Erlent

Grýttur og brendur lifandi

Innflytjandi frá Mósambík var myrtur í Suður Afríku í dag nærri höfuðborginni Pretoríu. Maðurinn, sem var þrjátíu ára gamall, er síðasta fórnarlambið í ofsóknum Suður Afríkumanna gegn innflytjendum frá öðrum Afríkuríkjum. Maðurinn var sakaður af æstum múg um íkveikju og var hann grýttur og loks brenndur lifandi.

62 hafa verið myrtir á síðustu dögum í héraðinu en heimamenn segja innflytjendurna taka frá sér atvinnu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×