Fleiri fréttir

Auðmenn að safna jörðum á Íslandi

Sverrir Kristinsson, varaformaður Félags fasteignasala,segir að íbúafjölgun í Reykjavík nú sé sú mesta í hálfa öld. Þetta sé einn af meginþáttunum sem orsakað hafa mikla hækkun á húsnæði í höfuðborginni. Sverrir segir að eignamenn séu að safna jörðum og verð á þeim og lendum hafi því hækkað mikið.

Tveir á tvöföldum hámarkshraða í íbúðargötu

Tveir ökumenn voru sviptir ökuleyfi til bráðabirgða í gærkvöldi en bílar þeirra mældust á meira en tvöföldum leyfilegum hámarkshraða í íbúðargötu í Breiðholti. Annar ökumannanna er 17 ára og nýkominn með bílpróf en hinn er á fertugsaldri.

Talið að mótmælendur gætu verið í hættu

Óttast var um öryggi mótmælendanna sem handteknir voru við álver Alcan í Straumsvík. Óskað var eftir aðstoð lögreglu um klukkan eitt í dag. Talið var að þeir sem fóru inn á svæðið gætu verið í alvarlegri hættu að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu höfuðborgarsvæðisins.

Pútin segir framsalskröfu Breta bera vott um úreltan nýlenduhugsunarhátt

Vladimir Pútin forseti Rússlands segir kröfu Breta um að Rússar framselji Andrei Lugovoy, meintan morðingja Alexanders Litvinenko, vera móðgun og bera vott um úreltan nýlenduhugsunarhátt Breta. "Krafa þeirra er augljós vottur um leifar af nýlenduhugsunarhætti," sagði Pútin í rússneska ríkissjónvarpinu í dag.

Bensínverð lækkar í dag

Olíufélögin hafa verið að lækka verð á bensíni í dag um hátt í fjórar krónur á lítrann, og kostar hann á mannlausum sjálfsafgreiðslustöðvum almennt innan við hundrað tuttugu og eina króna. Þetta er í samræmi við lækkun á heimsmarkaði.

Auralaus sælkeri handtekinn á veitingahúsi

Karlmaður um fertugt var handtekinn á veitingahúsi í miðborginni í gærkvöld en þar hafði hann gert vel við sig í mat og drykk samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þegar kom að því að greiða reikninginn gat maðurinn hins vegar ekki borgað fyrir kræsingarnar. Hann er því skiljanlega ekki lengur neinn aufúsugestur á veitingastaðnum en maðurinn er raunar óvelkominn á fleiri stöðum.

Vestmannaeyjagöng talin kosta 50 til 80 milljarða

Áhætta við gerð jarðganga til Vestamannaeyja er mikil og álitamál hvort slíkt sé réttlætanlegt miðað við jarðfræðilega virkni svæðisins. Þetta kemur fram í skýrslu sem Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen hf. vann fyrir Vegagerðina en skýrsluna á enn eftir að opinbera. Talið er að Vestmannaeyjagöng muni kosta 50 til 80 milljarða króna.

Norska prinsessan segist vera skyggn

Norska prinsessan Marta Lovísa tilkynnti í dag að hún sé skyggn og að hún ætli sér að hjálpa fólki að tala við engla. Marta Lovísa, sem er 35 ára, er menntaður sjúkraþjálfari.

Bandaríkin og Íran stofna sameiginlega nefnd um stöðugleika í Írak

Bandaríkin og Íran ákváðu í dag að setja á fót sérstaka nefnd sem á að taka á því verkefni að auka stöðugleika í Írak. Ákvörðunin var tekin á öðrum fundi þessara landa en sá fyrsti var haldinn í maí síðastliðnum. Fundurinn entist í nærri sjö klukkutíma.

Þrettán mótmælendur handteknir við álverið í Straumsvík

Um þrettán mótmælendur á vegum samtakanna Saving Iceland voru handteknir vegna mótmæla við álverið í Straumsvík laust eftir klukkan tvö í dag. Hluti hópsins hlekkjaði sig við hlið að vinnusvæði álversins og tókst þannig að loka tímabundið fyrir alla umferð að svæðinu. Þá fóru nokkrir mótmælendur inn á vinnusvæðið.

