Fleiri fréttir Fjölmenn sendinefnd fylgir borgarstjóra til Moskvu Opinber heimsókn Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, borgarstjóri, til Moskvuborgar hefst í dag. Þar verður meðal annars skrifað undir samstarfssamning borganna. Hátt í 30 manna sendinefnd er í för með borgarstjóra þar á meðal fulltrúar íslenskra fyrirtækja og háskóla. Sjaldan hefur jafn fjölmenn sendinefnd farið í opinbera heimsókn til erlends ríkis samkvæmt vef Reykjavíkurborgar. 4.7.2007 10:41 Fyrsti samráðsfundur um aðgerðir á sviði efnhagsmála Fyrsti fundur á samráðsvettvangi ríkisins, sveitarfélaga og aðila vinnumarkaðarins fer fram á morgun en þar verður fjallað um aðgerðir og langtímamarkmið á sviði efnhags-, atvinnu- og félagsmála. Forsætisráðherra mun stýra fundinum en vettvangurinn er í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. 4.7.2007 10:22 Vantar 0.8 sekúndur upp á Ólympíulágmarkið Hinn 20 ára gamli Oscar Pistorius sem er fljótasti aflimaði maður heims er staddur hér á landi. Oskar sem er frá Suður Afríku á best 46.56 sekúndur í 400 metra hlaupi sem er hans grein. Hann vantar 0.8 sekúndur til að ná lágmarkinu í þeirri grein fyrir Ólympíuleikana. Pistorius er heimsmethafi í 100, 200 og 400 metra hlaupi í flokki aflimaðra og besti tími hans í 100 metrum er 10.91 sekúnda. 4.7.2007 10:07 Aukin vatnsnotkun í blíðviðrinu á höfuðborgarsvæðinu Veðurblíðan undanfarna daga hefur ekki farið framhjá starfsmönnum Orkuveitu Reykjavíkur. Samkvæmt rennslistölum kalda vatnsins hefur vatnsnotkun aukist um allt að 25 prósent frá því á föstudaginn í síðustu viku. Svo virðist sem höfuðborgarbúar hafi verið ansi duglegir að vökva garða sína 4.7.2007 09:44 12% aukning farþega um Keflavíkurflugvöll Alls komu 37 þúsund fleiri farþegar til landsins um Keflavíkurflugvöll á fyrstu sex mánuðum þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í Hagvísum Hagstofunnar. 4.7.2007 09:27 Íhuga að draga úr viðbúnaði Öryggissérfræðingar í Bretlandi eru að íhuga að lækka viðbúnaðarstigið í landinu um eitt stig eftir þær fjölmörgu handtökur sem farið hafa fram undanfarna daga. Ef það gerist verður slakað örlítið á öryggi í landinu. 4.7.2007 08:36 Jóhanna gagnrýndi lækkun lánshlutfalls í fyrra Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra, sem ákvað í gær að lækka lánshlutfall Íbúðalánasjóðs og hámarkslán líka, gagnrýndi samskonar aðgerð þáverandi ríkisstjórnar harðlega á heimasíðu sinni í fyrra. Þetta kemur fram á heimasíðu Kristins H. Gunnrssonar alþingismanns. 4.7.2007 08:12 MEND aflýsir vopnahléi Nígeríski uppreisnarhópurinn MEND (Movement for the Emancipation of the Niger Delta) hefur aflýst mánaðarlöngu vopnahléi. Hópurinn ber ábyrgð á flestum þeirra árása sem eru gerðar við ósa Níger-árinnar en þar er gríðarlegt magn af olíu að finna. 4.7.2007 08:11 Atlantis komin á endapunkt Atlantis geimferjan er loksins komin heim til sín í Flórída. Hún þurfti að lenda í Kaliforníu eftir fjórtán daga leiðangur til Alþjóðageimstöðvarinnar vegna slæmra veðurskilyrða í heimabæ sínum. Á ferð sinni yfir Bandaríkin var skutlan ferjuð á baki 747 þotu. 4.7.2007 16:15 Bush útilokar ekki að Libby verði náðaður að fullu George Bush Bandaríkjaforseti útilokar ekki að hann muni náða Lewis Libby algerlega. Ákvörðun forsetans um að aflétta fangelsisdómi yfir Libby hefur vakið mikil viðbrögð meðal demókrata. 