Fleiri fréttir

Huga betur að upplýsingamiðlun á farsóttartímum

Huga þarf betur að upplýsingamiðlun til almennings á farsóttartímum hér á landi að mati fulltrúa frá Sóttvarnastofnun Evrópusambandsins. Þeir voru hér á ferð í vikunni og tóku út viðbúnað Íslendinga við hugsanlegum fuglaflensufaraldri.

Mikil viðurkenning fyrir náttúruvernd

Ákvörðun verðlaunanefndar norska Stórþingsins um að veita Al Gore friðarverðlaun Nóbels staðfestir að loftlagsbreytingar eru eitt stærsta mál samtímans að mati formanns Náttúruverndarsamtaka Íslands. Hann segir um nýja tegund friðarhugsunar að ræða.

Putin varar Bandaríkin við eldflaugakerfi

Vladimir Putin forseti Rússlands segist ekki styðja áform Bandaríkjamanna um eldflaugavarnarkerfi í Evrópu. Með því yrðu möguleikar Rússa til að bregðast við hernaðaruppbyggingu í nágrannalöndum sínum í Evrópu að engu. Putin lýsti þessu yfir við upphaf fundar með Condoleezzu Rice utanríkisráherra Bandaríkjanna og Robert Gates varnarmálaráðherra.

REI fær öll erlend verkefni OR í 20 ár

Daginn áður en samþykkt var að sameina REI og Geysir Green Energy skrifaði forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, Hjörleifur Kvaran, undir samkomulag við Bjarna Ármannsson og Guðmund Þóroddsson, stjórnarformann og forstjóra REI, þess efnis að öll útrásarverkefni Orkuveitunnar næstu 20 árin renni til REI. Samningurinn er óuppsegjanlegur, jafnvel þótt að REI lendi að fullu í höndum erlendra eigenda.

Fyrirtaka í máli Harðar Torfa

Í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag verður tekið fyrir skaðabótamál sem söngvaskáldið Hörður Torfason hefur höfðað gegn Þjóðleikhúsinu. Vísir hefur áður greint frá málinu en það snýst um meinta vanefndir Þjóðleikhússins á munnlegum samning sem það gerði við Hörð í fyrra.

UVG: Björn Ingi geri hreint fyrir sínum dyrum í orkumálum

Ung vinstri - græn bæði á landsvísu og í Reykjavík segja eina af forsendum nýs samstarfs um nýjan meirihluta í borgarstjórn að Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, geri hreint fyrir sínum dyrum í orkumálum og það sem allra fyrst.

Sjö létust í flugslysi í Kólumbíu

Sjö létust þegar lítil flugvél brotlenti í Bogota höfuðborg Kólumbíu í gærkvöldi, nokkrum mínútum eftir flugtak frá El Dorado flugvellinum. Fimm manns voru um borð í vélinni sem var af gerðinni King 200. Tveir létust á heimilum sínum á jörðu niðri en vélin skemmdi nokkur hús þegar hún hrapaði niður á íbúðahverfi.

Spáir hjónaböndum við vélmenni

Breskum vísindamanni hefur verið veitt doktorsgráða fyrir ritgerð sem spáir hjónaböndum milli vélmenna og manna í framtíðinni. Það var háskólinn í Maastricht í Hollandi sem veitti David Levy PhD gráðuna fyrir lokaritgerð sem bar heitið "Intimate Relationships with Artificial Partners," eða náin sambönd við tilbúna félaga.

Móðgaði Chavez og fær ekki að syngja

Hinum vinsæla spænska söngvara Alejandro Sanz hefur verið meinað að halda tónleika á leikvangi í Caracas vegna ummæla sem hann lét falla um Hugo Chavez forseta Venesúela.

Madonna með 7 milljarða kr. samning

Madonna mun á næstunni undirrita risasaming upp á rúma 7 milljarða króna við tónleikafyrirtækið Live Nation. Samhliða mun hún hætta samstarfi sínu við plötuútgáfuna Warner Music Group

Toppfundur í Moskvu

Condolezza Rice utanríkisráðherra og Robert Gates varnarmálaráðherra Bandaríkjanna eru nú í Moskvu þar sem þeir munu hitta rússneska samráðherra sína á fundi síðar í dag.

