu en í ár og í fyrra hafi hún verið að öllu leyti til fyrirmyndar.

 

Kveðst Sigríður harma neikvæðan fréttaflutning af útihátíðum sem sé að hennar viti allt of algengur og vísar hún til Bíladaga á Akureyri fyrr í sumar þar sem var skálmöld og skildir klofnir.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×