Fleiri fréttir

MH og Verzló vinsælustu skólarnir

Umsóknafrestur í framhaldskóla landsins rann út á miðnætti 11. júni. Alls bárust 4400 umsóknir frá nemum í 10 bekk en sá árgangur telur 4600 manns. Einnig sóttu um 3400 eldri nemendur, bæði nemendur sem vilja skipta um skóla og hefja nám að nýju.

Fullkomlega eðlilegt að spyrja Geir út í efnahagsmálin

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, segir fullkomlega eðlilegt að spyrja forsætisráðherra út í aðgerðir ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum. Geir H. Haarde firrtist við þegar Sindri Sindrason spurði hann út í málið í dag og sakaði forsætisráðherra hann um dónaskap. „Mér finnnst hún nú frekar skiljanleg í ljósi frétta undanfarna sólarhringa, nýrrar afkomuspár ríkissjóðs, hagspár ASÍ og fleiri frétta,“ segir Steingrímur, aðspurður hvort spurning Sindra til ráðherra hafi verið eðlileg.

Auglýst eftir nýjum forstjóra Landspítala

Heilbrigðisráðuneytið hefur formlega auglýst embætti forstjóra Landspítalans laust til umsóknar. Á vef ráðuneytisins er þess krafist í auglýsingu að forstjórinn skuli hafa háskólamenntun sem nýtist í starfi og jafnframt þurfi hann að búa yfir reynslu af rekstri og stjórnun.

Dagdraumar gefa vísbendingar um ástand fólks í dái

Vísindamenn hafa fundið leið til þess að meta hvort heilaskaðað fólk í dái muni komast til meðvitundar aftur eður ei. Hluti heilans getur haldist virkur þrátt fyrir að fólk liggi í dái og hafi skaðast á heila.

Vill hefja aðildarviðræður um inngöngu í ESB

Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri á Ísafirði, segist vilja að Ísland hefji sem fyrst aðildarviðræður um inngöngu í Evrópusambandið.

Rafmagnslaust í Washington í morgun

Bilun í rafstöð í miðborg Washington olli töluverðum töfum á morgunumferðinni í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, þar sem umferðarljósi duttu út og neðanjarðarlestarsamgöngur fóru úr skorðum.

Landsliðið á leið á EM í bridds

Íslenska landsliðið Í bridds hefur í morgun þátttöku á Evrópumótinu í bænum Pau í Frakklandi þar sem það keppir í opnum flokki.

Íhuguðu mannát eftir flugslys

Þeir sem lifðu af flugslys í Chile í vikunni íhuguðu að leggja lík flugmannsins sér til munns þegar hungrið svarf hvað mest.

Írskir sjómenn mótmæla innflutningi á fiski frá Íslandi

Írskir sjómenn hafa staðið fyrir mótmælum síðustu daga en þeir eru afar óánægðir með innflutning á fiski frá Íslandi. Þeir hyggja á hungurverkfall á næstunni. 120 sjómenn lokuðu hliði að flugvellinum í Cork á mánudagskvöldið og komu þannig í veg fyrir að flutningabílar kæmust frá flugvellinum með fiskinn.

Útigangsmaður vildi inn á forsetaskrifstofu

Lögregla var kvödd að skrifstofu forseta Íslands um eittleytið vegna útigangsmanns sem hringdi ítrekað bjöllunni og vildi komast inn. Hann var hins vegar horfinn á braut þegar lögregla kom á vettvang en lögregla svipast nú um eftir honum til þess að spyrjast fyrir um hverju þetta hafi gegnt.

Fólk dragi úr orkunotkun vegna hás eldsneytisverðs

Það væri röng ákvörðun að lækka virðisaukaskatt á eldsneyti að mati formanns efnhags- og skattanefndar Alþingis. Hann segir að fólk eigi frekar að finna leiðir til að minnka orkunotkun til að bregðast við háu eldsneytisverði.

Byko kvartar undan Litaveri til Neytendastofu

Vísir hefur undir höndunum bréf til Neytendastofu þar sem kvartað er undan opinberum ásökunum Litavers á hendur Byko vegna viðskiptaskilmála. Telur Byko að ásakanir Péturs Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Litvers, á hendur fyrirtækisins um breytt fyrirkomulag á greiðslufresti vegna reikninga bæði rangar og tilhæfulausar.

