Fleiri fréttir

Stjórnarþingmaður óánægður með ráðherra

Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi lýsir óánægju sinni með stefnuna í orku- og virkjunarmálum í Fréttablaðinu í dag. Hann segir að eftir að Bitruvirkjun hafi verið slegin af þá hafi Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra sagt að það þyrfti að hafa áhyggur af orkuskorti og að slegið gæti í bakseglin hjá stórfyrirtækjum sem hygðu á starfsemi á Íslandi.

Kvartað undan RARIK

Dreifbýlis- og hálendisnefnd Fljótsdalshéraðs gerir þá kröfu að Rafmagnsveitur ríkisins og Landsvirkjun standi við gildandi samninga um stjórn vatnshæðar í Lagarfljóti. Þetta var samþykkt á fundi nefndarinnar í vikunni.

Hraðakstur víða um land

Lögregla stöðvaði fimm bifreiðar á Reykjanesbraut vegna hraðaksturs í gærkvöldi og í nótt. Einn var svo stöðvaður á 111 km þar sem hámarkshraði er 50 km/klst og annar á 159 km þar sem hámarkhraði er 70 km/klst. Ökumennirnir voru báðir sviptir ökuréttindum til bráðabirgða.

Kveikt í bílum á Selfossi

Grunur leikur á að kveikt hafi verið í þremur bílum á Selfossi í nótt. Lögregla fékk tilkynningu laust eftir sjö í morgun um að bílar stæðu í ljósum logum fyrir utan réttingaverkstæði við Gagnheiði. Slökkvilið var kallað út og réði niðurlögum eldsins. Tveir bílanna eru gjörónýtir og sá þriðji er mikið skemmdur. Þeir sem urðu varir við grunsamlegar mannaferðir á þessum slóðum eru beðnir um að gefa sig fram við lögreglu.

Skutu flugeldum að lögreglu á Akureyri

Mikil ölvun og ólæti voru í miðbæ Akureyrar í nótt og eru fangageymslur lögreglunnar fullar. Mikið fjölmenni er í bænum í tengslum við Bíladaga. Lögregla furðar sig á grófri og ruddalegri framkomu fólks í sinn garð og var dósum og flöskum meðal annars kastað í átt að lögreglu. Þá var flugeldum skotið á lögreglu á Ráðhústorginu.

Barinn í höfuðið með golfkylfu

Mjög annasamt var hjá lögreglunni í miðborg Reykjavíkur í nótt. Fjórir ungir menn réðust á annan og börðu hann í höfuðið með golfkylfu af þvílíku afli að hún brotnaði. Lögregla segir ótrúlegt að maðurinn skuli ekki hafa slasast meira en raunin varð en hann fékk að fara heim að lokinni skoðun á slysavarðstofunni. Lögregla handsamaði mennina en þrír þeirra eru 17 ára og einn 18. Að öðru leyti var mjög mikið að gera hjá lögreglunni, mikið um útköll vegna ölvununar og fólk var víða ósjálfbjarga vegna hennar, að sögn lögreglu.

Tuðran sprakk á leiðinni til Reykjavíkurhafnar

„Þetta gekk bara ágætlega fyrir utan smá óhapp sem við lentum í við Viðey þegar önnur tuðran sprakk, eða eitt hólfið í henni,“ segir Alma Eðvaldsdóttir, talsmaður framtaksins Kraftur í kringum Ísland. Þar er um að ræða níu manna hóp sem ætlar að sigla hringinn í kringum landið á tveimur tuðrum, eða slöngubátum.

Enn finnast leyniskjöl á glámbekk á Bretlandi

Enn finnast á Bretlandi leyniskjöl á glámbekk. Greint var frá því fyrr í vikunni að BBC hefði fengið afhent skjöl sem fundust í lest og fjölluðu um aðgerðir ríkisstjórnarinnar í baráttunni við hryðjuverkamenn. Dagblaðið Independent on Sunday hefur nú skýrt frá því að þeim hafi einnig verið afhentur skjalabunki sem merktur er sem ríkisleyndarmál.