3.7.2007 21:46 Giuliani vel settur fjárhagslega Rudolph Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri í New York, hefur aflað mest fjár allra frambjóðenda í forkosningum repúblikana fyrir bandarísku forsetakosningarnar á næsta ári. Giuliani hefur safnað 17 milljónum dala sem samsvarar ríflega einum milljarði íslenskra króna síðastliðna þrjá mánuði, að sögn talsmanna framboðs hans. 3.7.2007 21:03 Annríki í sjúkraflugi Mikið annaríki hefur verið við sjúkraflug hjá Slökkviliði Akureyrar það sem af er ári. Í byrjun júlí í fyrra hafði 193 flug verið flogið en í ár er talan komin í 220 flug með 233 sjúklinga. Þetta samsvarar um 13 % aukningu á milli ára. 3.7.2007 20:16 Utanríkisráðherra fundaði með forseta Líberíu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, fundaði með Ellen Johnson-Sirleaf, forseta Líberíu þann 1. júlí síðastliðinn. Þær Ingibjörg Sólrún ræddu málefni Afríku og Líberíu, þróunarsamvinnu og réttindi kvenna, að því er fram kemur í tilkynningu frá utanríkisráðherra. 3.7.2007 20:00 Dautt kameldýr í Svíþjóð Lögreglan í Svíþjóð klórar sér í hausnum og spyr hvaða erindi kameldýr hafI átt til Svíþjóðar. Hræ af kameldýri fannst við vegkantinn á hraðbraut nærri Karlskrona í suðausturhluta Svíþjóðar í gær. 3.7.2007 19:31 Átök í Íslamabad Minnst 9 hafa týnt lífi og rúmlega 80 særst í átökum lögreglu við herská námsmenn nærri Rauðu moskunni í Íslamabad, höfuðborg Pakistans, í dag. Samið var um vopnahlé eftir að stríðandi fylkingar höfðu skipst á skotum í margar klukkustundir. 3.7.2007 19:29 Margir þeirra sem orsaka banaslys eru með fjölda ökupunkta Flest banaslys á síðasta ári mátti rekja til hraða- og ölvunaraksturs. Margir þeirra ökumanna sem orsökuðu banaslys á árinu 2006 voru með fjölda refsipunkta í ökuferilsskrá. 3.7.2007 19:28 Hrökklaðist úr embætti Varnarmálaráðherra Japans hrökklaðist úr embætti í dag vegna umdeildra ummæla. Hann móðgaði marga landa sína með því að gefa í skyn að kjarnorkuárásir Bandaríkjamanna á Hiroshima og Nagasaki 1945 hafi verið réttlætanlegar. Ummæli ráðherrans gátu vart fallið á verri tíma fyrir Japansstjórn, skömmu fyrir kosningar. 3.7.2007 19:27 Enginn eldur í Eldingunni 2 Enginn eldur var í bátnum Eldingunni 2 eins og greint var frá í fréttum í dag. Reykinn sem lagði frá bátnum má rekja til þess að púströr á bátnum bráðnaði og sjór lak inn í hann. 3.7.2007 19:26 Læknar grunaðir Ættingjar og samverkamenn læknis frá Jórdaníu eiga bágt með að trúa að hann hafi skipulagt hryðjuverkaárásina á Glasgow-flugvelli um síðustu helgi eða komið fyrir bílsprengjum í miðborg Lundúna. Athygli vekur að sjö þeirra sem nú eru í haldi lögreglu vegna málsins eru læknar eða læknanemar sem hafa starfað á Bretlandseyjum. 3.7.2007 19:24 Sjávarbyggðir sérstaklega styrktar Ríkisstjórnin ætlar að styrkja sjávarbyggðir sérstaklega vegna yfirvofandi niðurskurðar í þorskveiðum á næsta ári. Formenn stjórnarflokkanna eru sammála um að verulega þurfi að draga úr veiðunum. 3.7.2007 19:14 Áfram bitist um Hitaveitu Suðurnesja Sveitarfélögin fóru of bratt í átt til einkavæðingar orkufyrirtækja áður en pólitísk heildarstefna hefur verið mörkuð á því sviði segir viðskitptaráðherra og starfandi iðnaðaráðherra. Fjármálráðherra furðar sig á kapphlaupinu um Hitaveitu Suðurnesja. Aðkoma Orkuveitu Reykajvíkur er á skjön við stefnumörkun sem síðasta ríkisstjórn setti í einkavæðingarmálum. 3.7.2007 19:12 Þriggja ára bið Opinber neytendayfirvöld voru rösk þrjú ár að taka afstöðu til þess hvort Samtök banka og verðbréfafyrirtækja hefðu brotið lög um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins. Sérfræðingur hjá Neytendastofu segir málið eftirlegukind frá því Samkeppnisstofnun var lögð niður. 