Fleiri fréttir Geta ekki keppt við nýsjálenska bændur vegna ólíkra aðstæðna Þótt íslenskir bændur fái hæstu styrki í heima en nýsjálenskir bændur nær enga styrki munu þeir íslensku aldrei geta keppt við starfsbræður sína á Nýja-Sjálandi, að mati hagfræðings Bændasamtaka Íslands. Íslenskir neytendur eygja þó von um verðlækkun á lambakjöti með afnámi útflutningsskyldu á næsta ári. 25.10.2007 12:57 Horfði á húsið sitt brenna „Þetta var mjög mikill eldur og ég held það sé allt ónýtt fyrir ofan mig,“ segir Aðalheiður I Sveinsdóttir Waage sem býr fyrir neðan íbúðina að Hilmisgötu 1 í Vestmannaeyjum þar sem eldur kom upp síðdegis í gær. 25.10.2007 12:30 Eyjamenn vilja stærri ferju og fleiri ferðir Róbert Marshall, aðstoðarmaður samgönguráðherra, segir að minnisblað bæjarráðs Vestmannaeyja þar sem lagðar eru fram kröfur varðandi nýja ferju, verði teknar til skoðunnar í stýrihópnum sem nú vinnur að málinu. Róbert, sem á sæti í stýrihópnum segir tillögur Vestmannaeyinga ganga heldur lengra en menn hafi hingað til gert ráð fyrir. 25.10.2007 12:21 Hrefnuveiðimenn hættir veiðum á þessu ári Hrefnuveiðibátarnir eru hættir veiðum á þessu ári þótt 23 dýr séu óveidd af kvótanum. 25.10.2007 12:15 Fleiri skjálftar í hádeginu Lítið lát virðist vera á jarðskjálftum á Suðurlandi en þrír skjálftar mældust þar nú rétt eftir klukkan tólf. Stærsti skjálftinn mældist 3 á Richter en tveir minni mældust 2.3 á Richter. Íbúi á Selfossi sem hafði samband við Vísi sagði að allt hefði leikið á reiðiskjálfi í íbúð sinni sem er á fjórðu hæð. 25.10.2007 12:13 Þjóðvegur rofnaði næstum því í Hvalfirði Minnstu munaði að þjóðvegurinn í Hvalfirði rofnaði í morgun vegna vatnavaxta og tjón hefur orðið í vatnsveðrinu Suðaustanlands að undanförnu. 25.10.2007 12:05 Pósthússtræti lokað hluta vegna framkvæmda við tónlistarhús Pósthússtræti milli Tryggvagötu og Geirsgötu verður lokað fyrir bílaumferð í einhvern tíma vegna framkvæmda við undirbúning lóðar fyrir Tónlistar- og ráðstefnuhús. 25.10.2007 11:59 Fagnar niðurstöðu Kirkjuþings Kristín Þórunn Tómasdóttir, ein þeirra sem lögðu fram tillögu á Kirkjuþingi um að prestum Þjóðkirkjunnar verði heimilt að vígja staðfesta samvist samkynheigðra, fagnar niðurstöðu Kirkjuþings í dag. Þingið samþykkti tillögu biskups sama efnis en tillaga Kristínar og félaga var dregin til baka. 25.10.2007 11:46 Óskar Bergsson fær 90 þúsund kall á fund Óskar Bergsson, húsamsíðameistari og fyrsti varaborgarfulltrúi Framsóknarflokksins fær rúmar 90 þúsund krónur fyrir hvern fund sem hann situr á vegum borgarinnar. 25.10.2007 11:44 Kona í haldi grunuð um íkveikju Kona á fertugsaldri er í haldi lögreglunnar í Vestmannaeyjum grunuð um að hafa kveikt í íbúð sinni síðdegis í gær. 25.10.2007 11:32 Rosalegt mannfall í Ríó Lögreglan í Rio de Janeiro skaut næstum sjöhundruð manns til bana á fyrstu sex mánuðum þessa árs. 25.10.2007 11:31 Söguleg þáttaskil hjá kirkjunni Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, sagði á Kirkjuþingi í morgun að söguleg þáttaskil hefðu orðið hjá kirkjunni með samþykkt tillögu um að heimila prestum að staðfesta samvist samkynhneigðra. Kirkjuþingsfulltrúar klöppuðu eftir að ljóst varð að tillaga biskups var samþykkt samhljóða. 