Innlent

Brá við að sjá háskaakstur í fréttum

„Þetta er ekki það sem við viljum sjá," sagði Sturla Jónsson, talsmaður vöruflutningabílstjóra um atvik sem varð í dag þegar vörubílstjórar voru að mótmæla með hægkeyrslu í Ártúnsbrekkunni.

Í fréttum Stöðvar 2 var því lýst á myndrænan hátt hvernig vörubílstjóri sveigði í veg fyrir ökumann fólksbifreiðar. Mildi þykir að ekki fór verr. Sturla sagði að sér hefði brugðið mjög að sjá þetta atvik í fréttum. Það væri alls ekki vilji vöruflutningabifreiðastjóra að stefna fólki í hættu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×