Íbúi á Hverfisgötu kvartar undan hótunum borgaryfirvalda 16. júní 2008 12:56 Jón B. Einarsson fyrir utan heimili sitt á Hverfisgötu. Jón B. Einarsson, íbúi á Hverfisgötu 101 í Reykjavík, finnst lítið til vinnubragða borgaryfirvalda koma en þau sendu íbúum Hverfisgötu bréf fyrir stuttu þar sem þess var krafist að ytra byrði húsa við götuna yrði lagfært fyrir 1. ágúst. Sé það ekki gert muni yfirvöld athuga að grípa til þvingunarúrræða sem þau hafa heimild til. „Mér finnst þetta nú heldur slöpp lýðræðisleg vinnubrögð að hóta borgurum með þessum hætti," segir Jón B. í samtali við Vísi. Hann fékk bréf í síðustu viku þar sem gerð var krafa um húseign hans og tveggja annara aðila að Hverfisgötu 101 yrði lagfærð fyrir 1. ágúst ellegar yrði athugað hvort borgin myndi grípa til þvingunarúrræða. „Það þarf að mála húsið að utan en ég ætla ekki að láta einhvern Magnús Sædal segja mér hvenær ég fer og mála húsið. Ég geri það bara einhvern laugardaginn þegar vel viðrar," segir Jón B. og vísar þar til Magnúsar Sædals byggingafulltrúa sem skrifar undir bréfið frá Reykjavíkurborg. Magnús Sædal byggingarfulltrúi segir í samtali við Vísi að um 500 hundruð eigendur húsa í miðborginni hafa fengið bréf þess efnis að lagfæra hús sín. Aðspurður um þvingunarúrræðin sem nefnd eru í bréfinu segir Magnús það beinlínis skyldu borgarinnar að láta fólk vita af öllu ferlinu. „Þvingunarúrræðin eru bundin í lög en það er ekki eins og við ætlum að beita þessum úrræðum nema brýn nauðsyn sé til," segir Magnús. Aðspurður í hverju þvingunarúrræðin felist segir Magnús þau tvenns konar í lögum. Annars vegar geti sveitastjórnir látið vinna verk sjálf og sent húseigendum reikninginn en hins vegar er hægt að gefa mönnum sanngjarnan tímafrest og beita svo dagssektum ef tímamörk eru ekki virt. Magnús segir að mikil ánægja ríki á meðal fólks með þetta miðborgarátak Reykjavíkurborgar sem teygir anga sína upp á Njálsgötu og víðar. „Við verðum ekki varir við neitt annað en ánægju með þetta. Það græða allir á fallegri byggð," segir Magnús. Jón gefur lítið fyrir skýringar Magnúsar en segir þó að það sé lofsvert að menn hafi metnað fyrir miðborginni. „Það er hins vegar ekki hægt að troða þessu svona ofan í kokið á okkur sem búum þarna," segir Jón. Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Jón B. Einarsson, íbúi á Hverfisgötu 101 í Reykjavík, finnst lítið til vinnubragða borgaryfirvalda koma en þau sendu íbúum Hverfisgötu bréf fyrir stuttu þar sem þess var krafist að ytra byrði húsa við götuna yrði lagfært fyrir 1. ágúst. Sé það ekki gert muni yfirvöld athuga að grípa til þvingunarúrræða sem þau hafa heimild til. „Mér finnst þetta nú heldur slöpp lýðræðisleg vinnubrögð að hóta borgurum með þessum hætti," segir Jón B. í samtali við Vísi. Hann fékk bréf í síðustu viku þar sem gerð var krafa um húseign hans og tveggja annara aðila að Hverfisgötu 101 yrði lagfærð fyrir 1. ágúst ellegar yrði athugað hvort borgin myndi grípa til þvingunarúrræða. „Það þarf að mála húsið að utan en ég ætla ekki að láta einhvern Magnús Sædal segja mér hvenær ég fer og mála húsið. Ég geri það bara einhvern laugardaginn þegar vel viðrar," segir Jón B. og vísar þar til Magnúsar Sædals byggingafulltrúa sem skrifar undir bréfið frá Reykjavíkurborg. Magnús Sædal byggingarfulltrúi segir í samtali við Vísi að um 500 hundruð eigendur húsa í miðborginni hafa fengið bréf þess efnis að lagfæra hús sín. Aðspurður um þvingunarúrræðin sem nefnd eru í bréfinu segir Magnús það beinlínis skyldu borgarinnar að láta fólk vita af öllu ferlinu. „Þvingunarúrræðin eru bundin í lög en það er ekki eins og við ætlum að beita þessum úrræðum nema brýn nauðsyn sé til," segir Magnús. Aðspurður í hverju þvingunarúrræðin felist segir Magnús þau tvenns konar í lögum. Annars vegar geti sveitastjórnir látið vinna verk sjálf og sent húseigendum reikninginn en hins vegar er hægt að gefa mönnum sanngjarnan tímafrest og beita svo dagssektum ef tímamörk eru ekki virt. Magnús segir að mikil ánægja ríki á meðal fólks með þetta miðborgarátak Reykjavíkurborgar sem teygir anga sína upp á Njálsgötu og víðar. „Við verðum ekki varir við neitt annað en ánægju með þetta. Það græða allir á fallegri byggð," segir Magnús. Jón gefur lítið fyrir skýringar Magnúsar en segir þó að það sé lofsvert að menn hafi metnað fyrir miðborginni. „Það er hins vegar ekki hægt að troða þessu svona ofan í kokið á okkur sem búum þarna," segir Jón.
Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira