Fleiri fréttir Aulanóbel fyrir rannsóknir á sverðagleypum Ig Nobels- eða Aulanóbelsverðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í gærkvöldi. Meðal verðlaunahafa var breskur maður sem fékk Nóbelinn fyrir þá uppgvötun sína að sverðagleypar geti þjást af alvarlegum hliðaráhrifum ef þeir eru truflaðir við iðju sína. 5.10.2007 10:21 Misstu óvart sprengju á Skotland Flugmenn breska konunglega flughersins misstu óvart æfingasprengju á Skotland úr Tornado GR4 flugvél í æfingaflugi fyrir skömmu. 5.10.2007 10:11 Þinglýstum kaupsamningum fjölgar um 90% milli ára Þinglýstum kaupsamningum um fasteignir fjölgaði um 90 prósent hjá sýslumannsembættunum á höfuðborgarsvæðinu í september í ár miðað við sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram á vef Fasteignamats ríkisins. 5.10.2007 10:09 Lestarsamgöngur í Þýskalandi stöðvast Nánast allar lestarsamgöngur í Þýskalandi stöðvuðust í morgun þegar lestarstjórar hjá þýska lestarfyrirtækinu, Deutsche Bahn, lögðu niður vinnu. Kjaraviðræður lestarstjóra við stjórnvöld hafa staðið yfir í marga mánuði án árangurs. 5.10.2007 09:28 Vorum bestu vinir þangað til hann byrjaði í neyslu Guðjón Guðmundsson lést í fangelsi í Kaupmannahöfn í síðasta mánuði. Hann var einungis 32 ára gamall. Bróðir hans, Brynjar Karl Guðmundsson, hefur sett upp svokallaða MySpace síðu til að minnast hans. 5.10.2007 09:08 Kærir boðun eigendafundar í Orkuveitunni Svandís Svavarsdóttir, borgarulltrúi Vinstri grænna og stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur hefur ákveðið að kæra boðun eigendafundar í Orkuveitunni í fyrradag. 5.10.2007 08:04 Greiðir milljónir vegna ólöglegrar dreifingar á tónlist Bandarískur dómstóll hefur dæmt Jammie Thomas, þrjátíu og tveggja ára gamla konu frá Minnesota til að greiða því sem nemur fjórtán milljónum íslenskra króna fyrir að dreifa tónlist á Netinu. 5.10.2007 07:58 Frumvarp sem eykur ábyrgð öryggisfyrirtækja Einkarekin öryggisfyrirtæki í Írak gætu átt yfir höfði sér málsókn í Bandaríkjunum ef þau gerðust sek um glæpi. 5.10.2007 07:24 Flugvél hrapaði í Kongó Óttast er að flestir, ef ekki allir, sem um borð voru í lítilli flutningaflugvél hafi látist þegar vélin brotlenti í mannþröng í höfuðborg Kongó. 5.10.2007 07:21 Heimdellingar vilja selja hlut Orkuveitunnar Nýkjörin stjórn Heimdallar hvetur fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn til að vinna að því að hlutur Orkuveitunnar í Reykjavík Energy Invest, sem er rúm 35 prósent, verði seldur. 5.10.2007 07:18 Grjóthrun í Súðarvíkurhlíð Grjót hrundi á veginn í Súðavíkurhlíð á milli Ísafjarðar og Súðavíkur í nótt. Þetta gerðist á nokkuð löngum kafla og er rakið til rigninga. 5.10.2007 07:15 Tókst að bjarga öllum námumönnunum Öllum námuverkamönnunum sem festust í gullnámunni í Suður - Afríku hefur verið bjargað, alls þrjú þúsund og tvö hundruð manns. 5.10.2007 07:08 Hillary vill að Bill bæti ímynd Bandaríkjanna Ef Hillary Clinton vinnur forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári fær Bill, eiginmaður hennar það hlutverk að endurbyggja ímynd Bandaríkjanna í alþjóðasamfélaginu. 