3.7.2007 18:45 36 á Grensás eftir umferðarslys Þrjátíu og sex manneskjur þurftu endurhæfingu á Grensás á síðasta ári eftir alvarleg umferðarslys. Sumir þeirra voru margbrotnir, heilaskaddaðir og aðrir lamaðir. 3.7.2007 18:30 6 km ljósmyndalabb Sex kílómetra ljósmyndalabb verður í boði fyrir gesti og heimamenn á Eskifirði í sumar. Sýningin er óvenjuleg því gömlum ljósmyndum er komið fyrir í námunda við þann stað sem myndirnar voru teknar. 3.7.2007 18:30 Ákærður fyrir tilraun til manndráps Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps en hann skaut á konu sína með haglabyssu í Hnífsdal í byrjun síðasta mánaðar. Maðurinn hefur kært úrskurðinn til Hæstaréttar. 3.7.2007 16:48 Stjórnvöld í Brasilíu heita því að bæta aðstæður í fátækrahverfum Stjórnvöld í Brasilíu hafa heitið því að verja um 90 milljörðum íslenskra króna til að bæta ástandið í fátækrahverfum í Rio de Janeiro og ná tökum á skipulagðri glæpastarfsemi þar. Um milljón manns búa í fátækrahverfunum. 3.7.2007 16:24 Hraðakstur veldur flestum banaslysum Hrað- og ölvunarakstur valda flestum banaslysum hér á landi samkvæmt nýútkominni skýrslu Rannsóknarnefndar umferðarslysa. Á árunum 1998 til 2006 mátti rekja 35 prósent banaslysa til þessara tveggja þátta. Þá telur nefndin sennilegt að 6 ökumenn og farþegar sem létust á síðasta ári hefðu lifað af slysið ef þeir hefðu notað bílbelti. 3.7.2007 16:14 Brown vill flytja meira vald til þingsins Gordon Brown lagði, í fyrstu ræðu sinni sem forsætisráðherra í Breska þinginu í dag, til að þingið fengi aukið vald í viðamiklum málum. Brown lofaði því að þingið fengi að hafa síðasta orðið í mögulegum ákvörðunum um stríð og einnig meira vægi í alþjóðlegum samningum. 3.7.2007 15:27 Hafnarfjarðarbær ætlar að nýta forkaupsrétt í Hitaveitu Suðurnesja Bæjarlögmaður Hafnarfjarðarbæjar tilkynnti fjármálaráðuneytinu í dag þá ákvörðun bæjaryfirvalda að nýta forkaupsrétt sinn í hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja. Frestur til að tilkynna nýtingu forkaupsréttar rennur út klukkan fjögur í dag. Þrjú sveitarfélög ætla að nýta sér forkaupsrétt sinn. 3.7.2007 14:55 Iceland Express hefur flug til Lúxemborgar Flugfélagið Iceland Express hefur flug til Lúxemborgar í haust en flogið verður tvisvar í viku frá lokum septembermánaðar til byrjun nóvember. Beinar flugsamgöngur milli Keflavíkur og Lúxemborgar hafa legið niðri frá ársbyrjun 2000 þegar Icelandair hætti að fljúga þangað. 3.7.2007 14:44 Árekstur á gatnamótum Miklubrautar og Grensás Árekstur varð á gatnamótum Miklubratar og Grensás fyrir stundu. Mikið hefur hægt á umferð út úr bænum í kjölfarið. Lögregla er á staðnum en ekki er vitað um slys á fólki. 3.7.2007 14:38 Samtök banka og verðbréfafyrirtækja brutu gegn samkeppnislögum Samtök banka og verðbréfafyrirtækja brutu gegn samkeppnislögum þegar þau auglýstu að þjónustugjöld íslenskra banka væru þau lægstu á Norðurlöndunum. Þetta kemur fram í áliti Neytendastofu en þar segir ennfremur að auglýsingarnar hafi verið ósanngjarnar gagnvart neytendum. Það voru Neytendasamtökin sem kvörtuðu undan auglýsingunum. 3.7.2007 14:25 Tveir menn handteknir í Blackburn Lögregla í Norðvestur Englandi hefur handtekið tvo menn í Blackburn í tengslum við rannsókn á sprengjutilræðunum á Bretlandseyjum um síðustu helgi. Sjö til viðbótar eru í haldi lögreglu á Englandi og í Skotlandi vegna málsins, fimm þeirra eru læknar. 