Lýsa yfir áhyggjum vegna sífellt flóknari reglna

Sífellt flóknari regluverk um vigtun sjávarafla og aukin ábyrgð á starfsmenn hafna án endurgjalds frá ríkinu er áhyggjuefni að mati stjórnar Hafnasambands Íslands. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá sambandinu.

Lohan tekin fyrir ölvunarakstur og að hafa kókaín í fórum sínum

Lögreglan í Santa Monica handtók nú um hádegisbil leikkonuna Lindsay Lohan vegna ölvunaraksturs. Þá kom í ljós að hún var einnig með eiturlyf á sér. Samkvæmt vefsíðunni TMZ.com var um kókaín að ræða sem fannst þegar leitað var á Lohan á lögreglustöðinni.

Þrír mótmælendur handteknir við álverið í Straumsvík

Um 20 mótmælendur á vegum samtakanna Saving Iceland hafa stöðvað alla umferð að álverinu í Straumsvík. Þá hafa nokkrir mótmælendur farið inn á vinnusvæðið. Lögreglan hefur nú þegar handtekið þrjá mótmælendur.

Framdi sjálfsmorð með handsprengju

Fyrrverandi fangi í Gvantanamó fangelsinu á Kúbu framdi sjálfsmorð með handsprengju í Pakistan í dag, frekar en komast undir manna hendur. Abdullah Mehsud var handtekinn í Afganistan þar sem hann barðist með Talibönum.

Vegagerðin ætlar ekki að fjölga ferðum Herjólfs um Verslunarmannahelgina

Vegagerðin mun ekki verða við beiðni Vestmannaeyjabæjar um að bæta við fleiri næturferðum með Herjólfi um Verslunarmannahelgina. Ástæðurnar eru aukinn kostnaður og það að ekki er uppselt í þær ferðir sem áður hafði verið bætt við. Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir þetta mikil vonbrigði.

Lentu flugvél á þjóðvegi

Kennsluflugvél úr síðari heimsstyrjöldinni var nauðlent á þjóðvegi í Wisconsin í Bandaríkjunum í gær vegna vélarbilunar. Vélin lenti innan um bíla sem voru þar á ferð, og varð að vonum uppi fótur og fit.

Heilbrigðisstarfsfólk loksins frjálst

Sex heilbrigðisstarfsmenn sem hafa setið í fangelsi í Líbýu í átta ár eru komnir heim til Búlgaríu. Fólkið var sakað um að hafa vísvitandi sýkt yfir 400 libysk börn af alnæmi.

Lögreglubílum fjölgað undanfarin ár

Lögreglubílum hefur fjölgað, meðalaldur þeirra lækkað og akstur þeirra aukist verulega, frá því að Ríkislögreglustjóri tók við innkaupum og rekstri allra lögreglubíla í landinu fyrir nokkrum árum.

Laxveiði að glæðast á ný

Laxveiði er víða að glæðast eftir mjög lélega veiði að undanförnu, sem aðallega er rakin til vatnsleysis í ánum vegna þurrka.

Legnámsaðgerðir algengar hér á landi

Hlutfallslega flestar legnámsaðgerðir voru framkvæmdar hér á landi árið 2004 borið saman við hin Norðurlöndin samkvæmt samantekt Norræna heilbrigðistölfræðiráðsins. Alls voru 365 slíkar aðgerðir framkvæmdar á Íslandi á hverja 100 þúsund íbúa en næst flestar voru aðgerðirnar í Finnlandi eða 354 talsins.

Sautján ára tekinn fyrir fjögur innbrot

Lögreglan á Akureyri hefur haft hendur í hári unglings á sautjánda ári, sem framið hefur mörg innbrot í bænum að undanförnu og var að koma sér upp glæpaklíku.