25.10.2007 11:23 Flýta afhendingu orrustuþotna til Ísraels Bandaríkin hafa ákveðið að flýta afhendingu hinna nýju F-35 orrustuþotna til Ísraels um tvö ár til þess að tryggja landinu yfirburði yfir Íranska flugherinn. 25.10.2007 11:03 Átta jarðskjálftar undir Ingólfsfjalli í nótt Átta jarðskjálftar mældust í nótt undir Ingólfsfjalli. Stærstu skjálftarnir mældust rúmlega tveir á Richter og voru þeir á um tveggja kílómetra dýpi. Skjálftarnir fundust vel á Selfossi en þeir riðu yfir á tímabilinu frá klukkan þrjú í nótt og til hálf tíu í morgun. Að sögn Veðurstofu eru skjálftahrinur algengar á þessu svæði. 25.10.2007 11:01 Tillaga biskups um staðfesta samvist samþykkt á Kirkjuþingi Samþykkt var á Kirkjuþingi fyrir stundu að lýsa yfir stuðningi við ályktun kenningarnefndar þjóðkirkjunnar um að prestum yrði heimilt að staðfesta samvist samkynhneigðra ef þeir kysu svo og ef Alþingi breytti lögum þar að lútandi. 25.10.2007 10:58 Haukur í Héraðsdómi á mánudag Umdeildur eigendafundur í REI, þar sem samruni fyrirtækisins við Geysi Green Energy var samþykktur, verður tekinn fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag. Svandís Svavarsdóttir, borgarfulltrúi Vinstri Grænna, kærði framkvæmd hans þar sem hann var ekki boðaður með löglegum fyrirvara. Ragnar H. Hall sækir málið fyrir hennar hönd. 25.10.2007 10:13 Kate McCann er sorgmædd og einmana Tár Kate McCann sem féllu í sjónvarpsviðtali eru ekkert miðað við þá sorg sem hún hefur falið fyrir myndavélum. Þetta sagði talsmaður fjölskyldunnar eftir að kate brotnaði saman í viðtali við hana og Gerry á spánskri sjónvarpsstöð í gær. 25.10.2007 10:06 Vatn flæðir yfir veg í Hvalfirði Vegagerðin varar við því að vatn rennur yfir þjóðveg númer 47, það er Hvalfjarðarveg rétt innan við Eyri í Kjós. Fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni að verið sé að undirbúa viðgerð og eru vegfarendur beðnir að sýna aðgát. 25.10.2007 09:56 Önnur tillagan um staðfesta samvist dregin til baka á Kirkjuþingi Önnur tillagan sem lögð var fram á Kirkjuþingi og snýr að staðfestri samvist samkynhneigðra hefur verið dregin til baka. Þetta kemur fram á vef Kirkjuþings. 25.10.2007 09:11 Tvær konur á meðal tólf umsækjenda Aðeins tvær konur eru á meðal tólf umsækjenda um stöðu ráðuneytisstjóra sameinaðs ráðuneytis sjávarútvegs- og landbúnaðar. 25.10.2007 08:34 Kínverjar tregir til aðgerða gegn Búrma Erindreki Sameinuðu þjóðanna hefur lokið viðræðum sínum við Kínverja, sem miðuðu að því að fá Kína til að þrýsta á stjórnvöld í Búrma um aukið lýðræði og mannréttindi í landinu. 25.10.2007 08:31 Stærsta farþegaflugvél heims í jómfrúarferð Stærsta farþegaflugvél heimsins Airbus A380, lenti nú fyrir stundu á flugvellinum í Sidney í Ástralíu eftir sjö tíma flug frá Singapore. Þetta var fyrsta áætlunarflug vélarinnar. Það er flugfélagið Singapore Airlines sem fyrst félaga tekur vélina í sína þjónustu. 25.10.2007 08:29 Móðirin fannst látin Breska móðirinn sem hvarf í kjölfar þess að dóttir hennar féll fram af svölum á hóteli í Mæjorka á mánudag er líklegast látin. Búist er við því að spænsk lögregluyfirvöld staðfesti í dag að kona sem fannst látin í helli í gærkvöld sé í raun móðirin. 