Innlent

Málað í miðborginni

Frá hreinsunarátakinu.
Mynd: Framkvæmda- og eignasvið Reykjavíkurborgar
Frá hreinsunarátakinu. Mynd: Framkvæmda- og eignasvið Reykjavíkurborgar

Framkvæmda- og eignasvið Reykjavíkurborgar fékk í morgun heimild til að mála illa farið hús við Bergsstaðastræti, en ítrekað hefur verið kvartað yfir ásýnd þess, sem og ástandi lóðar.

Þessi framkvæmd í dag var í tengslum við átakið „hrein borg", sem felst meðal annars í að fjarlægja veggjakrot í miðborginni. Byggingarfulltrúi, sem hefur verið í samskiptum við eigendur illa farinna bygginga og krafist úrbóta, gaf heimild til verksins.

Verktaki sem stendur í framkvæmdum á næstu lóð leit greinilega á þetta framtak sem hvatningu um góða umgengni og málaði gám sem hefur legið vel við höggi krotara.

Í dag hófst einnig vinna við að lagfæra og mála yfirgefið og illa útleikið hús við Frakkastíg, áður hljóðfærahúsið Rín. Eigendur bregðast með því við óskum og kröfum byggingafulltrúa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×