Innlent

Snjóbrettamaður meiddist í Bláfjöllum

Snjóbrettamaður í Bláfjöllum.
Snjóbrettamaður í Bláfjöllum.

Snjóbrettamaður meiddist í Bláfjöllum í dag þegar hann fór fram af hengju í Kóngsgili. Sjúkrabíll flutti manninn á slysadeild. Samkvæmt upplýsingum slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu er talið að maðurinn hafi rotast. Hann var vankaður eftir atvikið og mundi ekki eftir því. Vakthafandi læknir á slysadeild segir að maðurinn sé í rannsókn en virðist ekki vera alvarlega slasaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×