SAS enn í vandræðum með Dash-vélarnar

SAS-flugfélagið hefur enn ekki bitið úr nálinni hvað erfiðleika með Dash-vélar félagsins varðar. Það verður æ erfiðara fyrir SAS að sannfæra farþega sína um að óhætt sé að ferðast með þessum vélum.

15 ára á bar

Á opinberu pöbbarölti Akureyrarlögreglunnar í gærkvöldi fundu lögreglumenn 15 ára pilt á bar og á öðrum bar var 17 ára barþjónn að störfum, en 18 ára aldurstakmark er á slíkum stöðum, bæði fyrir starfsmenn og gesti.

Önnur eldsprengjuárás í Albertslund

Önnur árás með Molotov-kokteilum, eða eldsprengjum, var gerð á lögreglustöðina í Albertslund, einu úthverfa Kaupmannahafnar í nótt. Að þessu sinni munaði mjóu að allt færi í bál og brand því ein eldsprengjan braut ytra byrði á rúðu að skrifstofu varðstjórans.

Norski sendiherrann í þyrluflugi

Norski sendiherrann á Íslandi, Margit Tveiten, heimsótti í dag Landhelgisgæsluna. Með henni í för var Thomas Ball sendiráðsritari. Sendiherrann kynnti sér víðtæka starfsemi Landhelgisgæslunnar, í tengslum við vaxandi samstarf Landhelgisgæslunnar og norsku strandgæslunnar, Kystvakten.

15 konur og börn féllu í loftárás í Írak

Loftárás Bandaríkjahers norður af Bagdad varð 15 konum og börnum að bana auk þess sem 19 uppreisnarmenn féllu í árásinni. Talsmenn hersins sögðu frá þessu í dag en árásinni var beint að mönnum sem grunaðir voru um að leiða starf Al Kaída í landinu.

Farmur féll af flutningabíl á fólksbíl

Farmur féll af flutningabíl og á fólksbíl sem keyrði fyrir aftan hann á gatnamótum Miklubrautar og Grensásvegar um fimmleytið í dag. Engin slys urðu á fólki en mikið umferðaröngþveiti skapaðist við óhappið.

Rónar gerðu aðsúg að nýjum meirihluta

Reykvíkingar virðast misjafnlega sáttir við nýjan meirihluta í borgarstjórn. Þegar blaðamannafundi nýja meirihlutans var um það bil að ljúka fyrir framan Ráðhúsið í Reykjavík komu þar nokkrir ölvaðir menn.

Saga skammlífs meirihluta

Þetta er í fyrsta sinn í sögu borgarstjórnar Reykjavíkur sem meirihlutasamstarfi er slitið áður en kjörtímabil er úti. Litlu munaði þó að slíkt gerðist á stríðsárunum þegar Árni Jónsson frá Múla yfirgaf Sjálfstæðisflokkinn en meirihluti hans hélt þó velli út tímabilið með stuðningi kommúnista, samkvæmt upplýsingum Guðjóns Friðrikssonar sagnfræðings. Borgarstjórnarmeirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks nú lifði í sextán mánuði.

Björn Ingi kom fram af óheilindum

Gísli Marteinn Baldursson, formaður borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, segir Björn Inga Hrafnsson hafa komið fram af óheilindum og að borgarstjórnarflokkurinn sé honum sár og reiður fyrir að rjúfa samstarfið við meirihlutanna.

Dapurleg og vond tíðindi fyrir Reykjavík

„Þetta eru dapurleg og vond tíðindi fyrir Reykjavík," sagði Geir H. Haarde í samtali við Ríkissjónvarpið um þau tíðindi að Björn Ingi Hrafnsson hefði slitið samstarfi við sjálfstæðismenn í borginni og myndað meirihluta með Samfylkingunn, Vinstri - grænum og Frjálslyndum og óháðum.

