Erlent

Danskir leigubílstjórar óttast vegabréfaskoðun

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Vegabréf.
Vegabréf. MYND/SK

Leigubílstjórar í Danmörku óttast nú að þeim verði gert að framkvæma vegabréfaskoðun hjá farþegum sem þeir aka með yfir landamæri, hvort sem er til Svíþjóðar eða Þýskalands.

Kveikjan að þessu er að dómstóll dæmdi leigubílstjóra í 50 daga fangelsi fyrir smygl á fólki en hann ók með þrjá afganska farþega yfir sænsku landamærin án þess að ganga úr skugga um að ferðaskjöl þeirra væru lögleg. Bílstjórinn hefur áfrýjað málinu en formaður félags leigubílstjóra í Kaupmannahöfn segir það ískygglega þróun ef bílstjórarnir þurfi að biðja um vegabréf til að vera öruggir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×