Innlent

Þyrla sótti ökklabrotinn vélsleðamann

Þyrla Landhelgisgæslunnar við æfingar fyrr á árinu.
Þyrla Landhelgisgæslunnar við æfingar fyrr á árinu.

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út rétt eftir klukkan tvö í dag til að sækja vélsleðamann á Þórisjökli. Maðurinn mun hafa verið í hópi vélsleðamanna þegar hann fór fram af hengju á vélsleðanum. Samkvæmt upplýsingum vakthafandi læknis á slysadeild er maðurinn ökklabrotinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×