Erlent

Fyrsti fundur Bush og Brown á breskri grund

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Bush kemur til Windsor-kastala í gær.
Bush kemur til Windsor-kastala í gær. MYND/AP

George Bush Bandaríkjaforseti og breski forsætisráðherrann Gordon Brown héldu í gær sinn fyrsta fund á breskri grund þegar þeir hittust í Downing-stræti.

Á fundinum ræddu Bush og Brown meðal annars um stöðu breska herliðsins í Írak. Kröftug mótmæli andstæðinga stríðsins í Írak enduðu með nokkrum handtökum og gætti lögregla þess að hleypa mótmælendunum hvergi nærri bústað forsætisráðherrans. Í ræðu sem Bush hélt á föstudag hvatti hann Evrópubúa til að standa við bakið á baráttu Bandaríkjamanna í Mið-Austurlöndum og líkti henni við Marshall-aðstoðina sem Bandaríkin veittu Evrópu eftir síðari heimsstyrjöldina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×