5.10.2007 07:04 Lettunum var þrælað út Lettarnir þrettán, sem nú eru undir verndarvæng Starfsgreinasambandsins á meðan lögregla rannsakar meint brot GT verktaka á þeim, fengu aðeins 135 þúsund krónur í mánaðarlaun fyrir tólf stunda vinnudag og sex daga vinnuviku, samkvæmt upplýsingum Starfsgreinsambandsins. Í ályktun þings Sambandsins segir að í ljós hafi komið að yfirlýsingar og loforð sem vinnuveitendur mannanna gáfu Vinnumálastofnun nýverið, séu einskis virði.- 5.10.2007 06:58 Vilja að ríkið greiði hærri húsaleigubætur Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga vill taka upp viðræður við ríkisvaldið um hækkun húsleigubóta. 5.10.2007 06:39 Hefur ekkert breyst í Orkuveitunni? Björn Bjarnason dómsmálaráðherra veltir fyrir sér raunum minnihlutans í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur á bloggsíðu sinni í kvöld. Björn spyr hvort minnihlutinn eigi nú, líkt og hann átti þegar hann var í minnhluta sömu stjórnar, erfitt með að fá upplýsingar um það sem sé að gerast hjá fyrirtækinu. 4.10.2007 23:49 Kate og Gerry McCann: Stuðningur almennings ómetanlegur Kate og Gerry McCann segja að mikill stuðningur almennings hafi hjálpað þeim í gegn um erfiðustu tímabil síðustu mánaða. 4.10.2007 21:20 Urðu eiganda sínum að bana Tveir Pit Bull Terrier hundur urðu eiganda sínum að bana í Florida á þriðjudaginn. Eigandinn hafði átt báða hundana síðan þeir voru hvolpar. 4.10.2007 20:59 Ólafur Ragnar sat í heiðursstúku við hlið forseta Kína á Special Olympics Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff forsetafrú fylgdust í dag með keppni íslensku þátttakendanna á Special Olympics í Shanghai og heimsóttu keppnisstaði. Í kvöld tóku þau þátt í sérstakri fjölskylduhátíð sem haldin var til heiðurs íslensku keppendunum, fjölskyldum þeirra, þjálfurum og fararstjórum Íþróttasambands fatlaðra. 4.10.2007 20:18 Stærsta fyrirtæki Bakkafjarðar selt á nauðungaruppboði Örlög Bakkafjarðar eru í höndum Byggðastofnunar eftir að stærsta fiskvinnsla byggðarlagsins, sem veitt hafði meirihluta íbúanna atvinnu, var slegin stofnuninni á nauðungaruppboði. Kristinn Pétursson, fyrrverandi alþingismaður, og eiginkona hans, sem byggðu upp fyrirtækið, sitja eftir eignalaus. 4.10.2007 18:47 Yoko Ono hrósar Íslandi Milljónir aðdáenda Bítlanna hafa fengið skilaboð frá Yoko Ono um að Ísland hafi yngjandi áhrif og hún skorar á fólk að heimsækja landið. Þetta kemur fram í myndbandi þar sem Yoko kynnir friðarsúluna sem afhjúpuð verður í Viðey á fæðingardegi John Lennons á þriðjudag. 4.10.2007 18:45 Íhugar einkarekin fangelsi Björn Bjarnason dómsmálaráðherra vill kanna þann möguleika að einkaaðilar byggi og reki nýtt fangelsi. 4.10.2007 18:45 Litlir möguleikar á sæti í öryggisráði SÞ Íslendingar eiga litla möguleika á sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Þetta segir fyrrverandi upplýsingafulltrúi Kofis Annans, fyrrverandi framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Hann telur Tyrki og Austurríkismenn verða fyrir valinu. 4.10.2007 18:30 Milljarðaáhætta Orkuveitunnar Orkuveita Reykjavíkur leggur milljarða króna að veði í gegnum Reykjavík energy invest. Bæjarfulltrúi A-lista í Reykjanesbæ sakar borgarfulltrúa Reykjavíkur um að fórna Hitaveitu Suðurnesja í útrásinni og vill að Reykjanesbær kaupi hið nýsameinaða orkuútrásarfélag út úr Hitaveitunni. 