25.10.2007 08:23 Notuðu Voodoo til að ná valdi á börnum Lögreglan í Hollandi hefur upprætt glæpahring sem grunaður er um að hafa staðið að smygli á börnum frá Nígeríu til Evrópu þar sem þau voru seld í kynlífsþrælkun. 25.10.2007 08:19 Santa Ana vindurinn í rénun Santa Ana vindurinn sem haldið hefur lífi í skógareldunum í Kalíforníu og náði á tímablili styrk fellibyls, er í rénun. Þetta hafa slökkviliðsmenn nýtt sér og hafa í nótt hamast við að skvetta vatni úr flugvélum á stærstu eldana í San Bernardino fjöllunum með góðum árangri. 25.10.2007 08:06 Féll á milli skips og bryggju Maður féll á milli skips og bryggju í höfninni á Reyðarfirði í nótt. Félagi hans kallaði í talstöð skipsins eftir aðstoð, en hafði sjálfur náð að bjarga manninum upp áður en hjálp barst. 25.10.2007 08:03 Dópistum í Mosó sleppt eftir yfirheyrslur Fimm manneskjum, sem handteknar voru í heimahúsi í Mosfellsbæ snemma í gærmorgun, í annarlegu ástandi vegna fíkniefnaneyslu, var sleppt að yfirheyrslum loknum í gærkvöldi og var ekki krafist gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir neinum. 25.10.2007 07:55 Málsókn prófessora í bígerð Félag prófessora við ríkisháskóla hyggst stefna fjármálaráðuneytinu fyrir félagsdóm þar sem það hefur neitað að viðurkenna félagið sem samningsaðila í kjarasamningum fyrir prófessora. Gestur Jónsson hæstaréttarlögmaður, sem vinnur að undirbúningi málsins, segir að niðurstöðum verði skilað til félagsmanna á næstu dögum. 25.10.2007 07:00 Tíu létu lífið eftir að brotsjór gekk yfir olíuborpall Tíu létu lífið eftir að mikill brotsjór gekk yfir olíuborpall á Mexíkóflóa í dag. Allir starfsmenn borpallsins, 81 að tölu, neyddust til að flýja pallinn og fara í björgunarbáta. Björgunarsveitir hafa náð að bjarga 58 mönnum en yfir tuttugu er enn saknað. 24.10.2007 20:32 Fjórir létu lífið þegar fjölbýlishús sprakk í loft upp Að minnsta kosti fjórir létu lífið þegar fjölbýlishús í borginni Samara í Rússlandi sprakk í loft upp í dag. Önnur hlið hússins gjöreyðilagðist í sprengingunni. 24.10.2007 20:05 Tyrkir gera loftárás á fjallaþorp í Írak Tyrkneskar herþotur vörpuðu í dag sprengjum á kúrdískt fjallaþorp í norðurhluta Íraks. Nokkur mannvirki skemmdust í árásinni en engan sakaði að sögn yfirvalda í Írak. 24.10.2007 19:45 Rasmussen boðar til þingkosninga í Danmörku Þingkosningar verða í Danmörku eftir þrjár vikur - um einu og hálfu ári á undan áætlun. Sitjandi stórn óskar umboðs til að hrinda í framkvæmd breytingum á velferðar- og skattkerfi landsins 24.10.2007 19:22 Bush vill auka lýðræðisþróun á Kúbu Bush Bandaríkjaforseti lagði í dag fram fjölmargar tillögur sem snúa að því að auka lýðræði á Kúbu. Vill forsetinn meðal annars auka stuðning við lýðræðisleg öfl á Kúbu og opna fyrir hvers konar góðgerðarstarfsemi þar í landi. 24.10.2007 19:16 Vilja auka umhverfisvitund Frakka Frestun vegaframkvæmda og lagningu nýrra flugvalla er meðal þess sem lagt er til í skýrslu starfshóps um stefnumótun í frönskum umhverfismálum sem Nicolas Sarkozy, forset Frakklands, skipaði. Þá er ennfremur lagt til að settur verður skattur á þungabifreiðar og að óumhverfisvænir bílar verði merktir sérstaklega. 