Erlent

Urmull samkynhneigðra til Kaliforníu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Samkynhneigðir Kaliforníubúar fagna ákaft í maí þegar Hæstiréttur þar ógilti bann við hjónaböndum þeirra.
Samkynhneigðir Kaliforníubúar fagna ákaft í maí þegar Hæstiréttur þar ógilti bann við hjónaböndum þeirra. MYND/AP

Hóteleigendur og aðrir ferðaþjónustuaðilar hafa rennt rauða dreglinum út fyrir samkynhneigða en áætlað er að um 67.000 samkynhneigð pör heimsæki Kaliforníu næstu daga en frá og með 17. júní geta samkynhneigðir gengið þar í hjónaband.

Í maí felldi Hæstiréttur ríkisins úr gildi bann við slíkum hjónaböndum. Þeir sem starfrækja ferðaþjónustu í Kaliforníu fagna þessu ákaft en undanfarið hafa Bandaríkjamenn dregið mjög úr ferðalögum innanlands vegna hækkandi kostnaðar.

Vefsíða konu sem sérhæfir sig í veisluþjónustu fyrir brúðkaup samkynhneigðra hefur verið fjölsótt undanfarið og könnun Williams-stofnunarinnar um lög um kynhegðun leiðir í ljós að tæpar 700 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði um 54 milljarða króna, munu flæða inn í Kaliforníuríki með hinum samkynhneigðu ferðamönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×