Síðasta útskrift Kennaraháskóla Íslands á morgun

Á morgun kl. 11 munu 496 kandídatar útskrifast úr KHÍ í Laugardagshöll. Mun þetta verða seinasta útskriftin úr Kennaraháskólanum en háskólinn er að fara að sameinast Háskóla Íslands 1. júli næstkomandi. 409 eru að útskrifast úr grunnnámi og 86 úr framhaldsnámi, þar af 12 með meistaragráðu. Um seinustu helgi útskrifuðust fyrstu og seinustu nemendurnir með doktorsgráðu frá skólanum. KHÍ átti 100 ára afmæli á dögunum þannig að mikið er um merkisviðburði í kringum skólann um þessar mundir.

Obama og McCain deila um skatta

Baráttan um bandaríska forsetastólinn heldur áfram að harðna. Þessa daganna virðast frambjóðendurnir tveir, repúblikaninn John McCain og demókratinn Barack Obama, helst deila um skattamál.

Til greina kemur að fylgjast með myndavélaupptökum

Sævar Ingi Jónsson deilarstjóri umferðareftirlits Vegagerðarinnar segir eftirlitið hafa hugleitt að skoða upptökur frá bensínstöðum til að koma í veg fyrir að litað bensín sé notað á óleyfilegan hátt.

Krefst gagna um matvælafrumvarp

Atli Gíslason, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og nefndarmaður í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd, krefst allra gagna sem varða samningaviðræður Íslands við ESB í sambandi við matvælafrumvarpið svokallaða, en í því er opnað fyrir innflutning á hráu kjöti til landsins. Alþingi frestaði afgreiðslu málsins á dögunum en Atli vill fá skýringar á því hvers vegna fallið hafi verið frá undanþágu sem Ísland hafði um innflutning á hráu kjöti.

Fangelsin þétt setin - en sleppur þó

Fangelsismálastofnun verður ekki í neinum sérstökum húsnæðisvandræðum í fangelsum landsins þrátt fyrir að tíu einstaklingar hafi fengið óskilorðsbundna dóma að öllu eða einhverju leyti í Tryggingastofnunarmálinu sem dómur féll í nýverið.

Nokkur samdráttur afla það sem af er ári

Heildarafli íslenskra skipa fyrstu fimm mánuði ársins hefur dregist saman um nærri sex prósent það sem af er þessu ári í samanburði við fyrstu fimm mánuði síðasta árs. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar.

Svíar loka ofni í kjarnorkuveri

Einum ofni af fjórum í Ringhals-kjarnorkuverinu í Sviþjóð hefur verið lokað vegna vandamála með kæliklerfi versins.

Stálu tveimur verkum eftir Picasso

Vopnaðir ræningjar í Sao Paulo í Brazilíu rændu tveimur verkum eftir Picasso og tveimur verkum eftir þekkta brasilíska listamenn.

Kína og Taiwan undirrita sögulegt samkomulag

Stjórnvöld í Kína og á Taiwan hafa undirritað sögulegt samkomulag sín í millum sem gerir það að verkum að nú er hægt að fljúga beint á milli landanna í hverri viku.

Handtekinn á Kofa Tómasar frænda

Frakkinn sem handtekinn var í gær grunaður um meiriháttar fjárdrátt í landi sínu hefur verið búsettur hér í rúm tvö ár.

Sundlaugarperri fékk sex mánaða skilorðsbundinn dóm

Erlendur karlmaður sem varð uppvís að kynferðislegri áreitni í garð fjölda ungra stúlkna í Sundmiðstöð Reykjanesbæjar í vetur hefur verið dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi. Frá þessu er greint á vef Víkurfrétta.

Berlusconi styður McCain

Silvio Berlusconi, forseti Ítalíu, sagðist í dag vona að John McCain verði næsti forseti Bandaríkjanna. Þegar hann var spurður afhverju svaraði Berlusconi: "Ef hann vinnur verð ég ekki lengur sá elsti."

Tólf féllu á Gaza

Sprenging sem varð á Gaza ströndinni í dag banaði að minnsta kosti sjö Palestínumönnum. Sprengingin varð á heimili sprengjugerðarmanns og virðist hafa verið slys.

Komið í veg fyrir kortasvik

Þjónustuaðili Mastercard hér á landi þurfti að innkalla 63 greiðslukort í síðustu viku eftir að upp komst um kortasvik á Netinu. Ekki er talið að fólk hafi orðið fyrir fjárhagslegu tjóni vegna þessa.

Sjá næstu 50 fréttir