Fleiri fréttir

Nærri 400 manns hafa gengið á Esjuna í dag

Milli 300 og 400 manns eru komin á lista yfir þá sem hafa gengið á Esjuna í dag. Fimmtindahópurinn svokallaði ætlar sér að setja Íslandsmet í fjöldagöngu á Esjuna. Ekki er vitað til þess að áður hafi verið sett met í þessu.

2.000 óbreyttir borgarar látið lífið í maí

2.000 óbreyttir borgarar hafa látið lífið í Írak það sem af er maí. Þetta eru hæstu tölur síðan að hertar öryggisaðgerðir voru settar í gang í febrúar síðastliðnum. Vígamenn sprengdu upp brú norður af Bagdad í morgun og 10 létust og 30 særðust í árásum í Bagdad.

Geta ekki tekið út peninga

Milljónir viðskiptavina NatWest og Royal Bank of Scotland í Bretlandi geta ekki tekið pening út á kredit- eða debetkort sín. Ekki er vitað hvers vegna það er en svo virðist sem að heimabankar, hraðbankar og símabankar bankanna tveggja hafi hrunið seint í gærkvöldi. Viðskiptavinir bankanna geta þó notað kortin sín í verslunum.

Hvetur Tyrki til þess að sýna stillingu

Forsætisráðherra Íraks, Nuri al-Maliki, hvatti í dag tyrknesk stjórnvöld til þess að senda ekki hersveitir í norðurhluta Íraks en talið er að þar haldi kúrdískir aðskilnaðarsinnar sig. Al-Maliki sagði að ofbeldi væri ekki rétta leiðin til þess að takast á við vandamálin.

Lögregla og mótmælendur tókust á í Rostock

Lögreglu og mótmælendum í Rostock í Þýskalandi laust saman nú um hádegi. Verið er að mótmæla fyrirhuguðum G8 fundi sem fram fer í þorpi nálægt Rostock í næstu viku.

Nýtt strætóleiðakerfi á morgun

Farþegum strætó fækkar um fjörutíu prósent á sumrin og því er þjónustan löguð að viðskiptavininum, segir Gísli Marteinn Baldursson formaður Umhverfisráðs, en leiðakerfi Strætó breytist á morgun og ferðum verður fækkað. Oddviti minnihlutans dregur í efa mælingar á notkun strætó.

Vesturbæjarhreinsun

Borgaryfirvöld halda áfram að taka upp hanskann fyrir Reykjavík en í dag er hreinsunardagur í Vesturbænum.

Gabb í beinni útsendingu

Umdeildur hollenskur raunveruleikaþáttur þar sem keppt var um nýra úr dauðvona konu reyndist gabb eftir allt saman. Þetta kom fram á lokamínútum þáttarins í hollensku sjónvarpi í gærkvöldi.

G8 mótmæli í dag

Mótmælendur víða að streyma nú til hafnarborgarinnar Rostock í norðurhluta Þýskalands þar sem leiðtogar átta helstu iðnríkja heims funda í næstu viku. 13 þúsund lögreglumenn eru í viðbragðsstöðu í borginni en búist er við allt að hundrað þúsund mótmælendum í dag. Mótmæli eru einnig fyrirhuguð í Lundúnum í dag og hafa mótmælendur safnast þangað í stórum hópum í morgun.

Byrjunarlið Íslands á móti Liechtenstein

Ísland og Liechtenstein mætast á Laugardalsvelli í dag kl. 16:00 en leikurinn er liður í undankeppni fyrir EM 2008. Þjóðirnar hafa hlotið jafnmörg stig í riðlinum til þessa en íslensku strákarnir eru staðráðnir að ná sér í þrjú stig út úr þessari viðureign. Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt og má sjá það hér. Helst ber að nefna að Matthías Guðmundsson, leikmaður FH, er í byrjunarliðinu.

Frakkar vilja senda herlið til Tsjad

Frakkar íhuga nú að biðja aðildarlönd í Evrópusambandinu um að senda allt að 12.000 hermenn til Tsjad til þess að aðstoða flóttamenn frá Darfúr-héraði Súdan. Talsmaður franska utanríkisráðuneytsins staðfesti í morgun að það væri að reyna að safna utanríkisráðherrum G8 ríkjanna, auk þess kínverska, fyrir viðræður um ástandið í Darfúr.

Kínverjar gera lítið úr auknum hernaðarumsvifum

Kínverjar freistuðu þess að róa Bandaríkjamenn á herráðstefnu sem fram fer í Singapore í dag. Þar sagði talsmaður kínverska hersins að stækkun hans væri eingöngu í varnartilgangi og að þeir ætluðu sér ekki að ráðast gegn neinu landi. Á meðal hlustenda var Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna.

Mótmælendur fjölmenna til Rostock vegna G8 fundar

Mótmælendur komu sér fyrir í þýsku borginni Rostock í morgun til þess að mótmæla fundi G8 ríkja sem fram fer í Heiligendamm, smáþorpi rétt hjá Rostock, í byrjun næstu viku. Lögregla býst við allt að 100.000 mótmælendum en 40 samkomur á þeirra vegum verða haldnar víðsvegar um borgina um helgina. Búist er við því að mótmælin fari friðsamlega fram.