4.10.2007 18:30 Erlend glæpagengi ræna verslanir hér á landi Erlend glæpagengi ræna íslenskar verslanir með skipulögðum hætti segir formaður Samtaka verslunar og þjónustu. Útlendir þjófar eru stórtækari en Íslendingar, sem stela hins vegar mun oftar en útlendingar. Öryggisfræðingur náði að stela fyrir hundrað þúsund krónur úr fimm búðum á hálftíma. 4.10.2007 18:13 Gjaldkeri ÍA grunaður um fjárdrátt Gjaldkeri ÍA hefur látið af störfum eftir að upp komst um fjármálamisferli af hans hálfu. Grunur leikur á að hann hafi dregið sér milljónir úr sjóðum félagsins um nokkurra ára skeið. 4.10.2007 18:01 Heimsókn Önnu Jóhannsdóttur af allt öðrum toga Gréta Gunnarsdóttir, alþjóðaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, segir regin mun vera á heimsóknum Bjarna Vestmann og Önnu Jóhannsdóttir til Sri Lanka. Vefmiðillinn Eyjan sagði frá því fyrr í dag að Anna, sem er yfirmaður íslensku friðargæslunnar hafi farið í samskonar ferð og Bjarni fyrir réttu ári síðan. 4.10.2007 17:51 Jónína Benediktsdóttir fær 500 þúsund í skaðabætur Hæstiréttur Íslands dæmdi í dag Jónas Kristjánsson og Mikael Torfason, fyrrum ritstjóra DV, til að greiða Jónínu Benediktsdóttur hálfa milljón króna í miskabætur. Að auki var ritstjórunum gert að greiða hvor um sig 150 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs. 4.10.2007 16:47 Tilefni til lögreglurannsóknar Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi segir að tilefni sé til lögreglurannsóknar reynist það rétt að enn sé boðið upp á einkadans á Goldfinger í Kópavogi. Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag er enn hægt að kaupa sér einkadans á staðnum þrátt fyrir að það sé klárt lögbrot. 4.10.2007 16:39 Handtökuskipun á fjölskyldu Pinochets Gefin hefur verið út handtökuskipun á fimm börnum og ekkju Augusto Pinochet fyrrum einræðisherra í Chile vegna ákæru um fjárdrátt. Hershöfðinginn kom sjálfur aldrei fyrir dóm vegna spillingar og mannréttindabrota. Ákærurnar eru vegna sjóða ríkisins á bandarískum bankareikningum og eru meðal 23 ákæra sem gefnar voru út í málinu. 4.10.2007 16:21 Kennt að flá og elda kött í Bónus Í verslunum Bónus er nú hægt að kaupa tímaritið INN sem sagt er vera fyrir húseigendur. Það hefur hinsvegar vakið athygli þeirra sem keypt hafa INN að í því er kennt að flá, brytja niður og elda ketti. 4.10.2007 16:20 Vilja þyrlubjörgunarsveit á Akureyri Níu þingmenn úr Norðausturkjördæmi hafa lagt fram þingsályktunartillögu þessa efnis að Landhelgisgæslan haldi úti björgunarþyrlu frá Akureyri. 4.10.2007 16:17 Búlgarar veita Sarkozy heiðursorðu Búlgörsk stjórnvöld veittu í dag Nicolas Sarkozy, forseta Frakklands, æðstu heiðursorðu landsins vegna þátttöku hans í lausn búlgarskra heilbrigðisstarfsmanna sem voru haldi í Líbýu. Sarkozy er nú í opinberri heimsókn í Búlgaríu. 4.10.2007 15:54 Borgarstarfsmenn sitja ekki við sama borð varðandi yfirvinnugreiðslur Hlutfall yfirvinnugreiðslna af heildarlaunagreiðslum á leikskólasviði borgarinnar er átta prósent, sem er 13 prósentustigum minna en meðaltal borgarinnar í heild. 4.10.2007 15:44 Jarðskjálfti í Indónesíu Jarðskjálfti upp á 5,6 á Richter skók Lombokeyju í Indónesíu í dag. Upptök skjálftans voru á hafsbotni um 152 kílómetra fyrir norðaustan Mataram hérað í mið Indónesíu. 