Vilhjálmur fær meiri tíma til að spila golf

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins héldu sameiginlegan blaðamannafund nú síðdegis. Að loknum stuttum ræðum Vilhjálms, fyrrverandi borgarstjóra, Gísla Marteins Baldurssonar og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur svöruðu borgarfulltrúarnir spurningum fjölmiðla. Fyrsta spurningin snérist um framtíð Vilhjálms.

Vilhjálmur ætlar að sitja áfram í borgarstjórn

Vilhjálmur Vilhjálmsson, fráfarandi borgarstjóri, lýsti því yfir á blaðamannafundi á heimili sínu að hann hygðist ekki hætta í borgarstjórn þrátt fyrir samstarfslit við Framsókn.

Ný borgarstjórafrú stolt af Degi

"Ég er ákaflega ánægð fyrir hans hönd," segir Arna Dögg Einarsdóttir eiginkona nýs Borgarstjóra Reykjavíkur, Dags B. Eggertssonar um tíðindi dagsins. Arna var rétt búinn að ná sér eftir fréttirnar þegar Vísir náði af henni tali en sagði það gleðilegt að Dagur hefði ásamt nýjum samherjum sínum náð saman.

Dagur: Félagshyggjustjórn um almannahagsmuni

Dagur B. Eggertsson sagði á nýafstöðnum blaðamannafundi að nýr meirihluti sé félagshyggjustjórn sem sé meðal annars stofnuð um almannahagsmuni í orkumálu og um lýðræðisleg vinnubrögð.

Lét græða eyra á handlegginn

Ástralskur listamaður sem hefur látið græða eyra á framhandlegg sinn í nafni listarinnar hefur vakið upp deilur. Stelios Arcadiou er fæddur á gríska hluta Kýpur og er 61 árs. Hann segir auka eyrað gert úr brjóski og mótað á rannsóknarstofu. Það er eftirmynd af venjulegu eyra. Skurðlæknar settu spurningamerki við hvort slík aðgerð ætti rétt á sér vegna þess að ekki hafi verið læknisfræðileg þörf á henni.

Þrír látnir í sprengingu á Indlandi

Að minnsta kosti þrír eru látnir og 20 slasaðir eftir sprengju við mosku í Rajasthan héraði á Indlandi. Sprengjan sprakk fyrir utan Dargah Sharif helgiskrínið í Amjer borg rétt eftir að daglegt hlé var gert á föstu Ramadan mánaðar sem senn er á enda. Að minnsta kosti 500 manns voru inni í helgidómnum þegar sprengjan sprakk samkvæmt heimildum CNN.

Svona sneri Björn Ingi á sjálfstæðismenn

Atburðarásin í borgarpólitíkinni síðastliðna daga hefur verið hröð. Margir sjálfstæðismenn voru furðu slegnir þegar Björni Ingi Hrafnsson, oddviti Framsóknarflokksins, lýsti því yfir á fundi með borgarstjóra í dag að hann hygðist slíta meirihlutasamstarfinu. Tæpum 16 klukkustundum fyrr höfðu þeir sammælst um að halda áfram samstarfinu þrátt fyrir ágreining.

Blaðamannafundur Vilhjálms í beinni

Sýnt verður beint frá blaðamannafundi Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar á Stöð 2 og Vísi klukkan 17:15. Fundurinn fer fram á heimili borgarstjórans fyrrverandi að Ljárskógum í Breiðholti.

1650 manns bíða eftir félagslegu húsnæði

1650 manns bíða eftir félagslegu leiguhúsnæði hjá sveitarfélögunum og Öryrkjabandalaginu samkvæmt skýrslu sem Rannsóknarstöð þjóðmála við félagsvísindanefnd Háskóla Íslands vann fyrir nefnd á vegum félagsmálaráðherra.

