Innlent

Hraðakstur víða um land

Lögregla stöðvaði fimm bifreiðar á Reykjanesbraut vegna hraðaksturs í gærkvöldi og í nótt. Einn var svo stöðvaður á 111 km þar sem hámarkshraði er 50 km/klst og annar á 159 km þar sem hámarkhraði er 70 km/klst. Ökumennirnir voru báðir sviptir ökuréttindum til bráðabirgða.

Einn ökumaður var stöðvaður vegna gruns um ölvun við akstur. Einn ökumaður til viðbótar var svo stöðvaður þar sem hann hafði ekki öðlast ökuréttindi. Fjórum sinnum var kallað til lögreglu vegna slagsmála á Hafnargötu í Keflavík. Lögregla náði að greiða úr þeim málum og kæla óróaseggina.

Loks voru yfir 20 manns stöðvaðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi Blönduóslögreglunnar í gær og í nótt, en mikil umferð hefur verið í gegnum umdæmið vegna Bíladaga á Akureyri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×