Innlent

Mikill mannfjöldi í miðbæ Reykjavíkur

Talið er að á bilinu 15 til 20 þúsund manns séu í miðbæ Reykjavíkur þessa stundina.
Talið er að á bilinu 15 til 20 þúsund manns séu í miðbæ Reykjavíkur þessa stundina. MYND/Lára

Mörg þúsund manns eru nú saman komin í miðbæ Reykjavíkur til að fagna þjóðhátíðardegi landsmanna. Allt hefur gengið slysalaust fyrir sig að sögn lögreglu.

Talið er að á bilinu 15 til 20 þúsund manns séu samankomin í miðbæ Reykjavíkur en þar er boðið upp á ýmislegt fyrir alla aldurshópa.

Í Hljómskálagarðinum er búið að koma upp leiktækjum og að venju eru sölutjöld við Lækjargötuna. Þjóðhátíðargestir hafa notið veðurblíðunnar á höfuðborgarsvæðinu og sögn lögreglunnar hefur allt gengið slysalaust fyrir sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×