3.7.2007 14:18 Fyrsta björgunarferð TF Gná TF Gná, þyrla Landhelgisgæslunnar, fór í sína fyrstu björgunarferð í morgun er hún aðstoðaði mann um borð í brennandi lúxussnekkju á Viðeyjarsundi. Þyrlan kom til landsins í byrjun síðasta mánaðar en hún er sömu tegundar og björgunarþyrlan Líf. 3.7.2007 13:41 Sveðjur ódýrari vegna minnkandi ofbeldis Verð á sveðjum á sumum svæðum í Nígeríu hefur hríðlækkað í kjölfar kosninga í apríl, vegna minnkandi eftirspurnar frá vígamönnum á vegum stjórnmálamanna. 3.7.2007 13:28 Hæstaréttardómari biður um lausn frá embætti Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, lagði á ríkisstjórnarfundi í morgun fram beiðni Hrafns Bragasonar, hæstaréttardómara, um lausn frá embætti sökum aldurs. Það verður síðan forseti Íslands sem samþykkir beiðnina og í kjölfarið verður embættið auglýst laust til umsóknar. 3.7.2007 13:21 Níu látnir í átökum við Rauðu moskuna í Pakistan Að minnst kosti níu manns, stúdentar hermenn, blaðamaður og borgarar hafa látist í átökum sem staðið hafa í allan dag við Rauðu moskuna í Islamabad í Pakistan. Um 150 manns særðust, en lögregla hefur meðal annars beitt táragasi á hóp róttækra íslamskra stúdenta og klerka Rauðu moskunnar. 3.7.2007 13:18 Ákvörðun Bandaríkjaforseta umdeild Bush Bandaríkjaforseti náðaði í gær að hluta Lewis "Scooter" Libby, fyrrverandi aðstoðamann Cheneys, varaforseta. Demókratar á Bandaríkjaþingi hafa fordæmt ákvörðun forsetans og segja hann misnota vald sitt. 3.7.2007 12:45 Tveir læknar í Ástralíu handteknir Tveir læknar voru í nótt og í morgun hnepptir í varðhald í Ástralíu í tengslum við rannsókn á sprengjutilræðunum á Bretlandseyjum um helgina. Sjö til viðbótar eru í haldi í Bretlandi - fimm þeirra eru sagðir læknar. 3.7.2007 12:30 Húsið í Lystrup sprengt Sprengjusérfræðingur í Danmörku segir að hús í Lystrup hafi verið sprengt í loft upp í fyrrinótt en það hafi viðvaningur gert. Engan sakaði þegar einbýlishúsið sprakk. Kraftur sprengingarinnar var svo mikill að helmingur af þaki hússins féll saman og veggir eyðilögðust. Nærliggjandi hús skemmdust ekki. 3.7.2007 12:15 Eldur um borð í lúxussnekkju á Viðeyjarsundi Eldur kom upp í Eldingunni 2, 30 tonna lúxussnekkju, sem gerð er út frá Ægisgarði í Reykjavík nú rétt fyrir hádegi. Einn maður var um borð en verið var að lóðsa bátinn yfir í Sundahöfn í viðhald. Hann sakaði ekki. 3.7.2007 12:00 Eldur kom upp í malbikunarstöð að Sævarhöfða Eldur kom upp í malbikunarstöðinni Höfða að Sævarhöfða um klukkan tíu í morgun. Eldsupptök voru í blöndunarturni stöðvarinnar þar sem bikinu er blandað saman við mölina. Neisti hljóp í dísilolíu sem notuð er við malbiksgerðina og varð töluverður eldur. 3.7.2007 12:00 Málsókn á hendur Google Breski viðskiptajöfurinn Brian Retkin hefur farið í mál við upplýsingaveituna Google. Hann heldur því fram að leitarvélin beini fólki á verulega niðurlægjandi og eyðileggjandi efni um netfyrirtæki hans Dotworlds, meðal annars eru þar fullyrðingar um að Retkin sé svikull. 3.7.2007 11:50 Gæti eignast hálfsystkini sín Kanadísk kona hefur fryst egg úr sjálfri sér svo að dóttir hennar, sem er með sérstakan erfðagalla og er ófær um að eignast börn, geti notað þau og eignast börn síðar á lífsleiðinni. Ef stelpan ákveður að nota eggin mun hún í raun eignast hálfbróður sinn eða systur. 3.7.2007 11:50 Ráðherra segir margt koma á óvart í sölu Hitaveitu Suðurnesja Gera mátti ráð fyrir því að einhver myndi nýta sér forkaupsrétt sinn á hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja að mati Árna M. Mathiesen, fjármálaráðherra. Hann segir þó sumt í atburðarás síðastliðinna daga koma á óvart. 3.7.2007 11:01 Sjá næstu 50 fréttir
