Innlent

Kveikt í bílum á Selfossi

Grunur leikur á að kveikt hafi verið í þremur bílum á Selfossi í nótt. Lögregla fékk tilkynningu laust eftir sjö í morgun um að bílar stæðu í ljósum logum fyrir utan réttingaverkstæði við Gagnheiði. Slökkvilið var kallað út og réði niðurlögum eldsins. Tveir bílanna eru gjörónýtir og sá þriðji er mikið skemmdur. Þeir sem urðu varir við grunsamlegar mannaferðir á þessum slóðum eru beðnir um að gefa sig fram við lögreglu.

Árborgarhátíð stendur yfir á Selfossi um helgina og hefur hún að mestu leyti farið vel fram. Einn ökumaður var stöðvaður vegna gruns um fíkniefnaakstur. Var góðkunningi lögreglunnar þar á ferð og reyndist hann vopnaður kylfum og piparúða auk þess sem hann hafði smáræði af fíkniefnum í fórum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×