24.10.2007 18:36 Mikill eldur var í húsi við Hilmisgötu Vel gekk að slökkva eld sem kviknaði í þriggja hæða húsi við Hilmisgötu í Vestmannaeyjum á fimmta tímanum. 24.10.2007 17:46 Tékkar ævareiðir út í Bandaríkjamenn Ráðamenn í Tékklandi eru ævareiðir út í bandarísk stjórnvöld eftir að þau veltu upp þeim möguleika að rússneskir hermenn gætu fengið aðstöðu á tékkneskri grund. Málið kom upp í tengslum við umræðuna um uppsetningu ratsjárstöðvar í Tékklandi vegna eldflaugavarnakerfis Bandaríkjamanna. 24.10.2007 17:31 Tveir féllu í átökum í Palestínu Tveir Palestínumenn féllu þegar til átaka kom milli þeirra og ísraelskra hermanna á Gaza svæðinu í morgun. Talsmenn ísraelska hersins segja að mennirnir hafi verið skotnir eftir að þeir skutu þremur flugskeytum í átt að Ísrael. 24.10.2007 17:07 MK hlýtur viðurkenningu Jafnréttisráðs Menntaskólinn í Kópavogi hlaut í dag jafnréttisviðurkenninguna fyrir árið 2007. Hún var afhent við hátíðlega athöfn á Nordica-hóteli í dag. 24.10.2007 17:05 Segja skógeyðingu blasa við á Hólmsheiði Stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur leggst alfarið gegn fyrirhuguðum byggingarframkvæmdum á Hólmsheiði og skorar á borgarstjórn Reykjavíkur að endurskoða aðalskipulag borgarinnar með það fyrir augum að finna aðrar lausnir en að ganga á verðmæt útivistarsvæði. Þetta kemur fram í umsögn félagsins um tillögu að nýju deiliskipulagi á Hólmsheiði. 24.10.2007 16:43 Stöð 2 fær átta tilnefningar til Eddunnar Átta tilnefningar til Edduverðlaunanna 2007 tengjast Stöð 2. Fréttaskýringarþátturinn Kompás er tilnefndur í flokknum Frétta- og/eða viðtalsþáttur ársins. Kompás hlaut verðlaunin í fyrra. Gamanþáttaröðin Næturvaktin fær tilnefningu fyrir leikið sjónvarpsefni og handrit. Pétur Jóhann Sigfússon fær einnig tilnefningu fyrir hlutverk sitt í þáttunum. 24.10.2007 16:32 Velferðarráð varar við áfengisfrumvarpi Velferðarráð Reykjavíkurborgar ályktaði í dag um áfengisfrumvarpið sem nú er til meðferðar á Alþingi. Ráðið varar við frumvarpinu segir rannsóknir sýni að þegar aðgegni að áfengi er aukið aukist neysla. 24.10.2007 16:31 Iceland Express býður flugfar á tæpar 6.000 kr. Frá og með hádegi á morgun og fram á mánudag getur fólk bókað flug utan með Iceland Express á 5.890 kr. og eru skattar og gjöld innifalin í þessu verði. Um takmarkaðann sætafjölda verður að ræða. 24.10.2007 16:27 Kínversku könnunargeimfari skotið á loft Kínverjar skutu í morgun á loft geimkönnunarfarinu Change'e 1 en því er ætlað að rannsaka landslag og þykkt jarðefna á tunglinu. Farinu var skotið á loft frá Xichang geimferðarmiðstöðinni í suðvesturhluta Kína. 24.10.2007 16:22 Ferja sigli átta sinnum á sólarhring milli Eyja og lands á sumrin Bæjarráð Vestmannaeyja gerir kröfu um að ferja sem sigla á milli Eyja og Bakkafjöru sigli sex sinnum á sólarhring á veturna og átta sinnum á sumrin og að far- og farmgjöld taki mið að því að um þjóðveg sé að ræða. Bæjarráðið fundaði í dag þar sem rætt var útboð á slíkri ferju. 24.10.2007 16:11 Opna aftur flotastöð við Suðurskautslandið Yfirvöld í Chile í Suður Ameríku hafa ákveðið að taka aftur í notkun flotastöð við Suðurskautslandið en stöðinni var lokað fyrir fimm árum. Vilja Chilebúar með þessu tryggja hagsmuni sína á svæðinu. 24.10.2007 16:06 Sjá næstu 50 fréttir