4.10.2007 15:31 Lögreglan fylgist með veitingastöðum en vissi ekki af einkadansi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu heldur úti skipulögðu eftirliti með veitingastöðum á höfuðborgarsvæðinu en embættið eltir ekki fréttir fjölmiðla. Þetta segir Stefán Eiríksson, lögreglustjóri í samtali við Vísi þegar hann er spurður út í frétt Vísis þess efnis að einkadans sé enn stundaður á nektarstaðnum Goldfinger í Kópavogi þrátt fyrir að blátt bann liggi við því. 4.10.2007 15:24 Eþíópíumenn styrkja friðargæslu í Darfúr Stjórnvöld í Eþíópíu hafa samþykkt að leggja til fimm þúsund hermenn í friðargæslulið Sameinuðu þjóðanna og Afríkubandalagsins sem senda á til Darfúr-héraðs í Súdan. Von er á allt að 26 þúsund friðargæsluliðum til héraðsins en þar eru fyrir um sjö þúsund hermenn á vegum Afríkusambandsins. 4.10.2007 15:17 Segja fjölgun öryrkja hafa mikil áhrif á vinnumarkað Örorkulífeyrisþegum fjölgaði um rúmlega 620 á fyrri helmingi ársins 2007 og heldur áfram að fjölga á sama hraða og undanfarin ár. Þetta kemur fram í fréttabréfi Samtaka atvinnulífsins. 4.10.2007 15:06 Bhutto bjartsýn á völd í Pakistan Benazir Bhutto fyrrverandi forsætisráðherra Pakistan segist bjartsýn á að ná samkomulagi við Pervez Musharraf forseta um að þau muni deila völdum í landinu. Bhutto sagði á blaðamannafundi í London að komist hefði á samkomulag um skilmála sakaruppgjafar vegna ákæru á hendur henni um spillingu. 4.10.2007 15:04 Sjö þúsund svipuhögg fyrir samkynhneigð Dómstóll í Sádí-Arabíu dæmdi í dag tvo samkynhneigða menn til að þola sjö þúsund svipuhögg vegna kynhneigðar sinnar. Mönnunum verður ekki gert að taka alla refsinguna út einu heldur verður henni skipt niður yfir ákveðið tímabil. 4.10.2007 14:44 Keilir kaupir tvær skólabyggingar á gamla varnarsvæðinu Keilir - miðstöð vísinda, færða og atvinnulífs keypti í dag tvær byggingar af Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar, annars vegar stóra skólabyggingu sem áður hýsti menntaskóla varnarliðsins og hins vegar leikskóla. 4.10.2007 14:34 Ekkert til fyrirstöðu að Securitas reki fangelsi Securitas telur ekkert því til fyrirstöðu að fyrirtækið reki fangelsi hérlendis ef slíkt verður talið hagkvæmt í framtíðinni. "Við sérhæfum okkur í rekstri á ýmiskonar öryggisgæslu," segir Trausti Harðarson forstjóri Securitas en sem kunnugt er af fréttum hefur Björn Bjarnason dómsmálaráðherra lýst því yfir að ekki sé óeðlilegt að taka upp umræðu um hvort einkarekstur á fangelsum komi til greina hér á landi. 4.10.2007 14:33 Skipulögðu árás á lestarstöðina í Vejle Til stóð að gera sjálfsmorðssprengjuárás á lestarstöðina í Velje en árásarmennirnir hættu við. Þetta kom fram við vitnaleiðslur í Eystri landsrétti í Danmörku yfir mönnum sem tengjast svokölluðu Vollsmose-máli. Málið kom upp í Vollsmose í Óðinsvéum í fyrra og voru þá sjö handteknir vegna málsins. 4.10.2007 14:19 Kanínufaraldur í Danmörku Yfirvöld í Danmörku hafa bannað allan flutning á kanínum milli svæða þar í landi til að koma í veg fyrir útbreiðslu banvæns kanínufaralds. Sjúkdómurinn hefur nú greinst á yfir 50 kanínubúum á Sjálandi en hann er skaðlaus mönnum. 4.10.2007 14:17 Smokkaframleiðendur funda í Suður-Kóreu Um eitt hundrað smokkaframleiðendur frá yfir fimmtíu löndum hittast á mánudaginn í Suður-Kóreu til skrafs og ráðagerða. Á fundinum er ætlunin að reyna smíða samræmdan alþjóðlegan stuðul varðandi gæði og stærð smokka. 4.10.2007 13:42 Sjá næstu 50 fréttir