Grýttur og brendur lifandi

Innflytjandi frá Mósambík var myrtur í Suður Afríku í dag nærri höfuðborginni Pretoríu. Maðurinn, sem var þrjátíu ára gamall, er síðasta fórnarlambið í ofsóknum Suður Afríkumanna gegn innflytjendum frá öðrum Afríkuríkjum. Maðurinn var sakaður af æstum múg um íkveikju og var hann grýttur og loks brenndur lifandi.

Breskir íhaldsmenn vilja fá að kjósa um Lissabon - sáttmálann

Breskir íhaldsmenn skora á ríkistjórn Bretlands að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um Lissabon-sáttmálann. Áskorunin kemur í kjölfar þess að breska ríkisstjórnin hefur lýst því yfir að sáttmálinn verði samþykktur á þinginu þrátt fyrir að Írar hafi fellt hann í þjóðaratkvæði í gær.

Olíuhækkanir hafa áhrif á störf lögreglu

Hækkanir á bensíni og olíu eru farnar að hafa áhrif á störf lögregluembættanna í landinu þar sem fjárveitingar hafa ekki hækkað í takt við hækkanirnar. Embættin hafa brugðist við hækkunum með því að draga úr akstri og sinna í auknum mæli staðbundnu eftirliti.

Gríðarleg úrkoma í Iowa

Að minnsta kosti tveir hafa látið lífið og þúsundir þurft að flýja heimili sín vegna mikilla flóða í Iowa fylki í Bandaríkjunum. Gríðarlega mikil úrkoma hefur verið í fylkinu undanfarna daga með þeim afleiðingum að ár hafa flætt yfir bakka sínar og yfir nærliggjandi vegi og þorp.

Aldrei fleiri útskrifaðir

Aldrei hafa jafnmargir kanditatar útskrifast úr háskólum hér á landi og í dag. Samtals voru þeir tæplega tvöþúsund og fjögur hundruð. Ekkert lát virðist vera á þekkingarleit landsmanna, því metaðsögn er að háskólunum fyrir haustið.

Íran ætlar ekki að hætta að auðga úran

Stjórnvöld í Teheran segjast ætla að hafna öllum samningaumleitunum sem ganga út á að Íranar hætti auðgun úrans. Javier Solana, sem fer með utanríkismál fyrir hönd ESB lagði í dag fram tilboð fyrir hönd stórveldana sem felur í sér að Íranir hætti að auðga úran en fái í staðin aðstoð við að byggja upp "friðsamlega" kjarnorkuáætlun. Solana fundar nú með íranska utanríkisráðherranum og segjast íranar tilbúnir til að ræða tilboðið, en að ekki sé inni í myndinni að lofa að hætta að auðga úran.

Sex látnir í Japansskjálfta

Nú er komið í ljós að minnsta kosti sex létu lífið í jarðskjálftanum sem skók Japan í morgun. 140 eru slasaðir en skjálftinn var 7,2 á richter skalanum. Sjö grófust undir aurskriðu sem féll á hverasvæði sem vinsælt er hjá ferðamönnum. Björgunarsveitir eru nú að störfum við að reyna að bjarga fólkinu úr skriðunni.

Slökkvilið fær veglega gjöf

Nú á dögunum var slökkviliði Hveragerðis fært veglegt hjartastuðtæki að gjöf. í tilkynningu frá slökkviliðinu kemur fram að aðili sem ekki vildi láta nafns síns getið hafi gefið liðinu tækið. En slökkviliðsmenn vilja koma á framfæri miklum þökkum til viðkomandi aðila.

Discovery lent heilu og höldnu

Geimferjan Discovery var að lenda á Canaveral höfða í Flórída. Skutlan hefur verið í tveggja vikna ferð á sporbaug um jörðu þar sem verið var að koma japanskri rannsóknarstofu á braut. Ferðin hefur vergengið í alla staði vel og áhyggjur manna um að eitthvað væri að skutlunni reindust ekki á rökum reistar, því hún lenti heilu og höldnu nú rétt eftir klukkan þrjú.