Geta ekki keppt við nýsjálenska bændur vegna ólíkra aðstæðna Þótt íslenskir bændur fái hæstu styrki í heima en nýsjálenskir bændur nær enga styrki munu þeir íslensku aldrei geta keppt við starfsbræður sína á Nýja-Sjálandi, að mati hagfræðings Bændasamtaka Íslands. Íslenskir neytendur eygja þó von um verðlækkun á lambakjöti með afnámi útflutningsskyldu á næsta ári. 25.10.2007 12:57
Horfði á húsið sitt brenna „Þetta var mjög mikill eldur og ég held það sé allt ónýtt fyrir ofan mig,“ segir Aðalheiður I Sveinsdóttir Waage sem býr fyrir neðan íbúðina að Hilmisgötu 1 í Vestmannaeyjum þar sem eldur kom upp síðdegis í gær. 25.10.2007 12:30
Eyjamenn vilja stærri ferju og fleiri ferðir Róbert Marshall, aðstoðarmaður samgönguráðherra, segir að minnisblað bæjarráðs Vestmannaeyja þar sem lagðar eru fram kröfur varðandi nýja ferju, verði teknar til skoðunnar í stýrihópnum sem nú vinnur að málinu. Róbert, sem á sæti í stýrihópnum segir tillögur Vestmannaeyinga ganga heldur lengra en menn hafi hingað til gert ráð fyrir. 25.10.2007 12:21
Hrefnuveiðimenn hættir veiðum á þessu ári Hrefnuveiðibátarnir eru hættir veiðum á þessu ári þótt 23 dýr séu óveidd af kvótanum. 25.10.2007 12:15
Fleiri skjálftar í hádeginu Lítið lát virðist vera á jarðskjálftum á Suðurlandi en þrír skjálftar mældust þar nú rétt eftir klukkan tólf. Stærsti skjálftinn mældist 3 á Richter en tveir minni mældust 2.3 á Richter. Íbúi á Selfossi sem hafði samband við Vísi sagði að allt hefði leikið á reiðiskjálfi í íbúð sinni sem er á fjórðu hæð. 25.10.2007 12:13
Þjóðvegur rofnaði næstum því í Hvalfirði Minnstu munaði að þjóðvegurinn í Hvalfirði rofnaði í morgun vegna vatnavaxta og tjón hefur orðið í vatnsveðrinu Suðaustanlands að undanförnu. 25.10.2007 12:05
Pósthússtræti lokað hluta vegna framkvæmda við tónlistarhús Pósthússtræti milli Tryggvagötu og Geirsgötu verður lokað fyrir bílaumferð í einhvern tíma vegna framkvæmda við undirbúning lóðar fyrir Tónlistar- og ráðstefnuhús. 25.10.2007 11:59
Fagnar niðurstöðu Kirkjuþings Kristín Þórunn Tómasdóttir, ein þeirra sem lögðu fram tillögu á Kirkjuþingi um að prestum Þjóðkirkjunnar verði heimilt að vígja staðfesta samvist samkynheigðra, fagnar niðurstöðu Kirkjuþings í dag. Þingið samþykkti tillögu biskups sama efnis en tillaga Kristínar og félaga var dregin til baka. 25.10.2007 11:46
Óskar Bergsson fær 90 þúsund kall á fund Óskar Bergsson, húsamsíðameistari og fyrsti varaborgarfulltrúi Framsóknarflokksins fær rúmar 90 þúsund krónur fyrir hvern fund sem hann situr á vegum borgarinnar. 25.10.2007 11:44
Kona í haldi grunuð um íkveikju Kona á fertugsaldri er í haldi lögreglunnar í Vestmannaeyjum grunuð um að hafa kveikt í íbúð sinni síðdegis í gær. 25.10.2007 11:32
Rosalegt mannfall í Ríó Lögreglan í Rio de Janeiro skaut næstum sjöhundruð manns til bana á fyrstu sex mánuðum þessa árs. 25.10.2007 11:31
Söguleg þáttaskil hjá kirkjunni Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, sagði á Kirkjuþingi í morgun að söguleg þáttaskil hefðu orðið hjá kirkjunni með samþykkt tillögu um að heimila prestum að staðfesta samvist samkynhneigðra. Kirkjuþingsfulltrúar klöppuðu eftir að ljóst varð að tillaga biskups var samþykkt samhljóða. 25.10.2007 11:23
