Innlent

Raggi Bjarna er borgarlistamaður Reykjavíkur

Stórsöngvarinn Ragnar Bjarnason var í dag útnefndur Borgarlistamaður Reykjavíkur. Útnefningin fór fram í Höfða og við það tækifæri tók Ragnar gamlan slagara við góðar undirtektir Borgarstjóra og annarra gesta.

 

 

Það var ilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri sem útnefndi Ragnar Borgarlistamann Reykjavíkur árið 2007. Útnefningin er heiðursviðurkenning til handa reykvískum listamanni sem með sköpun sinni hefur skarað fram úr og markað sérstök spor í íslensku listalífi. Útnefningin fír fram í Höfða og var Ragnari veittur við það tækifæri ágrafinn steinn, viðurkenningarskjal og ein milljón króna í heiðursverðlaun.

 

 

Að athöfninni lokinn tók Ragnar lagið ásamt félaga sínum til margra ára, Árna Scheving sem lék á sögufræga harmonikku Bjarna Böðvarssonar, föður Ragnars.

 

 

Síðan tók Ragnar lagið ásamt milljarðarmæringunum og borgarstjóra- lag sem hvert mannsbarn þekkir og allir viðstaddir í Höfða tóku undir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×