Innlent

Landaverksmiðja í hesthúsi

Lögreglan á Selfossi fann í gærkvöldi landabruggverksmiðju í hesthúsi í sveitarfélaginu Árborg. Karlmaður var handtekinn grunaður um að hafa staðið að brugginu en um er að ræða um það bil 250 til 300 lítra af gambra og 70 til 80 lítra af fullunnum landa. Manninum var sleppt að loknum yfirheyrslum en lögregla lagði hald á bruggið og tækin.

Að öðru leyti var nóttin róleg fyrir austan fjall, nema hvað einn gistir nú fangageymlur á Selfossi en hann braut rúður í leikskóla í bænum. Maðurinn var ölvaður og verður hann yfirheyrður þegar hann hefur heilsu til.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×