Varaforsætisráðherra Kína látinn

Húang Jú, varaforsætisráðherra Kína, lést í gær, sextíu og átta ára að aldri. Ekki hefur verið greint frá því formlega hvert banamein hans var en vitað er að hann hafði þjáðst af krabbameini síðan í fyrra.

Kastró hefur að mestu náð sér

Fídel Kastró, forseti Kúbu, hefur náð sér að mestu eftir magaaðgerði í fyrra. Þetta segir Ricardo Alarcon, þingforseti landsins. Þetta upplýsti hann í viðtali við bandaríska sjónvarpsstöð. Hann gaf þó ekkert upp um hvenær Kastró tæki aftur við stórnartaumunum.

Æ færri Danir lesa dagblöð

Marktækt færri lesa dagblöð í Danmörku í dag en fyrir hálfu ári síðan. Þetta kemur fram í nýrri könnun Gallup sem skýrt var frá í dag. Þetta á við öll blöð í landinu ef undan er skilið viðskiptablaðið Börsen sem heldur sínum lesendahóp.

Ófreskjan frá Alabama reyndist vera heimalningur - að nafni Fred

Það vakti mikla athygli á dögunum þegar 11 ára drengur í Alabama felldi villisvín sem var það stærsta sem sögur fara af. Nú hefur hins vegar komið í ljós að villisvínið ógurlega var ekki villt, heldur var um að ræða alisvín sem kallað var Fred. Bóndi að nafni Phil Blissitt keypti grísinn árið 2004 og gaf konu sinni hann í jólagjöf.

Ekið á dreng á reiðhjóli

Ekið var á dreng sem var á reiðhjóli við Brúnaland í Fossvogi fyrr í kvöld. Hann var með hjálm sem skemmdist við höggið en meiðsl hans munu hafa verið minniháttar. Hann var fluttur á slysadeild til aðhlynningar.

Bush krefst þess að Íran sleppi fjórum úr haldi

Bush Bandaríkjaforseti krafðist þess í kvöld að írönsk strjórnvöld sleppi fólki fjórum einstaklingum sem handteknir hafa verið í Íran. Fólkið er af írönsku og bandarísku bergi brotið og hefur verið ákært í Íran fyrir að reyna að steypa ríkisstjórninni af stóli.

„Dr. Dauði“ laus úr fangelsi

Læknirinn Jack Kevorkian, sem kallaður hefur verið „Dr. Dauði“ fyrir að hjálpa dauðvona sjúklingum að binda enda á líf sitt, er laus úr fangelsi eftir átta ára vist.

Geiri á Goldfinger í Íslandi í dag

Ásgeir Davíðsson eigandi Goldfinger segir grein um nektardansstaðinn í tímaritinu Ísafold vera harmleik. Í greininni voru ávirðingar þess efnis að mansal væri stundað þar innan dyra. Ásgeir sagðist ekki viss um hvort hann myndi kæra blaðið en taldi það ólíklegt.

Nýrnaþátturinn reyndist gabb

Umdeildur hollenskur raunveruleikaþáttur hvar þáttakendur áttu að keppa um nýra úr dauðvona konu var gabb eftir allt saman. Konan er leikkona en keppendurnir eru raunverulegir nýrnasjúklingar sem vissu af gabbinu.

Tekinn með tvö kíló í Leifsstöð

Tollgæslan á Suðurnesjum fann í gær um tvö kíló af fíkniefnum í fórum íslensks karlmanns í Leifsstöð. Talið er að um sé að ræða amfetamín eða kókaín. Frá þessu var greint í kvöldfréttum RÚV. Þar staðfesti Jóhann R. Benediktsson, lögreglu- og tollstjóri á Suðurnesjum að maður hefði verið stöðvaður með mikið magn fíkniefna í Leifsstöð.

Sérhanna barn til lækninga

Richardsson-hjónin í Svíþjóð eygja nú von í baráttu fjögurra ára sonar þeirra við alvarlegan arfgengan sjúkdóm. Þau hafa fyrst Svía fengið leyfi að velja fósturvísa til að sérhanna barn til glasafrjóvgunar. Íslenskur kvensjúkdómalæknir segir Vísindasiðanefnd ákveða hvort slíkt yrði leyft hér.

Með kúlu í höfðinu í 64 ár

Læknar í Kína fjarlægðu á dögunum þriggja sentimetra langa byssukúlu úr höfuðkúpu tæplega áttræðrar konu. Kúlan hafði setið þar föst í 64 ár.

Jákvætt að einkaaðilar vilji leggja fram fjármagn

Forsvarsmenn Grensásdeildar Landspítalans og sjúklingar sem þar þiggja þjónustu segja það jákvætt að einkaaðilar vilji leggja fram fjármagn til að reisa nýja álmu við deildina. Aðstaðan sé nokkuð þröng, en mikil aukning hefur verið á starfsemi deildarinnar undanfarin ár.