Fjölmenn sendinefnd fylgir borgarstjóra til Moskvu Opinber heimsókn Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, borgarstjóri, til Moskvuborgar hefst í dag. Þar verður meðal annars skrifað undir samstarfssamning borganna. Hátt í 30 manna sendinefnd er í för með borgarstjóra þar á meðal fulltrúar íslenskra fyrirtækja og háskóla. Sjaldan hefur jafn fjölmenn sendinefnd farið í opinbera heimsókn til erlends ríkis samkvæmt vef Reykjavíkurborgar. 4.7.2007 10:41
Fyrsti samráðsfundur um aðgerðir á sviði efnhagsmála Fyrsti fundur á samráðsvettvangi ríkisins, sveitarfélaga og aðila vinnumarkaðarins fer fram á morgun en þar verður fjallað um aðgerðir og langtímamarkmið á sviði efnhags-, atvinnu- og félagsmála. Forsætisráðherra mun stýra fundinum en vettvangurinn er í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. 4.7.2007 10:22
Vantar 0.8 sekúndur upp á Ólympíulágmarkið Hinn 20 ára gamli Oscar Pistorius sem er fljótasti aflimaði maður heims er staddur hér á landi. Oskar sem er frá Suður Afríku á best 46.56 sekúndur í 400 metra hlaupi sem er hans grein. Hann vantar 0.8 sekúndur til að ná lágmarkinu í þeirri grein fyrir Ólympíuleikana. Pistorius er heimsmethafi í 100, 200 og 400 metra hlaupi í flokki aflimaðra og besti tími hans í 100 metrum er 10.91 sekúnda. 4.7.2007 10:07
Aukin vatnsnotkun í blíðviðrinu á höfuðborgarsvæðinu Veðurblíðan undanfarna daga hefur ekki farið framhjá starfsmönnum Orkuveitu Reykjavíkur. Samkvæmt rennslistölum kalda vatnsins hefur vatnsnotkun aukist um allt að 25 prósent frá því á föstudaginn í síðustu viku. Svo virðist sem höfuðborgarbúar hafi verið ansi duglegir að vökva garða sína 4.7.2007 09:44
12% aukning farþega um Keflavíkurflugvöll Alls komu 37 þúsund fleiri farþegar til landsins um Keflavíkurflugvöll á fyrstu sex mánuðum þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í Hagvísum Hagstofunnar. 4.7.2007 09:27
Íhuga að draga úr viðbúnaði Öryggissérfræðingar í Bretlandi eru að íhuga að lækka viðbúnaðarstigið í landinu um eitt stig eftir þær fjölmörgu handtökur sem farið hafa fram undanfarna daga. Ef það gerist verður slakað örlítið á öryggi í landinu. 4.7.2007 08:36
Jóhanna gagnrýndi lækkun lánshlutfalls í fyrra Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra, sem ákvað í gær að lækka lánshlutfall Íbúðalánasjóðs og hámarkslán líka, gagnrýndi samskonar aðgerð þáverandi ríkisstjórnar harðlega á heimasíðu sinni í fyrra. Þetta kemur fram á heimasíðu Kristins H. Gunnrssonar alþingismanns. 4.7.2007 08:12
MEND aflýsir vopnahléi Nígeríski uppreisnarhópurinn MEND (Movement for the Emancipation of the Niger Delta) hefur aflýst mánaðarlöngu vopnahléi. Hópurinn ber ábyrgð á flestum þeirra árása sem eru gerðar við ósa Níger-árinnar en þar er gríðarlegt magn af olíu að finna. 4.7.2007 08:11
Atlantis komin á endapunkt Atlantis geimferjan er loksins komin heim til sín í Flórída. Hún þurfti að lenda í Kaliforníu eftir fjórtán daga leiðangur til Alþjóðageimstöðvarinnar vegna slæmra veðurskilyrða í heimabæ sínum. Á ferð sinni yfir Bandaríkin var skutlan ferjuð á baki 747 þotu. 4.7.2007 16:15
Bush útilokar ekki að Libby verði náðaður að fullu George Bush Bandaríkjaforseti útilokar ekki að hann muni náða Lewis Libby algerlega. Ákvörðun forsetans um að aflétta fangelsisdómi yfir Libby hefur vakið mikil viðbrögð meðal demókrata. 3.7.2007 21:46
