Innlent

Ákveðið að hefja markvissar viðræður milli BSRB og ríkisins

Frá fundinum í dag.
Frá fundinum í dag. MYND/BSRB

Fulltrúar BSRB áttu í dag annan fund með forsætis-, utanríkis-, fjármála- og félagsmálaráðherra vegna lausra samninga við ríkið. Haft er eftir Ögmundi Jónassyni, formanni BSRB, á heimasíðu bandalagsins að ákveðið hafi verið að hefja markvissar viðræður samninganefndar ríkisins og BSRB um gerð kjarasamnings.

„Aðilar voru sammála um að hafa allt undir í viðræðunum, innihald kjarasamningsins og lengd samningstímans. Markmiðin eru þau sömu og í samningum á almenna vinnumarkaðinum að mikilvægast sé að ná niður verðbólgunni. Þá viljum við að samið verði um krónutöluhækkun en hún gagnast best lágtekju og miðlungstekjufólki," sagði Ögmundur.

BSRB fundar aftur með ríkisstjórninni eftir að samninganefndir hafa komist að niðurstöðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×