Innlent

Skjálfti norðaustur af Selfossi í morgun

Jarðskjálfti upp á 3,2 á Richter varð um klukkan korter í tíu í morgun og átti hann upptök sín um sjö kílómetra norðnorðaustur af Selfossi. Skjálftinn var á 4,5 kílómetra dýpi.

Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að skjálftinn hafi fundist í Hveragerði og í Þrastarskógi og þá höfðu menn á Selfossi samanband við fréttastofu og sögðust einnig hafa fundið fyrir honum.

Engir eftriskjálftar hafa fylgt þessum jarðskjálfta. Yfir hundrað smáskjálftar hafa hins vegar mælst á þessu svæði undanfarna daga en þetta er á svipuðum slóðum og stóri skjálftinn sem varð fyrir um tveimur vikum og mældist 6,2 á Richter.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×