Innlent

Á 132 kílómetra hraða á Hárekstaðaleið eftir hraðasekt

Töluverður erill var hjá lögreglunni á Seyðisfirði sem sneri að akstri manna í umdæmi hennar.

Þannig voru útlendingar á tveimur bifreiðum voru teknir fyrir utanvegaakstur í Hrafnkelsdal og fengu þeir sekt fyrir athæfið sem þeir greiddu strax. Þá var í fjórgang ekið á lömb í vikunni og alls 25 ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur.

Einn þeirra reyndist á 132 kílómetra hraða á Hárekstaðaleið en hann hafði einnig verið tekinn fyrr um daginn fyrir of hraðan akstur í öðru umdæmi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×