Erlent

Sex látnir í Japansskjálfta

Nú er komið í ljós að minnsta kosti sex létu lífið í jarðskjálftanum sem skók Japan í morgun. 140 eru slasaðir en skjálftinn var 7,2 á richter skalanum. Sjö grófust undir aurskriðu sem féll á hverasvæði sem vinsælt er hjá ferðamönnum. Björgunarsveitir eru nú að störfum við að reyna að bjarga fólkinu úr skriðunni.

Þá kom smávægilegur leki að kjarnorkuverinu í Fukushima en yfirvöld segja almenningi ekki stafa hætta af honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×