Aulanóbel fyrir rannsóknir á sverðagleypum Ig Nobels- eða Aulanóbelsverðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í gærkvöldi. Meðal verðlaunahafa var breskur maður sem fékk Nóbelinn fyrir þá uppgvötun sína að sverðagleypar geti þjást af alvarlegum hliðaráhrifum ef þeir eru truflaðir við iðju sína. 5.10.2007 10:21
Misstu óvart sprengju á Skotland Flugmenn breska konunglega flughersins misstu óvart æfingasprengju á Skotland úr Tornado GR4 flugvél í æfingaflugi fyrir skömmu. 5.10.2007 10:11
Þinglýstum kaupsamningum fjölgar um 90% milli ára Þinglýstum kaupsamningum um fasteignir fjölgaði um 90 prósent hjá sýslumannsembættunum á höfuðborgarsvæðinu í september í ár miðað við sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram á vef Fasteignamats ríkisins. 5.10.2007 10:09
Lestarsamgöngur í Þýskalandi stöðvast Nánast allar lestarsamgöngur í Þýskalandi stöðvuðust í morgun þegar lestarstjórar hjá þýska lestarfyrirtækinu, Deutsche Bahn, lögðu niður vinnu. Kjaraviðræður lestarstjóra við stjórnvöld hafa staðið yfir í marga mánuði án árangurs. 5.10.2007 09:28
Vorum bestu vinir þangað til hann byrjaði í neyslu Guðjón Guðmundsson lést í fangelsi í Kaupmannahöfn í síðasta mánuði. Hann var einungis 32 ára gamall. Bróðir hans, Brynjar Karl Guðmundsson, hefur sett upp svokallaða MySpace síðu til að minnast hans. 5.10.2007 09:08
Kærir boðun eigendafundar í Orkuveitunni Svandís Svavarsdóttir, borgarulltrúi Vinstri grænna og stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur hefur ákveðið að kæra boðun eigendafundar í Orkuveitunni í fyrradag. 5.10.2007 08:04
Greiðir milljónir vegna ólöglegrar dreifingar á tónlist Bandarískur dómstóll hefur dæmt Jammie Thomas, þrjátíu og tveggja ára gamla konu frá Minnesota til að greiða því sem nemur fjórtán milljónum íslenskra króna fyrir að dreifa tónlist á Netinu. 5.10.2007 07:58
Frumvarp sem eykur ábyrgð öryggisfyrirtækja Einkarekin öryggisfyrirtæki í Írak gætu átt yfir höfði sér málsókn í Bandaríkjunum ef þau gerðust sek um glæpi. 5.10.2007 07:24
Flugvél hrapaði í Kongó Óttast er að flestir, ef ekki allir, sem um borð voru í lítilli flutningaflugvél hafi látist þegar vélin brotlenti í mannþröng í höfuðborg Kongó. 5.10.2007 07:21
Heimdellingar vilja selja hlut Orkuveitunnar Nýkjörin stjórn Heimdallar hvetur fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn til að vinna að því að hlutur Orkuveitunnar í Reykjavík Energy Invest, sem er rúm 35 prósent, verði seldur. 5.10.2007 07:18
Grjóthrun í Súðarvíkurhlíð Grjót hrundi á veginn í Súðavíkurhlíð á milli Ísafjarðar og Súðavíkur í nótt. Þetta gerðist á nokkuð löngum kafla og er rakið til rigninga. 5.10.2007 07:15
Tókst að bjarga öllum námumönnunum Öllum námuverkamönnunum sem festust í gullnámunni í Suður - Afríku hefur verið bjargað, alls þrjú þúsund og tvö hundruð manns. 5.10.2007 07:08
Hillary vill að Bill bæti ímynd Bandaríkjanna Ef Hillary Clinton vinnur forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári fær Bill, eiginmaður hennar það hlutverk að endurbyggja ímynd Bandaríkjanna í alþjóðasamfélaginu. 5.10.2007 07:04