Flýta afhendingu orrustuþotna til Ísraels Bandaríkin hafa ákveðið að flýta afhendingu hinna nýju F-35 orrustuþotna til Ísraels um tvö ár til þess að tryggja landinu yfirburði yfir Íranska flugherinn. 25.10.2007 11:03
Átta jarðskjálftar undir Ingólfsfjalli í nótt Átta jarðskjálftar mældust í nótt undir Ingólfsfjalli. Stærstu skjálftarnir mældust rúmlega tveir á Richter og voru þeir á um tveggja kílómetra dýpi. Skjálftarnir fundust vel á Selfossi en þeir riðu yfir á tímabilinu frá klukkan þrjú í nótt og til hálf tíu í morgun. Að sögn Veðurstofu eru skjálftahrinur algengar á þessu svæði. 25.10.2007 11:01
Tillaga biskups um staðfesta samvist samþykkt á Kirkjuþingi Samþykkt var á Kirkjuþingi fyrir stundu að lýsa yfir stuðningi við ályktun kenningarnefndar þjóðkirkjunnar um að prestum yrði heimilt að staðfesta samvist samkynhneigðra ef þeir kysu svo og ef Alþingi breytti lögum þar að lútandi. 25.10.2007 10:58
Haukur í Héraðsdómi á mánudag Umdeildur eigendafundur í REI, þar sem samruni fyrirtækisins við Geysi Green Energy var samþykktur, verður tekinn fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag. Svandís Svavarsdóttir, borgarfulltrúi Vinstri Grænna, kærði framkvæmd hans þar sem hann var ekki boðaður með löglegum fyrirvara. Ragnar H. Hall sækir málið fyrir hennar hönd. 25.10.2007 10:13
Kate McCann er sorgmædd og einmana Tár Kate McCann sem féllu í sjónvarpsviðtali eru ekkert miðað við þá sorg sem hún hefur falið fyrir myndavélum. Þetta sagði talsmaður fjölskyldunnar eftir að kate brotnaði saman í viðtali við hana og Gerry á spánskri sjónvarpsstöð í gær. 25.10.2007 10:06
Vatn flæðir yfir veg í Hvalfirði Vegagerðin varar við því að vatn rennur yfir þjóðveg númer 47, það er Hvalfjarðarveg rétt innan við Eyri í Kjós. Fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni að verið sé að undirbúa viðgerð og eru vegfarendur beðnir að sýna aðgát. 25.10.2007 09:56
Önnur tillagan um staðfesta samvist dregin til baka á Kirkjuþingi Önnur tillagan sem lögð var fram á Kirkjuþingi og snýr að staðfestri samvist samkynhneigðra hefur verið dregin til baka. Þetta kemur fram á vef Kirkjuþings. 25.10.2007 09:11
Tvær konur á meðal tólf umsækjenda Aðeins tvær konur eru á meðal tólf umsækjenda um stöðu ráðuneytisstjóra sameinaðs ráðuneytis sjávarútvegs- og landbúnaðar. 25.10.2007 08:34
Kínverjar tregir til aðgerða gegn Búrma Erindreki Sameinuðu þjóðanna hefur lokið viðræðum sínum við Kínverja, sem miðuðu að því að fá Kína til að þrýsta á stjórnvöld í Búrma um aukið lýðræði og mannréttindi í landinu. 25.10.2007 08:31
Stærsta farþegaflugvél heims í jómfrúarferð Stærsta farþegaflugvél heimsins Airbus A380, lenti nú fyrir stundu á flugvellinum í Sidney í Ástralíu eftir sjö tíma flug frá Singapore. Þetta var fyrsta áætlunarflug vélarinnar. Það er flugfélagið Singapore Airlines sem fyrst félaga tekur vélina í sína þjónustu. 25.10.2007 08:29
Móðirin fannst látin Breska móðirinn sem hvarf í kjölfar þess að dóttir hennar féll fram af svölum á hóteli í Mæjorka á mánudag er líklegast látin. Búist er við því að spænsk lögregluyfirvöld staðfesti í dag að kona sem fannst látin í helli í gærkvöld sé í raun móðirin. 25.10.2007 08:23
