Innlent

Góð þátttaka í þjóðhátíðarfagnaði á Hvanneyri

Þegar hæst stóð náði skrúðgangan þvert í gegnum þorpið.
Þegar hæst stóð náði skrúðgangan þvert í gegnum þorpið. MYND/Guðrún

Stór hluti íbúa Hvanneyris tók þátt í þjóðhátíðardagskrá sem ungmennafélagið Íslendingur stóð fyrir þar í bæ. Hápunktur hátíðarhaldanna var þegar flugvél flaug yfir svæðið og kastaði niður sælgæti til barnanna.

Einmuna veðurblíða hefur verið á Hvanneyri í dag og var þátttaka í hátíðarhöldunum óvenjulega góð. Stór hluti íbúa tók þátt í skrúðgöngu þar sem þrammað var út í skjólbelti. Þar var síðan grillað og farið í leiki.

Hápunktur hátíðarhaldanna var þegar flugvél flaug yfir svæðið og kastaði niður sælgæti til barnanna. Þau eyddu síðan drjúgum tíma í að tína upp sælgætismolana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×