Giuliani vel settur fjárhagslega Rudolph Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri í New York, hefur aflað mest fjár allra frambjóðenda í forkosningum repúblikana fyrir bandarísku forsetakosningarnar á næsta ári. Giuliani hefur safnað 17 milljónum dala sem samsvarar ríflega einum milljarði íslenskra króna síðastliðna þrjá mánuði, að sögn talsmanna framboðs hans. 3.7.2007 21:03
Annríki í sjúkraflugi Mikið annaríki hefur verið við sjúkraflug hjá Slökkviliði Akureyrar það sem af er ári. Í byrjun júlí í fyrra hafði 193 flug verið flogið en í ár er talan komin í 220 flug með 233 sjúklinga. Þetta samsvarar um 13 % aukningu á milli ára. 3.7.2007 20:16
Utanríkisráðherra fundaði með forseta Líberíu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, fundaði með Ellen Johnson-Sirleaf, forseta Líberíu þann 1. júlí síðastliðinn. Þær Ingibjörg Sólrún ræddu málefni Afríku og Líberíu, þróunarsamvinnu og réttindi kvenna, að því er fram kemur í tilkynningu frá utanríkisráðherra. 3.7.2007 20:00
Dautt kameldýr í Svíþjóð Lögreglan í Svíþjóð klórar sér í hausnum og spyr hvaða erindi kameldýr hafI átt til Svíþjóðar. Hræ af kameldýri fannst við vegkantinn á hraðbraut nærri Karlskrona í suðausturhluta Svíþjóðar í gær. 3.7.2007 19:31
Átök í Íslamabad Minnst 9 hafa týnt lífi og rúmlega 80 særst í átökum lögreglu við herská námsmenn nærri Rauðu moskunni í Íslamabad, höfuðborg Pakistans, í dag. Samið var um vopnahlé eftir að stríðandi fylkingar höfðu skipst á skotum í margar klukkustundir. 3.7.2007 19:29
Margir þeirra sem orsaka banaslys eru með fjölda ökupunkta Flest banaslys á síðasta ári mátti rekja til hraða- og ölvunaraksturs. Margir þeirra ökumanna sem orsökuðu banaslys á árinu 2006 voru með fjölda refsipunkta í ökuferilsskrá. 3.7.2007 19:28
Hrökklaðist úr embætti Varnarmálaráðherra Japans hrökklaðist úr embætti í dag vegna umdeildra ummæla. Hann móðgaði marga landa sína með því að gefa í skyn að kjarnorkuárásir Bandaríkjamanna á Hiroshima og Nagasaki 1945 hafi verið réttlætanlegar. Ummæli ráðherrans gátu vart fallið á verri tíma fyrir Japansstjórn, skömmu fyrir kosningar. 3.7.2007 19:27
Enginn eldur í Eldingunni 2 Enginn eldur var í bátnum Eldingunni 2 eins og greint var frá í fréttum í dag. Reykinn sem lagði frá bátnum má rekja til þess að púströr á bátnum bráðnaði og sjór lak inn í hann. 3.7.2007 19:26
Læknar grunaðir Ættingjar og samverkamenn læknis frá Jórdaníu eiga bágt með að trúa að hann hafi skipulagt hryðjuverkaárásina á Glasgow-flugvelli um síðustu helgi eða komið fyrir bílsprengjum í miðborg Lundúna. Athygli vekur að sjö þeirra sem nú eru í haldi lögreglu vegna málsins eru læknar eða læknanemar sem hafa starfað á Bretlandseyjum. 3.7.2007 19:24
Sjávarbyggðir sérstaklega styrktar Ríkisstjórnin ætlar að styrkja sjávarbyggðir sérstaklega vegna yfirvofandi niðurskurðar í þorskveiðum á næsta ári. Formenn stjórnarflokkanna eru sammála um að verulega þurfi að draga úr veiðunum. 3.7.2007 19:14
Áfram bitist um Hitaveitu Suðurnesja Sveitarfélögin fóru of bratt í átt til einkavæðingar orkufyrirtækja áður en pólitísk heildarstefna hefur verið mörkuð á því sviði segir viðskitptaráðherra og starfandi iðnaðaráðherra. Fjármálráðherra furðar sig á kapphlaupinu um Hitaveitu Suðurnesja. Aðkoma Orkuveitu Reykajvíkur er á skjön við stefnumörkun sem síðasta ríkisstjórn setti í einkavæðingarmálum. 3.7.2007 19:12
Þriggja ára bið Opinber neytendayfirvöld voru rösk þrjú ár að taka afstöðu til þess hvort Samtök banka og verðbréfafyrirtækja hefðu brotið lög um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins. Sérfræðingur hjá Neytendastofu segir málið eftirlegukind frá því Samkeppnisstofnun var lögð niður. 3.7.2007 18:45