Háskólinn stefnir hátt

Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, sagði við útskrift tæplega 1100 kandídata í dag, að á næstu fimm árum stefndi Háskólinn að því að byggja upp fjögur til sex afburðasvið eða stofnanir, sem tryggt yrði sérstakt fjármagn og grundvöllur til að skara framúr á alþjóðavísu.

Stúlkan komin í leitirnar

Stúlkan sem leitað var að í Setbergslandi í Hafnarfirði í hádeginu er fundin, heil á húfi. Íbúi í hverfinu tilkynnti til lögreglu að hann hefði séð til hennar og þegar lögregla kom á staðinn fannst hún í nágrenninu.

Leitað að stúlku í Hafnarfirði

Nú stendur yfir leit að ellefu ára gamalli stúlku í Setbergshverfi í Hafnarfirði. Lögregla og björgunarsveitir taka þátt í leitinni og þyrla landhelgisgæslunnar flaug yfir svæðið. Stúlkan, sem er fötluð, hvarf frá heimili sínu rétt fyrir hádegið en sökum fötlunar hennar var ákveðið að bregðast skjótt við og kalla út lið til leitar.

Hanna Birna: Ekki unað við stöðu flokksins í borginni

Ekki verður unað við stöðu Sjálfstæðisflokksins í borginni segir Hanna Birna Kristjánsdóttir oddviti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðismanna. Hún segir andstæðinga meirihlutans hafa vegið ómaklega að borgarstjóra.

Hringferð um landið á tuðrum

Snemma í morgun lögðu tvær tuðrur, eða slöngubátar, upp frá Vestmannaeyjum í hringferð í kringum landið. Hér er á ferðinni átaksverkefni sem standa mun í þrjár vikur. Fyrsti áfangastaður er Reykjavík og er búist við þeim á milli klukkan tvö og þrjú í dag.

Tsvangirai í haldi lögreglu

Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Simbabve, Morgan Tsvangirai, hefur verið handtekinn ásamt ellefu stuðningsmönnum sínum. Þetta segir fréttastofa Reuters og hefur eftir talsmanni flokks Tsvangirai, MDC. Mennirnir eru í haldi á lögreglustöð í Harare, höfuðborg landsins.

Ölvaður ók á kyrrstæðan bíl

Harður árekstur varð á Sæbraut rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi. Ekið var aftan á bíl sem var kyrrstæður á rauðu ljósi. Ökumaður og farþegi í kyrrstæða bílnum voru fluttir á slysadeild í sjúkrabíl. Sá sem var valdur að slysinu er grunaður um ölvun við akstur.

Öflugur skjálfti í Japan

Óttast er að minnsta kosti þrír hafi látið lífið og meira en eitt hundrað slasast þegar öflugur jarðskjálfti gekk yfir norðurhluta japans í nótt. Skjálftinn mældist 7,2 á Richter og fylgdu honum fjölmargir eftirskjálftar. Tíu manns er enn saknað eftir skjálftann og þá hafa samgöngur víða legi niðri með þeim afleiðingum að þúsundir manna komast ekki leiðar sinnar.

Landaverksmiðja í hesthúsi

Lögreglan á Selfossi fann í gærkvöldi landabruggverksmiðju í hesthúsi í sveitarfélaginu Árborg. Karlmaður var handtekinn grunaður um að hafa staðið að brugginu en um er að ræða um það bil 250 til 300 lítra af gambra og 70 til 80 lítra af fullunnum landa. Manninum var sleppt að loknum yfirheyrslum en lögregla lagði hald á bruggið og tækin.

Mikil ölvun á Bíladögum á Akureyri

Mikil ölvun var í miðbæ Akureyrar í nótt en þar standa yfir Bíladagar. Sjö gistu fangageymslur lögreglunnar vegna ölvunar og óspekta. Fjórar líkamsárásir komu til kasta lögreglu en þær voru allar minniháttar.