Notuðu Voodoo til að ná valdi á börnum Lögreglan í Hollandi hefur upprætt glæpahring sem grunaður er um að hafa staðið að smygli á börnum frá Nígeríu til Evrópu þar sem þau voru seld í kynlífsþrælkun. 25.10.2007 08:19
Santa Ana vindurinn í rénun Santa Ana vindurinn sem haldið hefur lífi í skógareldunum í Kalíforníu og náði á tímablili styrk fellibyls, er í rénun. Þetta hafa slökkviliðsmenn nýtt sér og hafa í nótt hamast við að skvetta vatni úr flugvélum á stærstu eldana í San Bernardino fjöllunum með góðum árangri. 25.10.2007 08:06
Féll á milli skips og bryggju Maður féll á milli skips og bryggju í höfninni á Reyðarfirði í nótt. Félagi hans kallaði í talstöð skipsins eftir aðstoð, en hafði sjálfur náð að bjarga manninum upp áður en hjálp barst. 25.10.2007 08:03
Dópistum í Mosó sleppt eftir yfirheyrslur Fimm manneskjum, sem handteknar voru í heimahúsi í Mosfellsbæ snemma í gærmorgun, í annarlegu ástandi vegna fíkniefnaneyslu, var sleppt að yfirheyrslum loknum í gærkvöldi og var ekki krafist gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir neinum. 25.10.2007 07:55
Málsókn prófessora í bígerð Félag prófessora við ríkisháskóla hyggst stefna fjármálaráðuneytinu fyrir félagsdóm þar sem það hefur neitað að viðurkenna félagið sem samningsaðila í kjarasamningum fyrir prófessora. Gestur Jónsson hæstaréttarlögmaður, sem vinnur að undirbúningi málsins, segir að niðurstöðum verði skilað til félagsmanna á næstu dögum. 25.10.2007 07:00
Tíu létu lífið eftir að brotsjór gekk yfir olíuborpall Tíu létu lífið eftir að mikill brotsjór gekk yfir olíuborpall á Mexíkóflóa í dag. Allir starfsmenn borpallsins, 81 að tölu, neyddust til að flýja pallinn og fara í björgunarbáta. Björgunarsveitir hafa náð að bjarga 58 mönnum en yfir tuttugu er enn saknað. 24.10.2007 20:32
Fjórir létu lífið þegar fjölbýlishús sprakk í loft upp Að minnsta kosti fjórir létu lífið þegar fjölbýlishús í borginni Samara í Rússlandi sprakk í loft upp í dag. Önnur hlið hússins gjöreyðilagðist í sprengingunni. 24.10.2007 20:05
Tyrkir gera loftárás á fjallaþorp í Írak Tyrkneskar herþotur vörpuðu í dag sprengjum á kúrdískt fjallaþorp í norðurhluta Íraks. Nokkur mannvirki skemmdust í árásinni en engan sakaði að sögn yfirvalda í Írak. 24.10.2007 19:45
Rasmussen boðar til þingkosninga í Danmörku Þingkosningar verða í Danmörku eftir þrjár vikur - um einu og hálfu ári á undan áætlun. Sitjandi stórn óskar umboðs til að hrinda í framkvæmd breytingum á velferðar- og skattkerfi landsins 24.10.2007 19:22
Bush vill auka lýðræðisþróun á Kúbu Bush Bandaríkjaforseti lagði í dag fram fjölmargar tillögur sem snúa að því að auka lýðræði á Kúbu. Vill forsetinn meðal annars auka stuðning við lýðræðisleg öfl á Kúbu og opna fyrir hvers konar góðgerðarstarfsemi þar í landi. 24.10.2007 19:16
Vilja auka umhverfisvitund Frakka Frestun vegaframkvæmda og lagningu nýrra flugvalla er meðal þess sem lagt er til í skýrslu starfshóps um stefnumótun í frönskum umhverfismálum sem Nicolas Sarkozy, forset Frakklands, skipaði. Þá er ennfremur lagt til að settur verður skattur á þungabifreiðar og að óumhverfisvænir bílar verði merktir sérstaklega. 24.10.2007 18:36