Skýfall í höfuðborginni í gærkvöldi

Úrhellis rigningu eða skýfall gerði á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og var slökkviliðið kallað í þrjú hús til að dæla út vatni, sem kom upp úr niðurföllum í þeim.

Rúmlega fimmtíu styrkir veittir úr tónlistarsjóði

Alls voru veittir 51 styrkur úr tónlistarsjóði fyrir seinni helming þessa árs samkvæmt tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu. Hæsta styrkinn hlaut tónlistarhátíðin Ung Nordisk Musik eða 3 milljónir króna. Þá fékk Hamrahlíðarkórinn ferðastyrk upp á 800 þúsund krónur.

Varnargarðar reistir meðfram Thames-ánni

Breskar björgunarsveitir hamast nú við að byggja varnargarða neðarlega meðfram Thamesá þar sem búist er við miklum flóðum á næstu dögum. Hundruð þúsunda manna hafa enn ekki neitt hreint vatn til drykkjar, en verið er að koma rafmagni á á nýjan leik.

Frambjóðendur demókrata tókust á með hjálp YouTube

Í gærkvöldi sátu átta frambjóðendur demókrata til forsetakosninga í Bandaríkjunum fyrir svörum í fyrstu kappræðunum þar sem einungis er stuðst við spurningar sem áhorfendur senda inn á netinu. Kappræðurnar voru samstarfsverkefni CNN fréttastöðvarinnar og myndbandavefsins Youtube. Smellið á „Spila“ hnappinn til þess að sjá myndbrot frá kappræðunum.

Klikkuðu DARPA- vísindamennirnir

Ef það er klikkað og getur drepið fólk, varið hermenn eða njósnað um óvini þá geturðu verið viss að DARPA er að fjármagna þróun þess. DARPA stendur fyrir Defense Advanced Research Projects Agency eða Rannsóknarstofnun hátækni-varnarbúnaðar.

Spánverjar handtaka rússneskan njósnara

Spænska leyniþjónustan handtók í morgun grunaðan gagnnjósnara sem talið er að hafi sent ýmis ríkisleyndarmál til Rússlands. Alberto Saiz, yfirmaður leyniþjónustunnar skýrði frá þessu í morgun. Gagnnjósnarinn hafði unnið fyrir rússa síðastliðin þrjú ár. Ekki var gefið upp hversu lengi hann hafði unnið fyrir Spánverja.

Mikil eftirspurn eftir íbúðum á gamla varnarsvæðinu

Umsóknir bárust um allar þær 300 íbúðir sem leigja á út á gamla varnarsvæðinu í fyrsta áfanga. Fyrstu íbúarnir komu í morgun til að undirrita leigusamninga en áætlað er að um 700 manns muni búa á svæðinu frá ágústlokum.

Mannlaus bíll keyrði á hús

Húsráðanda á Akranesi brá heldur betur í brún í gær þegar mannlaus bifreið kom niður götuna og keyrði beint á húsið hans. Ökumaður hafði skroppið út úr bílnum en hins vegar láðst að taka bifreiðina úr akstursgír. Bíllinn rann 150 metra áður en hann keyrði á húsið.

80 þúsund heimili rafmagnslaus í Barcelona í dag

Um 80 þúsund heimili í Barcelona, næststærstu borg Spánar, sjá í dag fram á annan daginn í röð án rafmagns. Rafmagnskapall slitnaði í gær og varð til þess að eldar kviknuðu á fjölmörgum rafstöðum. Í gær voru allt að 300 þúsund heimili rafmagnslaus vegna atviksins.

Veiðifélag hafnar virkjunum í Þjórsá

Hætta er á að lífríki í neðri hluta Þjórsár raskist komi til virkjunarframkvæmda þar að mati Veiðifélags Þjórsár. Félagið skorar á Landsvirkjun að falla frá virkjunarframkvæmdum á svæðinu og á sveitarstjórn Flóahrepps að hafna Urriðafossvirkjun í skipulagi sveitarinnar. Félagið lýsir þungum áhyggjum vegna virkjunarinnar.