Velta minni eftir bann

Reykingabann á opinberum stöðum er í gildi víða. Bannið hefur haft áhrif á veltu veitingastaða í Noregi og knæpurekstur í dreifbýli á Írlandi.

Glerhöll í Nauthólsvík

Gestir Nauthólsvíkur geta í allt sumar skoðað tölvumyndasýningu af tilvonandi húsnæði Háskólans í Reykjavík. Framkvæmdir hefjast strax í haust, að þessu næststærsta húsi Reykjavíkur.

Löng bið eftir sjúkdómsgreiningu hjá Greiningarstöð ríkisins

Móðir 12 ára einhverfrar stúlku segir skelfilegt að foreldrar þurfi að bíða í eitt til þrjú ár eftir að börn þeirra verði sjúkdómsgreind, hjá Greiningarstöð ríkisins. Hún segir takmarkaðan skilning hjá almenningi í garð foreldra einhverfra barna, því fötlun þeirra sé ekki sýnileg.

Hugmyndasamkeppni um hjarta miðborgarinnar

Allt að sex arkitektastofur verða valdar til að leggja fram hugmyndir um enduruppbyggingu í Kvosinni eftir bruna húsanna að Austurstræti 22 og Lækjargötu 2.

Ísafold fjarlægt úr verslunum Kaupáss

Kaupás lét fjarlægja tímaritið Ísafold úr öllum verslunum sínum í dag. Forráðamenn blaðsins segja það tengjast umfjöllun Ísafoldar um aðkomu bæjarstjóranns í Kópavogi að næturklúbbnum Goldfinger. Forstjóri Kaupáss segir þetta viðskiptaákvörðun og hótar því að taka öll blöð Birtings úr sölu. Bæjarstjórinn segir lygar og rangfærslur koma fram í grein Ísafoldar.

Reykingabann gengið í gildi

Virði veitinga- og skemmtistaðir ekki reykingabannið sem tók gildi á miðnætti er hægt að beita þá dagsektum, dugi þær ekki til að stöðva reykingarnar er hægt að loka stöðunum. Ekki er hægt að beita gestina sjálfa neinum peningasektum.

Bresk yfirvöld fordæma myndband af Johnston

Tony Blair forsætisráðherra Breta, vottaði í dag fjölskyldu breska blaðamannsins Alan Johnstons samúð sína í kjölfar þess að myndband með Johnston, sem haldið er af mannræningjum í Palestínu, var gert opinbert. Gordon Brown fjármálaráðherra fodæmdi myndbandið sem hann sagði aðeins auka á áhyggjur fjölskyldu Johnstons.

Þrítugur veggjakrotari handtekinn

Þrítugur karlmaður var handtekinn á Reykjavíkurflugvelli laust eftir hádegi í dag. Það teldist varla til frásögu færandi ef ekki væri fyrir þá staðreynd að krotarinn er á fertugsaldri.

Unga parið enn á gjörgæslu

Unga parið sem lentu í bílslysi á Suðurlandsvegi í gærdag er enn á gjörgæsludeild Landsspítalans í Fossvogi, að sögn vakthafandi læknis. Þriggja mánaða gamalt barn þeirra hefur verið útskrifað af gjörgæslu og er nú á barnaspítalanum við Hringbraut.

Erfðaefni úr óþekktum manni í herbergi Madeleine

Erfðaefni úr óþekktum manni fannst í herbergi Madeleine McCann þar sem hún svaf þegar henni var rænt. Þetta kemur fram í portúgalska innanbæjarblaðinu 24 Horas. Blaðið segir að erfðaefnið sé hvorki úr foreldrum stúlkunnar né börnunum þremur. Það er ekki heldur úr þeim sem hafa legið undir grun í málinu.

Kalt og notalegt í Nauthólsvíkinni

Starfsmenn Háskólans í Reykjavík létu ekki hvassviðri og nokkurn kulda stöðva sig í dag þegar þau skelltu sér til sunds í Nauthólsvíkinni. Svo slæmt var veðrið reyndar að flytja þurfti sumarfögnuð starfsmanna úr Nauthólsvíkinni í húsakynni HR í Ofanleiti.

Egill segist á leið á RÚV

Þáttarstjórnandinn og álitsgjafinn Egill Helgason, sem séð hefur um umræðuþáttinn Silfur Egils á Stöð 2, er á leið á Ríkisútvarpið. Frá þessu greinir hann í tölvupósti til samstarfsmanna sinna.

Skelfilegt kjarnorkuslys vofir yfir Evrópu

Gríðarstórir geymar fullir af notuðum eldsneytis-stjórnstöngum úr vélum rússneskra kjarnorkukafbáta geta sprungið hvenær sem er. Þeir eru aðeins 50 kílómetra frá landamærunum við Noreg. Það yrði hrein kjarnorkumatröð, margfallt verri en kjarnorkuslysið í Chernobyl á sínum tíma.

Leg með flestar tilnefningar til Grímunnar

Leikritið Leg eftir Hugleik Dagsson fékk flestar tilnefningar til Grímunnar, Íslensku leiklistarverðlaunanna, í ár en þær voru kunngjörðar í Íslensku óperunni í dag.

Sjá næstu 50 fréttir