Innlent

Þakkar guði fyrir að allt fór vel

Guðrún V. Bjarnadóttir þakkar guði fyrir að allt fór vel eftir að meðlimir Steed Lord lentu í bílslysi á Reykjanesbraut á miðvikudag. Þrír synir hennar eru meðlimir í hljómsveitinni og slösuðust þeir allir. Alls voru sex fluttir á slysadeild og þurfti að halda einum þeirra sofandi í öndunarvél um tíma.

Betur fór en á horfðist og nú eru allir á batavegi. Í samtali við Ísland í dag sagðist Guðrún ekki síst þakka það því hversu varkár bílstjóri Egill Eðvarðsson, faðir drengjanna er, en hann ók öðrum bílnum. Guðrún hvetur ökumenn til að flýta sér hægt og líta vel í kringum sig í umferðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×