Fleiri fréttir

Kínverjar kaupa kjarnorkuver af Frökkum

Kínverjar ætla að kaupa tvö kjarnorkuver af Frökkum. Forsetar landanna tilkynntu um þetta í Peking í morgun, en Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, er í opinberri heimsókn í Kína.

Nýr formaður LSS

Vernharð Guðnason, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS), lét af embætti formanns á stjórnarfundi sem haldinn var fyrir helgi.

Mátti grafa í sundur veg

Héraðsdómur Suðurlands sýknaði dag karlmann af ákæru um eignaspjöll og brot á vegalögum með því að fela verktaka að grafa í sundur veg í sumarbústaðalandi í Grímsnes- og Grafningshreppi.

Bílainnbrot upplýst

Lögreglan á Akureyri hefur upplýst innbrot í bílasöluna Bílasalinn.is við Hjalteyrargötu á Akureyri og þjófnað á bíl sem þar var til sölu.

Vindurinn feykti bíl aftur upp á hjólin

Ökmaður sendibíls slasaðist á baki þegar bíll hans fauk út af veginum undir Hafnarfjalli um fjögurleytið í nótt. Að sögn lögreglunnar á Selfossi fór bíllinn eina eða tvær veltur út af veginum og lá hann á hliðinni þegar lögreglu bar að garði.

Rússnesku kafbátarnir komnir aftur

Rússneskir kafbátar eru aftur komnir á kreik á Norður-Atlantshafi. Norska varnarmálaráðuneytið hefur staðfest við fjölmiðla að ferðum rússneskra kafbáta undan ströndum Noregs hafi fjölgað.

Varað við umferð undir Hafnarfjalli vegna veðurofsa

Lögreglan í Borgarnesi vill vara fólk við að aka undir Hafnarfjall sökum veðurs. Mikill vindur er á svæðinu, allt að 40 metrar á sekúndu, en í nótt fór vindhraðinn á þessum slóðum í yfir 50 metra á sekúndu.

Fárviðri undir Hafnarfjalli

Vindur hefur farið yfir 40 metra á sekúndu, sem er meira en tólf vindstig og þar með fárviðri samkvæmt eldri mælingu, alveg síðan í gærkvöldi. Það var fyrst undir morgun að heldur var farið að draga úr. Lengst af nætur hefur stöðugur vindur mælst um og yfir 30 metar á sekúndu, eða ofsaveður. Samkvæmt fyrstu athugunum í morgun virðist ekki hafa orðið umtalsvert tjóin, en eitthvað af lausamunum fauk til. Mjög hvasst hefur líka verið undir Hafnarfjalli, og áður en lengra er haldið er hér viðvörun frá Vegagerðinni.

Endurgerð af Help kemur út fyrir jólin

Ein af jólamyndunum í ár verður endurbætt útgáfa af Help, Bítlamyndinni vinsælu sem frumsýnd var 1965. Að sögn framleiðenda verksins heldur litur og áferð myndarinnar sér fullkomnlega en tónlistin hefur öll verið endurblönduð. Að því verki komu bestu hljóðmennirnir í Abby Road hljóðverinu í London. Myndin er gerð frá febrúar til apríl 1965 en á því tímabili héldu Bítlarnir í tvær stórar hljómleikaferðir beggja megin Atlantshafsins og gáfu út tvö stór albúm.

Haldið sofandi í öndunarvél

Maðurinn, sem bjargað var úr hálf sokknum bíl sínum úti í Höfðabrekkutjörn, skammt austan Víkur í Mýrdal í gær, var haldið sofandi í öndunarvél í gærkvöldi.

Ferðalangarnir væntanlegir frá Kúbu

Íslenskur ferðamannahópur, sem var á heimleið frá Kúbu í gær en tafðist í Halifax í Kanada, er væntanlegur til landsins nú í morgunsárið, samkvæmt tilkynningu frá heimsferðum.

Chavez frystir öll samskipti við Kólumbíu

Chavez forseti Venesúela hefur fryst tengsli landsins við Kólumbíu. Kemur þetta í kjölfar þess að Uribe forseti Kólumbíu sagði Chavez að hætta samingum við vinstrisinnuðu uppreisnarhreyfinguna FARC. Chavez hafði áður fallist á að miðla málum þar sem FARC ætlaði að láta af hendi gísla í sta'ðinn fyrir meðlimi FARC sem nú sitja í fangelsi í Kólambíu. Chavez sagði að fyrirskipun forseta Kolimbíu hefði verið eins og hrákur í andlit hans og hann sakaði Uribe um óheilindi.

Stálu dauðri kanínu

Göturæningjar sem hrifsuðu handtösku af rúmlega fertugri konu í Ástralíu höfðu ekkert annað en dauða kanínu upp úr krafsinu. Konan stóð ásamt ungri dóttur sinni á lestarstöð í bænum Baden og var á leið með kanínuna, uppáhaldsgæludýr dótturinnar í dýrakirkjugarð. Konan segir að þessir náungar hafi sparað henni ferðina en dóttur sinni sagði hún að tveir englar hefðu komið og tekið kanínuna.

Tvísýnar kosningar í Króatíu

Króatar kusu nýtt þjóðþing í gær. Tveir flokkar hafa yfirburðastöðu, en Lýðveldisbandalag Króatíu, sem nú fer með völd í landinu, hefur örlítið forskot á sólsíaldemokrata, samkvæmt nýjustu tölum.