Sjálfstæðismenn hneykslaðir á vinnubrögðum Björns Inga

Sjálfstæðismenn eru furðu slegnir og hneykslaðir yfir vinnubrögðum Björns Inga Hrafnssonar, oddvita Framsóknarflokksins, að sögn Jóns Kristins Snæhólms, aðstoðarmanns borgarstjóra. Hann segir ákvörðun Björns Inga um að slíta meirihlutasamstarfinu hafa komið sjálfstæðismönnum í opna skjöldu.

Blaðamannafundur nýs meirihluta í beinni

Nú er um það bil að hefjast blaðamannafundur á Ráðhússtéttinni þar sem tilkynnt verður um myndun nýs meirihluta í borginni. Sýnt var beint frá fundinum hér á Vísi og sömuleiðis á Stöð 2.

Skipting embætta liggur fyrir

Boðað verður til blaðamannafundar klukkan 16:30 á Ráðhússtéttinni við Iðnó til þess að tilkynna um meirihlutasamstarf gömlu R-listaflokkanna, Framsóknarflokksins, Vinstri - grænna og Samfylkingarinnar ásamt Frjálsynda flokknum í borgarstjórn Reykjavíkur.

3125 hraðabrot mynduð í Hvalfjarðarsveit

Stafrænu hraðamyndavélarnar tvær í Hvalfjarðarsveit hafa myndað 3.152 hraðabrot síðan þær voru settar upp í byrjun júlí, eða rúmlega 1000 hraðabrot á mánuði. Heildarsektir vegna þessara brota nema 55 milljónum króna. Gefinn er afsláttur ef sekt er greidd innan 30 daga, þannig að heildargreiðslur eru lægri sem nemur afslættinum.

Kviðdómur sér myndir af dauða Díönu

Ljósmyndir paparazzi ljósmyndara af Díönu prinsessu deyjandi í bílflaki voru lagðar fyrir kviðdóm réttarransóknarinnar yfir láti hennar í dag. Myndirnar voru að hluta ruglaðar en hár prinsessunnar og hliðarsvipur sáust.

Eins árs fangelsi fyrir ölvunarakstur

Karlmaður var í dag dæmdur í eins árs fangelsi í Árósum í Danmörku fyrir ítrekaðan ölvunarakstur. Um er að ræða einn þyngsta dóm sem fallið hefur í landinu fyrir brot sem þetta.

Gerry segist líffræðilegur faðir Madeleine

Það á ekki af foreldrum Madeleine McCann að ganga. Nú hefur Gerry McCann séð sig knúinn til að staðhæfa að hann sé líffræðilegur faðir stúlkunnar eftir getgátur í portúgölskum fjölmiðlum. Gerry sem er hjartasérfræðingur sendi frá sér yfirlýsingu vegna greinar í dagblaðinu 24 Horas.

Guðfinna vildi ekki vara við sköpunarhyggju

Á fundi Evrópuráðs þingmanna í síðustu viku greiddi Guðfinna Bjarnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, atkvæði gegn ályktun sem varaði við því að sköpunarsagan, eins og hún birtist í biblíunni, væri kennd sem vísindaleg staðreynd.

Forseti Armeníu fagnar ályktun Bandaríkjaþings

Forseti Armeníu fagnar ályktun Bandaríkjaþings um að skilgreina fjöldamorð Ottoman Tyrkja á Armenum sem þjóðarrmorð. Allt að ein og hálf milljón Armana voru drepnir í morðunum sem fræðimenn skilgreina sem fyrstu þjóðarmorð tuttugustu aldarinnar. Tyrkir hafa neitað að morðin hafi jafnast á við þjóðarmorð og segja fjölda látinna ýktan.

Lítið atvinnuleysi í september

Skráð atvinnuleysi í septembermánuði var 0,8 prósent samkvæmt samantekt Vinnumálastofnunar. Að meðaltali voru um 1.336 manns án atvinnu í síðasta mánuði og fækkaði um 140 frá ágúst. Fleiri konur voru án atvinnu en karlar.

Sjá næstu 50 fréttir