Lettunum var þrælað út Lettarnir þrettán, sem nú eru undir verndarvæng Starfsgreinasambandsins á meðan lögregla rannsakar meint brot GT verktaka á þeim, fengu aðeins 135 þúsund krónur í mánaðarlaun fyrir tólf stunda vinnudag og sex daga vinnuviku, samkvæmt upplýsingum Starfsgreinsambandsins. Í ályktun þings Sambandsins segir að í ljós hafi komið að yfirlýsingar og loforð sem vinnuveitendur mannanna gáfu Vinnumálastofnun nýverið, séu einskis virði.- 5.10.2007 06:58
Vilja að ríkið greiði hærri húsaleigubætur Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga vill taka upp viðræður við ríkisvaldið um hækkun húsleigubóta. 5.10.2007 06:39
Hefur ekkert breyst í Orkuveitunni? Björn Bjarnason dómsmálaráðherra veltir fyrir sér raunum minnihlutans í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur á bloggsíðu sinni í kvöld. Björn spyr hvort minnihlutinn eigi nú, líkt og hann átti þegar hann var í minnhluta sömu stjórnar, erfitt með að fá upplýsingar um það sem sé að gerast hjá fyrirtækinu. 4.10.2007 23:49
Kate og Gerry McCann: Stuðningur almennings ómetanlegur Kate og Gerry McCann segja að mikill stuðningur almennings hafi hjálpað þeim í gegn um erfiðustu tímabil síðustu mánaða. 4.10.2007 21:20
Urðu eiganda sínum að bana Tveir Pit Bull Terrier hundur urðu eiganda sínum að bana í Florida á þriðjudaginn. Eigandinn hafði átt báða hundana síðan þeir voru hvolpar. 4.10.2007 20:59
Ólafur Ragnar sat í heiðursstúku við hlið forseta Kína á Special Olympics Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff forsetafrú fylgdust í dag með keppni íslensku þátttakendanna á Special Olympics í Shanghai og heimsóttu keppnisstaði. Í kvöld tóku þau þátt í sérstakri fjölskylduhátíð sem haldin var til heiðurs íslensku keppendunum, fjölskyldum þeirra, þjálfurum og fararstjórum Íþróttasambands fatlaðra. 4.10.2007 20:18
Stærsta fyrirtæki Bakkafjarðar selt á nauðungaruppboði Örlög Bakkafjarðar eru í höndum Byggðastofnunar eftir að stærsta fiskvinnsla byggðarlagsins, sem veitt hafði meirihluta íbúanna atvinnu, var slegin stofnuninni á nauðungaruppboði. Kristinn Pétursson, fyrrverandi alþingismaður, og eiginkona hans, sem byggðu upp fyrirtækið, sitja eftir eignalaus. 4.10.2007 18:47
Yoko Ono hrósar Íslandi Milljónir aðdáenda Bítlanna hafa fengið skilaboð frá Yoko Ono um að Ísland hafi yngjandi áhrif og hún skorar á fólk að heimsækja landið. Þetta kemur fram í myndbandi þar sem Yoko kynnir friðarsúluna sem afhjúpuð verður í Viðey á fæðingardegi John Lennons á þriðjudag. 4.10.2007 18:45
Íhugar einkarekin fangelsi Björn Bjarnason dómsmálaráðherra vill kanna þann möguleika að einkaaðilar byggi og reki nýtt fangelsi. 4.10.2007 18:45
Litlir möguleikar á sæti í öryggisráði SÞ Íslendingar eiga litla möguleika á sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Þetta segir fyrrverandi upplýsingafulltrúi Kofis Annans, fyrrverandi framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Hann telur Tyrki og Austurríkismenn verða fyrir valinu. 4.10.2007 18:30
Milljarðaáhætta Orkuveitunnar Orkuveita Reykjavíkur leggur milljarða króna að veði í gegnum Reykjavík energy invest. Bæjarfulltrúi A-lista í Reykjanesbæ sakar borgarfulltrúa Reykjavíkur um að fórna Hitaveitu Suðurnesja í útrásinni og vill að Reykjanesbær kaupi hið nýsameinaða orkuútrásarfélag út úr Hitaveitunni. 4.10.2007 18:30