Berjast gegn siðleysi í klæðaburði

Lögregla í Íran skar í gær upp herör gegn ósiðlega klæddu kvenfólki, og karlmönnum með vestrænar hárgreiðslur. Tugir lögreglumanna gengu um götur Teheran og stöðvuðu fólk sem ekki klæddi sig í samræmi við íslamskar siðsemisreglur. Hundruð manna hafa verið handtekin frá því í apríl, þegar lög voru sett sem um klæðaburð, en nú á að herða sóknina gegn siðleysinu. Viðurlög við brotunum geta verið hýðingar, sektir eða fangelsisvist.

Mugabe ætlar að þjóðnýta fyrirtæki í Zimbabwe

Robert Mugabe, forseti Zimbabwe, mun á næstunni kynna nýtt frumvarp um þjóðnýtingu og annað þess efnis að forseti landsins verði ekki kosinn af almenningi heldur þingmönnum. Zimbabwe, sem var áður eitt gjöfulasta land í suðurhluta Afríku, berst nú í bökkum vegna mikils matarskorts og gríðarlegrar verðbólgu.

Laxveiði tekur við sér

Laxveiði er víða að glæðast eftir mjög lélega veiði að undanförnu, sem aðallega er rakið til vatnsleysis í ánum vegna þurrka. Vatnið í þeim hefur líka hlýnað upp úr öllu valdi þannig að laxinn hefur legið og ekki viljað taka beitu. Víða hefur hann líka legið út af árósunum og ekki gengið upp, eða hafst við í jökulánum og ekki gengið upp i ferskar þverárnar vegna vatnsleysis. Dæmi voru um að veiðimenn reyndu ekki einu sinni að nýta veiðileyfi sín, en nú er dæmið hvarvetna að snúast við.

Fleiri apótek á íbúa á Íslandi en hinum Norðurlöndunum

Mun færri íbúar eru á hvert apótek hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Munurinn er mestur á Íslandi og Danmörku þar sem tæplega 17 þúsund manns eru á hvert apótek, er rösklega fimm þúsund hér á landi. Páll Pétursson formaður lyfjagreiðslunefndar segir í viðtali við Blaðið að ef apótekum fækkaði hér á landi myndi lyfjaverð lækka. Slíkt yrði þó ekki gert með lagasetningu.-

Bandaríkin munu beita sér fyrir viðurkenningu sjálfstæði Kosovo

Leiðtogar Kosovo sögðu á fundi með Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Washington í morgun að þeir myndu ekki lýsa yfir sjálfstæði án samráðs við Bandaríkin. Rice fullvissaði þá um að Bandaríkin myndu beita sér fyrir alþjóðlegri viðurkenndingu á sjálfstæði Kosovo innan nokkurra mánaða, jafnvel án ályktun frá Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Þrátt fyrir að Kosovo sé opinberlega hluti af Serbíu, hafa Sameinuðu þjóðirnar og NATO farið með stjórn þar frá árinu 1999.

Bandaríkin og Íran funda

Embættismenn frá Bandaríkjunum og Íran funda nú um öryggismál í Írak. Þetta er einungis annar fundur ríkjanna í 27 ár, en þau hittust einnig í lok maí á þessu ári. Bandaríkin saka Íran um að styða vígamenn sem ráðast á herlið Bandaríkjanna og Bretlands í Írak, en Íran kennir veru bandaríkjamanna hinsvegar um öryggisástandið þar. Þúsundir manns látast í átökum í Írak í hverjum mánuði.

Fyrstu netkappræðurnar

Frambjóðendur demókrata til forsetakosninganna í Bandaríkjunum á næsta ári hafa nýhafið kappræður á netinu, þær fyrstu sinnar tegundar. Í kappræðunum verður spurningum frá almenningi varpað til frambjóðendana í þrjátíu sekúndna löngum myndskilaboðum í gegnum myndbandsvefinn YouTube.

Sjá næstu 50 fréttir