Friðarsvifflugan enn ógreidd í Nauthólsvík

Sviffluga sem Rudolf Schuster, talsmaður Friðarstofnunar Reykjavíkur, fékk að gjöf við komu til landsins í fyrra er enn í geymslu Svifflugsfélagsins ári síðar. Borgarstjóri afhenti sviffluguna en enginn veit hver á að borga fyrir hana.

Þrír bílar útaf í hálku á Suðurlandi

Tveir bílar fóru út af í hálku á Biskupstungnabraut við gatnamótin á Suðurlandsvegi og annar fór út af á brautinni við Laugarbakka undir Ingólfsfjalli. Þá voru tvær aftanákeyrslur á Suðurlandsvegi, önnur við litlu Kaffistofuna og hin í Svínahrauni.

Krefst vitnisburðar ljósmyndara við Díönurannsókn

Dánardómstjóri í réttarrannsókninni á dauða Díönu prinsessu hefur áfrýjað úrskurði Hæstaréttar í Bretlandi um að hann megi ekki nota skýrslur sem teknar voru af paparazzi ljósmyndurum í París við rannsóknina.

Járnplötur og jólatré á flugi í Kópavogi

Lausamunir fjúka á byggingarsvæði við Hlíðarsmára og Arnarnesveg í Kópavogi samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Járnplötur fuku af nýbyggingasvæði og ógnuðu umferð sem keyrði um Arnarnesveg. Tilkynningar bárust lögreglu frá ökumönnum. Þá fuku jólatré á sama stað.

Kerra fauk á Kjalarnesi - hávaðarok víða

Kerra fauk á hliðina í sterkri vindhviðu þegar ökumaður kom upp úr Hvalfjarðargöngunum sunnan megin nú fyrir skömmu. Þá tilkynnti sendibílstjóri lögreglu að engu hefði mátt muna að illa færi í hviðu sem skall á honum á sama stað. Fjöldi manns hefur tilkynnt lögreglu að litlu hafi munað að slys yrðu í veðrinu í vindhviðum á Kjalarnesi.

Keníska lögreglan drap þúsundir

Mannréttindasamtök halda því fram að keníska lögreglan hafi tekið allt að 8,040 manns af lífi eða pyntað til dauða í áhlaupi gegn ættbálkaklíku sem bönnuð hefur verið í landinu. Skýrsla samtakanna segir að 4,070 manns til viðbótar sé saknað eftir að öryggissveitir reyndu að þurrka Mungiki flokkinn út.

Enn strandaglópar í Halifax

Hátt í tvöhundruð farþegar á leið frá Kúbu til Íslands eru strandaglópar í Halifax í Kanada eftir stigabíll á ók utan í flugvélina þegar hún millilenti þar.

Jól án Madeleine eins og hver annar dagur

Kate og Gerry McCann hafa ekki gert nein plön fyrir jólin, þrátt fyrir fréttir af því að þau hafi keypt gjafir fyrir Madeleine. Hjónin sögðu Sky fréttastofunni að jólin yrðu eins og hver annar dagur án Madeleine og fókus þeirra sé á að finna s

Ísinn á Tjörninni ótraustur

Þrátt fyrir að ís sé farið að leggja yfir tjörnina í Reykjavík sér lögreglan ástæðu til að vara fólk við að fara út á hann.

Óráðin afstaða Sjálfstæðismanna

Sjálfstæðismenn í borgarstjórn voru afdráttarlausir í yfirlýsingum um að opinber fyrirtæki ættu ekki að standa í áhættusömum fjárfestingum áður en meirihlutinn féll fyrir hálfum öðrum mánuði - þótt borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna haldi öðru fram í dag.

Fleiri stjórnarandstöðuleiðtogar handteknir

Boris Nemtsov, stjórnarnadstöðuleiðtogi í Rússlandi og líklegur forsetaframbjóðandi á næsta ári, var handtekinn ásamt um 200 stjórnarandstæðinum í Sánkti Pétursborg í dag.

Stefnir í uppgjör

Útlit er fyrir uppgjör milli fornra fjandvina í Pakistan eftir að Nawaz Sharif, fyrrverandi forsætisráðherra, sneri heim úr átta ára útlegð í dag. Hann ætlar sér að koma Pervez Musharraf, forseta, frá völdum.

Jarðskjálfti reið yfir Sumötru á Indónesíu

Jarðskjálfti sem mældist 6,0 á Richter reið yfir strönd Sumötrueyju í Indonesíu fyrr í dag. Upptök skjálftans eru 107 km suðvestur af Mukomuko í Bengkulu um 20 km undir yfirborði jarðar. Engin flóðbylgjuviðvörun fylgdi í kjölfar skjálftans. Fyrr í dag varð jarðskjálfti á svæðinu upp á 6,2 á Richter.

Í öndunarvél á gjörgæslu eftir bílslys við Vík

Líðan mannsins sem fluttur var með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Slysadeild í Fossvogi eftir að bifreið hans hafnaði í lóni skammt frá Vík er stöðug. Maðurinn er í öndunarvél á gjörgæslu samkvæmt upplýsingum vakthafandi læknis á Landsspítalanum.

Kanna möguleika á millilandaflugi frá Ísafirði

Vestfirðingar eru að kanna möguleika á að hefja millilandaflug til og frá Ísafirði. Með slíku flugi telja þeir sig geta fengið fleiri ferðamenn vestur og aukið útflutningsmöguleika fjórðungsins. Málið er til alvarlegrar skoðunar í samgönguráðuneytinu.

Sjá næstu 50 fréttir