Velti fjórhjóli

Ökumaður fjórhjóls velti hjólinu skammt fyrir ofan Heiðarbraut í Garði í gærkvöldi. Að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum fann hann til eymsla í mjöðm og höfði og var hann fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar. Hann mun hafa verið vel búinn til fjórhjólaaksturs sem sennilega hefur komið í veg fyrir frekari meiðsli.

800 grömm af hassi í Breiðholti

Lögreglan lagði í gærkvöldi hald á að um 800 gr af hassi og um 200 þúsund í peningum við húsleit í Breiðholti. Að sögn lögreglu var húsleitin gerð á grundvelli úrskurðar frá Héraðsdómi Reykjavíkur. Tveir voru handteknir vegna málsins.

Malbikað á Miklubraut

Á morgun verða malbikunarframkvæmdir á Miklubraut, Skútuvogi og Sægörðum með tilheyrandi töfum á umferð.

Bílslys í Hrútafirði

Einn var fluttur á brott með sjúkrabíl eftir að bifreið fór út af veginum rétt norðan við Staðarskála í Hrútafirði í kvöld. Fleiri voru í bílnum en hlutu ekki alvarleg meiðsli.

McCain gagnrýnir Guantanamo úrskurð

John McCain gagnrýndi í dag nýlegan úrskurð Hæstaréttar Bandaríkjanna sem heimilar föngum í Guantanamo fangabúðunum að fara fram á að bandarískir dómstólar úrskurði um réttmæti þess að þeim sé haldið föngnum.

Flúðu fangelsið í Kandahar

Um 1.150 fangar flúðu úr fangelsi í borginni Kandahar í Afganistan í dag. Af þeim sem flúðu eru um 400 Talibanar sem barist hafa gegn bandamönnum í landinu.

Frakkinn ekki grunaður um brot hér á landi

Engar vísbendingar eru um að Frakkinn, sem handtekinn var í miðbænum í vikunni vegna gruns um að hann hafi dregið að sér 24 milljónir í heimalandi sínu, hafi gerst sekur um fjársvik þann tíma sem hann hefur verið hér á landi.

Málað í miðborginni

Framkvæmda- og eignasvið Reykjavíkurborgar fékk í morgun heimild til að mála illa farið hús við Bergsstaðastræti, en ítrekað hefur verið kvartað yfir ásýnd þess, sem og ástandi lóðar.

Matsferli hafið vegna álvers á Bakka

Hafið er matsferli vegna álvers á Bakka við Húsavík. Til skoðunar er bygging álvers með allt að 250.000 tonna ársframleiðslu. Alcoa er framkvæmdaraðili verksins.

Sleppt úr haldi á Akranesi

Manni, sem handtekinn var með aðkomu sérsveitar eftir ofsaakstur á Akranesi í gær, var sleppt úr haldi um hádegisbil í dag að sögn lögreglu á Akranesi.

Sölumaður stolinna líkamshluta iðrast

Tannlæknir í New Jersey, sem er ákærður fyrir að selja stolna líkamshluta, horfðist í dag í augu við ættingja þeirra sem hann seldi hluta af.

Mugabe tilbúinn í borgarastyrjöld

Robert Mugabe, núverandi forseti Zimbabwe, segir að tapi hann forsetakosningunum í landinu í lok mánaðarins verði fyrrverandi hermenn tilbúnir að sverfa til stáls.

Tvö börn lögð inn á geðdeild á Spáni vegna gemsafíknar

Tvö börn, 12 og 13 ára voru sett inn á geðdeild af foreldrum sínum á Spáni en þau töldu börn sín vera háð símum sínum og ekki getað lifað eðlilegu lífi án þeirra. Þau voru farin að vanrækja skólann og ljúga að ættingum til þess að geta náð sér í pening til þess að eyða í síma sína.

Dæmdur fyrir nauðgun á Hótel Sögu

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tvítugan pólskan karlmann, Robert Dariusz Sobiecki í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun sem átti sér stað á salerni í kjallara Hótels Sögu í Reykjavík í mars í fyrra. Þá var hann dæmdur til að greiða henni eina og hálfa milljón í bætur.

Sjá næstu 50 fréttir