36 á Grensás eftir umferðarslys Þrjátíu og sex manneskjur þurftu endurhæfingu á Grensás á síðasta ári eftir alvarleg umferðarslys. Sumir þeirra voru margbrotnir, heilaskaddaðir og aðrir lamaðir. 3.7.2007 18:30
6 km ljósmyndalabb Sex kílómetra ljósmyndalabb verður í boði fyrir gesti og heimamenn á Eskifirði í sumar. Sýningin er óvenjuleg því gömlum ljósmyndum er komið fyrir í námunda við þann stað sem myndirnar voru teknar. 3.7.2007 18:30
Ákærður fyrir tilraun til manndráps Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps en hann skaut á konu sína með haglabyssu í Hnífsdal í byrjun síðasta mánaðar. Maðurinn hefur kært úrskurðinn til Hæstaréttar. 3.7.2007 16:48
Stjórnvöld í Brasilíu heita því að bæta aðstæður í fátækrahverfum Stjórnvöld í Brasilíu hafa heitið því að verja um 90 milljörðum íslenskra króna til að bæta ástandið í fátækrahverfum í Rio de Janeiro og ná tökum á skipulagðri glæpastarfsemi þar. Um milljón manns búa í fátækrahverfunum. 3.7.2007 16:24
Hraðakstur veldur flestum banaslysum Hrað- og ölvunarakstur valda flestum banaslysum hér á landi samkvæmt nýútkominni skýrslu Rannsóknarnefndar umferðarslysa. Á árunum 1998 til 2006 mátti rekja 35 prósent banaslysa til þessara tveggja þátta. Þá telur nefndin sennilegt að 6 ökumenn og farþegar sem létust á síðasta ári hefðu lifað af slysið ef þeir hefðu notað bílbelti. 3.7.2007 16:14
Brown vill flytja meira vald til þingsins Gordon Brown lagði, í fyrstu ræðu sinni sem forsætisráðherra í Breska þinginu í dag, til að þingið fengi aukið vald í viðamiklum málum. Brown lofaði því að þingið fengi að hafa síðasta orðið í mögulegum ákvörðunum um stríð og einnig meira vægi í alþjóðlegum samningum. 3.7.2007 15:27
Hafnarfjarðarbær ætlar að nýta forkaupsrétt í Hitaveitu Suðurnesja Bæjarlögmaður Hafnarfjarðarbæjar tilkynnti fjármálaráðuneytinu í dag þá ákvörðun bæjaryfirvalda að nýta forkaupsrétt sinn í hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja. Frestur til að tilkynna nýtingu forkaupsréttar rennur út klukkan fjögur í dag. Þrjú sveitarfélög ætla að nýta sér forkaupsrétt sinn. 3.7.2007 14:55
Iceland Express hefur flug til Lúxemborgar Flugfélagið Iceland Express hefur flug til Lúxemborgar í haust en flogið verður tvisvar í viku frá lokum septembermánaðar til byrjun nóvember. Beinar flugsamgöngur milli Keflavíkur og Lúxemborgar hafa legið niðri frá ársbyrjun 2000 þegar Icelandair hætti að fljúga þangað. 3.7.2007 14:44
Árekstur á gatnamótum Miklubrautar og Grensás Árekstur varð á gatnamótum Miklubratar og Grensás fyrir stundu. Mikið hefur hægt á umferð út úr bænum í kjölfarið. Lögregla er á staðnum en ekki er vitað um slys á fólki. 3.7.2007 14:38
Samtök banka og verðbréfafyrirtækja brutu gegn samkeppnislögum Samtök banka og verðbréfafyrirtækja brutu gegn samkeppnislögum þegar þau auglýstu að þjónustugjöld íslenskra banka væru þau lægstu á Norðurlöndunum. Þetta kemur fram í áliti Neytendastofu en þar segir ennfremur að auglýsingarnar hafi verið ósanngjarnar gagnvart neytendum. Það voru Neytendasamtökin sem kvörtuðu undan auglýsingunum. 3.7.2007 14:25
Tveir menn handteknir í Blackburn Lögregla í Norðvestur Englandi hefur handtekið tvo menn í Blackburn í tengslum við rannsókn á sprengjutilræðunum á Bretlandseyjum um síðustu helgi. Sjö til viðbótar eru í haldi lögreglu á Englandi og í Skotlandi vegna málsins, fimm þeirra eru læknar. 3.7.2007 14:18
