Erlent

Flúðu fangelsið í Kandahar

Úr myndasafni
Úr myndasafni

Um 1.150 fangar flúðu úr fangelsi í borginni Kandahar í Afganistan í dag. Af þeim sem flúðu eru um 400 Talibanar sem barist hafa gegn bandamönnum í landinu.

Fangarnir náðu að flýja eftir að aðalhlið fangelsisins var sprengt í loft upp. Talið er það hafi verið Talibanar sem stóðu að sprengingunni. Nokkrum eldflaugum var svo skotið að fangelsinu í sömu mund til þess að skapa ringulreið.

Óttast er að þessi mikli flótti muni verða bakslag fyrir bandamenn í Kandahar en borgin hefur lengi verið mikið vígi Talibana.

 

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×