Erlend glæpagengi ræna verslanir hér á landi Erlend glæpagengi ræna íslenskar verslanir með skipulögðum hætti segir formaður Samtaka verslunar og þjónustu. Útlendir þjófar eru stórtækari en Íslendingar, sem stela hins vegar mun oftar en útlendingar. Öryggisfræðingur náði að stela fyrir hundrað þúsund krónur úr fimm búðum á hálftíma. 4.10.2007 18:13
Gjaldkeri ÍA grunaður um fjárdrátt Gjaldkeri ÍA hefur látið af störfum eftir að upp komst um fjármálamisferli af hans hálfu. Grunur leikur á að hann hafi dregið sér milljónir úr sjóðum félagsins um nokkurra ára skeið. 4.10.2007 18:01
Heimsókn Önnu Jóhannsdóttur af allt öðrum toga Gréta Gunnarsdóttir, alþjóðaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, segir regin mun vera á heimsóknum Bjarna Vestmann og Önnu Jóhannsdóttir til Sri Lanka. Vefmiðillinn Eyjan sagði frá því fyrr í dag að Anna, sem er yfirmaður íslensku friðargæslunnar hafi farið í samskonar ferð og Bjarni fyrir réttu ári síðan. 4.10.2007 17:51
Jónína Benediktsdóttir fær 500 þúsund í skaðabætur Hæstiréttur Íslands dæmdi í dag Jónas Kristjánsson og Mikael Torfason, fyrrum ritstjóra DV, til að greiða Jónínu Benediktsdóttur hálfa milljón króna í miskabætur. Að auki var ritstjórunum gert að greiða hvor um sig 150 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs. 4.10.2007 16:47
Tilefni til lögreglurannsóknar Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi segir að tilefni sé til lögreglurannsóknar reynist það rétt að enn sé boðið upp á einkadans á Goldfinger í Kópavogi. Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag er enn hægt að kaupa sér einkadans á staðnum þrátt fyrir að það sé klárt lögbrot. 4.10.2007 16:39
Handtökuskipun á fjölskyldu Pinochets Gefin hefur verið út handtökuskipun á fimm börnum og ekkju Augusto Pinochet fyrrum einræðisherra í Chile vegna ákæru um fjárdrátt. Hershöfðinginn kom sjálfur aldrei fyrir dóm vegna spillingar og mannréttindabrota. Ákærurnar eru vegna sjóða ríkisins á bandarískum bankareikningum og eru meðal 23 ákæra sem gefnar voru út í málinu. 4.10.2007 16:21
Kennt að flá og elda kött í Bónus Í verslunum Bónus er nú hægt að kaupa tímaritið INN sem sagt er vera fyrir húseigendur. Það hefur hinsvegar vakið athygli þeirra sem keypt hafa INN að í því er kennt að flá, brytja niður og elda ketti. 4.10.2007 16:20
Vilja þyrlubjörgunarsveit á Akureyri Níu þingmenn úr Norðausturkjördæmi hafa lagt fram þingsályktunartillögu þessa efnis að Landhelgisgæslan haldi úti björgunarþyrlu frá Akureyri. 4.10.2007 16:17
Búlgarar veita Sarkozy heiðursorðu Búlgörsk stjórnvöld veittu í dag Nicolas Sarkozy, forseta Frakklands, æðstu heiðursorðu landsins vegna þátttöku hans í lausn búlgarskra heilbrigðisstarfsmanna sem voru haldi í Líbýu. Sarkozy er nú í opinberri heimsókn í Búlgaríu. 4.10.2007 15:54
Borgarstarfsmenn sitja ekki við sama borð varðandi yfirvinnugreiðslur Hlutfall yfirvinnugreiðslna af heildarlaunagreiðslum á leikskólasviði borgarinnar er átta prósent, sem er 13 prósentustigum minna en meðaltal borgarinnar í heild. 4.10.2007 15:44
Jarðskjálfti í Indónesíu Jarðskjálfti upp á 5,6 á Richter skók Lombokeyju í Indónesíu í dag. Upptök skjálftans voru á hafsbotni um 152 kílómetra fyrir norðaustan Mataram hérað í mið Indónesíu. 4.10.2007 15:31
