Innlent

Ríkið ekki bótaskylt vegna mistaka við blóðgjöf

MYND/GVA

Hæstiréttur sneri í dag dómi héraðsdóms um að íslenska ríkið væri bótaskylt gagnvart konu sem smitaðist af lifrarbólgu C við blóðgjöf fyrir 18 árum.

Konan hafði lagst inn á sjúkrahús vegna nýrnasjúkdóms og fékk þar gefið blóð. Árið 1993 kom í ljós að að blóðið hafði verið sýkt af lifrarbólgu C en konunni var ekki gerð grein fyrir því fyrr en árið 1999. Konan hélt því fram að það saknæma athafnaleysi starfsmanna Landspítalans að tilkynna henni ekki um sjúkdóminn fyrr en þetta ár hefði valdið henni mikilli líkamlegri og andlegri vanlíðan og þverrandi starfsorku.

Í niðurstöðu Hæstaréttar sagði hins vegar að konan hefði ekki sýnt fram á að umrætt athafnaleysi starfsmannanna hafi verið orsök vanlíðunar hennar og skerts starfsþreks. Var íslenska ríkið því sýknað af kröfu konunnar um miskabætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×