Mikill eldur var í húsi við Hilmisgötu Vel gekk að slökkva eld sem kviknaði í þriggja hæða húsi við Hilmisgötu í Vestmannaeyjum á fimmta tímanum. 24.10.2007 17:46
Tékkar ævareiðir út í Bandaríkjamenn Ráðamenn í Tékklandi eru ævareiðir út í bandarísk stjórnvöld eftir að þau veltu upp þeim möguleika að rússneskir hermenn gætu fengið aðstöðu á tékkneskri grund. Málið kom upp í tengslum við umræðuna um uppsetningu ratsjárstöðvar í Tékklandi vegna eldflaugavarnakerfis Bandaríkjamanna. 24.10.2007 17:31
Tveir féllu í átökum í Palestínu Tveir Palestínumenn féllu þegar til átaka kom milli þeirra og ísraelskra hermanna á Gaza svæðinu í morgun. Talsmenn ísraelska hersins segja að mennirnir hafi verið skotnir eftir að þeir skutu þremur flugskeytum í átt að Ísrael. 24.10.2007 17:07
MK hlýtur viðurkenningu Jafnréttisráðs Menntaskólinn í Kópavogi hlaut í dag jafnréttisviðurkenninguna fyrir árið 2007. Hún var afhent við hátíðlega athöfn á Nordica-hóteli í dag. 24.10.2007 17:05
Segja skógeyðingu blasa við á Hólmsheiði Stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur leggst alfarið gegn fyrirhuguðum byggingarframkvæmdum á Hólmsheiði og skorar á borgarstjórn Reykjavíkur að endurskoða aðalskipulag borgarinnar með það fyrir augum að finna aðrar lausnir en að ganga á verðmæt útivistarsvæði. Þetta kemur fram í umsögn félagsins um tillögu að nýju deiliskipulagi á Hólmsheiði. 24.10.2007 16:43
Stöð 2 fær átta tilnefningar til Eddunnar Átta tilnefningar til Edduverðlaunanna 2007 tengjast Stöð 2. Fréttaskýringarþátturinn Kompás er tilnefndur í flokknum Frétta- og/eða viðtalsþáttur ársins. Kompás hlaut verðlaunin í fyrra. Gamanþáttaröðin Næturvaktin fær tilnefningu fyrir leikið sjónvarpsefni og handrit. Pétur Jóhann Sigfússon fær einnig tilnefningu fyrir hlutverk sitt í þáttunum. 24.10.2007 16:32
Velferðarráð varar við áfengisfrumvarpi Velferðarráð Reykjavíkurborgar ályktaði í dag um áfengisfrumvarpið sem nú er til meðferðar á Alþingi. Ráðið varar við frumvarpinu segir rannsóknir sýni að þegar aðgegni að áfengi er aukið aukist neysla. 24.10.2007 16:31
Iceland Express býður flugfar á tæpar 6.000 kr. Frá og með hádegi á morgun og fram á mánudag getur fólk bókað flug utan með Iceland Express á 5.890 kr. og eru skattar og gjöld innifalin í þessu verði. Um takmarkaðann sætafjölda verður að ræða. 24.10.2007 16:27
Kínversku könnunargeimfari skotið á loft Kínverjar skutu í morgun á loft geimkönnunarfarinu Change'e 1 en því er ætlað að rannsaka landslag og þykkt jarðefna á tunglinu. Farinu var skotið á loft frá Xichang geimferðarmiðstöðinni í suðvesturhluta Kína. 24.10.2007 16:22
Ferja sigli átta sinnum á sólarhring milli Eyja og lands á sumrin Bæjarráð Vestmannaeyja gerir kröfu um að ferja sem sigla á milli Eyja og Bakkafjöru sigli sex sinnum á sólarhring á veturna og átta sinnum á sumrin og að far- og farmgjöld taki mið að því að um þjóðveg sé að ræða. Bæjarráðið fundaði í dag þar sem rætt var útboð á slíkri ferju. 24.10.2007 16:11
Opna aftur flotastöð við Suðurskautslandið Yfirvöld í Chile í Suður Ameríku hafa ákveðið að taka aftur í notkun flotastöð við Suðurskautslandið en stöðinni var lokað fyrir fimm árum. Vilja Chilebúar með þessu tryggja hagsmuni sína á svæðinu. 24.10.2007 16:06