Lögreglan fylgist með veitingastöðum en vissi ekki af einkadansi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu heldur úti skipulögðu eftirliti með veitingastöðum á höfuðborgarsvæðinu en embættið eltir ekki fréttir fjölmiðla. Þetta segir Stefán Eiríksson, lögreglustjóri í samtali við Vísi þegar hann er spurður út í frétt Vísis þess efnis að einkadans sé enn stundaður á nektarstaðnum Goldfinger í Kópavogi þrátt fyrir að blátt bann liggi við því. 4.10.2007 15:24
Eþíópíumenn styrkja friðargæslu í Darfúr Stjórnvöld í Eþíópíu hafa samþykkt að leggja til fimm þúsund hermenn í friðargæslulið Sameinuðu þjóðanna og Afríkubandalagsins sem senda á til Darfúr-héraðs í Súdan. Von er á allt að 26 þúsund friðargæsluliðum til héraðsins en þar eru fyrir um sjö þúsund hermenn á vegum Afríkusambandsins. 4.10.2007 15:17
Segja fjölgun öryrkja hafa mikil áhrif á vinnumarkað Örorkulífeyrisþegum fjölgaði um rúmlega 620 á fyrri helmingi ársins 2007 og heldur áfram að fjölga á sama hraða og undanfarin ár. Þetta kemur fram í fréttabréfi Samtaka atvinnulífsins. 4.10.2007 15:06
Bhutto bjartsýn á völd í Pakistan Benazir Bhutto fyrrverandi forsætisráðherra Pakistan segist bjartsýn á að ná samkomulagi við Pervez Musharraf forseta um að þau muni deila völdum í landinu. Bhutto sagði á blaðamannafundi í London að komist hefði á samkomulag um skilmála sakaruppgjafar vegna ákæru á hendur henni um spillingu. 4.10.2007 15:04
Sjö þúsund svipuhögg fyrir samkynhneigð Dómstóll í Sádí-Arabíu dæmdi í dag tvo samkynhneigða menn til að þola sjö þúsund svipuhögg vegna kynhneigðar sinnar. Mönnunum verður ekki gert að taka alla refsinguna út einu heldur verður henni skipt niður yfir ákveðið tímabil. 4.10.2007 14:44
Keilir kaupir tvær skólabyggingar á gamla varnarsvæðinu Keilir - miðstöð vísinda, færða og atvinnulífs keypti í dag tvær byggingar af Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar, annars vegar stóra skólabyggingu sem áður hýsti menntaskóla varnarliðsins og hins vegar leikskóla. 4.10.2007 14:34
Ekkert til fyrirstöðu að Securitas reki fangelsi Securitas telur ekkert því til fyrirstöðu að fyrirtækið reki fangelsi hérlendis ef slíkt verður talið hagkvæmt í framtíðinni. "Við sérhæfum okkur í rekstri á ýmiskonar öryggisgæslu," segir Trausti Harðarson forstjóri Securitas en sem kunnugt er af fréttum hefur Björn Bjarnason dómsmálaráðherra lýst því yfir að ekki sé óeðlilegt að taka upp umræðu um hvort einkarekstur á fangelsum komi til greina hér á landi. 4.10.2007 14:33
Skipulögðu árás á lestarstöðina í Vejle Til stóð að gera sjálfsmorðssprengjuárás á lestarstöðina í Velje en árásarmennirnir hættu við. Þetta kom fram við vitnaleiðslur í Eystri landsrétti í Danmörku yfir mönnum sem tengjast svokölluðu Vollsmose-máli. Málið kom upp í Vollsmose í Óðinsvéum í fyrra og voru þá sjö handteknir vegna málsins. 4.10.2007 14:19
Kanínufaraldur í Danmörku Yfirvöld í Danmörku hafa bannað allan flutning á kanínum milli svæða þar í landi til að koma í veg fyrir útbreiðslu banvæns kanínufaralds. Sjúkdómurinn hefur nú greinst á yfir 50 kanínubúum á Sjálandi en hann er skaðlaus mönnum. 4.10.2007 14:17
Smokkaframleiðendur funda í Suður-Kóreu Um eitt hundrað smokkaframleiðendur frá yfir fimmtíu löndum hittast á mánudaginn í Suður-Kóreu til skrafs og ráðagerða. Á fundinum er ætlunin að reyna smíða samræmdan alþjóðlegan stuðul varðandi gæði og stærð smokka. 4.10.2007 13:42