Erlent

Hvatti til áframhaldandi baráttu gegn Ísrael

MYND/Reuters

Osama bin Laden, leiðtogi al-Qaida hryðjuverkasamstakanna, hvatti í dag múslíma til þess að berjast áfram gegn Ísraelum og bandamönnum þeirra.

Þetta kom fram í nýju ávarpi sem útvarpað er á heimasíðu íslamista. Sextíu ár eru um þessar mundir frá því að Ísraelsríki var stofnað og sagði bin Laden að ekki yrði gefin eftir tomma af palestínsku landi svo lengi sem einn sannur múslími yrði á lífi.

Þá sagði leiðtoginn að í baráttu Ísraela og Palestínumanna kristallaðist baráttan við Vesturlönd og að átökin fyrir botni Miðjarðarhafs hefðu verið árásarmönnunnum 11. september 2001 innblástur. Enn fremur gagnrýndi leiðtoginn vestræna fjölmiðla fyrir að draga upp mynd af Ísraelum sem fórnarlömbum og fyrir að útmála Palestínumenn sem hryðjuverkamenn.

Hið nýja ávarp bin Ladens hafði verið boðað í gær en ekki hefur fengist staðfesting á því að þarna hafi hryðjuverkaleiðtoginn örugglega verið á ferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×