Fyrsta björgunarferð TF Gná TF Gná, þyrla Landhelgisgæslunnar, fór í sína fyrstu björgunarferð í morgun er hún aðstoðaði mann um borð í brennandi lúxussnekkju á Viðeyjarsundi. Þyrlan kom til landsins í byrjun síðasta mánaðar en hún er sömu tegundar og björgunarþyrlan Líf. 3.7.2007 13:41
Sveðjur ódýrari vegna minnkandi ofbeldis Verð á sveðjum á sumum svæðum í Nígeríu hefur hríðlækkað í kjölfar kosninga í apríl, vegna minnkandi eftirspurnar frá vígamönnum á vegum stjórnmálamanna. 3.7.2007 13:28
Hæstaréttardómari biður um lausn frá embætti Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, lagði á ríkisstjórnarfundi í morgun fram beiðni Hrafns Bragasonar, hæstaréttardómara, um lausn frá embætti sökum aldurs. Það verður síðan forseti Íslands sem samþykkir beiðnina og í kjölfarið verður embættið auglýst laust til umsóknar. 3.7.2007 13:21
Níu látnir í átökum við Rauðu moskuna í Pakistan Að minnst kosti níu manns, stúdentar hermenn, blaðamaður og borgarar hafa látist í átökum sem staðið hafa í allan dag við Rauðu moskuna í Islamabad í Pakistan. Um 150 manns særðust, en lögregla hefur meðal annars beitt táragasi á hóp róttækra íslamskra stúdenta og klerka Rauðu moskunnar. 3.7.2007 13:18
Ákvörðun Bandaríkjaforseta umdeild Bush Bandaríkjaforseti náðaði í gær að hluta Lewis "Scooter" Libby, fyrrverandi aðstoðamann Cheneys, varaforseta. Demókratar á Bandaríkjaþingi hafa fordæmt ákvörðun forsetans og segja hann misnota vald sitt. 3.7.2007 12:45
Tveir læknar í Ástralíu handteknir Tveir læknar voru í nótt og í morgun hnepptir í varðhald í Ástralíu í tengslum við rannsókn á sprengjutilræðunum á Bretlandseyjum um helgina. Sjö til viðbótar eru í haldi í Bretlandi - fimm þeirra eru sagðir læknar. 3.7.2007 12:30
Húsið í Lystrup sprengt Sprengjusérfræðingur í Danmörku segir að hús í Lystrup hafi verið sprengt í loft upp í fyrrinótt en það hafi viðvaningur gert. Engan sakaði þegar einbýlishúsið sprakk. Kraftur sprengingarinnar var svo mikill að helmingur af þaki hússins féll saman og veggir eyðilögðust. Nærliggjandi hús skemmdust ekki. 3.7.2007 12:15
Eldur um borð í lúxussnekkju á Viðeyjarsundi Eldur kom upp í Eldingunni 2, 30 tonna lúxussnekkju, sem gerð er út frá Ægisgarði í Reykjavík nú rétt fyrir hádegi. Einn maður var um borð en verið var að lóðsa bátinn yfir í Sundahöfn í viðhald. Hann sakaði ekki. 3.7.2007 12:00
Eldur kom upp í malbikunarstöð að Sævarhöfða Eldur kom upp í malbikunarstöðinni Höfða að Sævarhöfða um klukkan tíu í morgun. Eldsupptök voru í blöndunarturni stöðvarinnar þar sem bikinu er blandað saman við mölina. Neisti hljóp í dísilolíu sem notuð er við malbiksgerðina og varð töluverður eldur. 3.7.2007 12:00
Málsókn á hendur Google Breski viðskiptajöfurinn Brian Retkin hefur farið í mál við upplýsingaveituna Google. Hann heldur því fram að leitarvélin beini fólki á verulega niðurlægjandi og eyðileggjandi efni um netfyrirtæki hans Dotworlds, meðal annars eru þar fullyrðingar um að Retkin sé svikull. 3.7.2007 11:50
Gæti eignast hálfsystkini sín Kanadísk kona hefur fryst egg úr sjálfri sér svo að dóttir hennar, sem er með sérstakan erfðagalla og er ófær um að eignast börn, geti notað þau og eignast börn síðar á lífsleiðinni. Ef stelpan ákveður að nota eggin mun hún í raun eignast hálfbróður sinn eða systur. 3.7.2007 11:50
Ráðherra segir margt koma á óvart í sölu Hitaveitu Suðurnesja Gera mátti ráð fyrir því að einhver myndi nýta sér forkaupsrétt sinn á hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja að mati Árna M. Mathiesen, fjármálaráðherra. Hann segir þó sumt í atburðarás síðastliðinna daga koma á óvart. 3.7.2007 11:01