Innlent

Kalt og notalegt í Nauthólsvíkinni

Hörkutól í HR stungu sér til sunds í Nauthólsvíkinni í dag.
Hörkutól í HR stungu sér til sunds í Nauthólsvíkinni í dag.

Starfsmenn Háskólans í Reykjavík létu ekki hvassviðri og nokkurn kulda stöðva sig í dag þegar þau skelltu sér til sunds í Nauthólsvíkinni. Svo slæmt var veðrið reyndar að flytja þurfti sumarfögnuð starfsmanna úr Nauthólsvíkinni í húsakynni HR í Ofanleiti. Hinir vösku starfsmenn tóku forskot á sælu sumarfagnaðarins með hressilegu sjóbaði og voru þeir hörðustu í sjónum í upp undir 20 mínútur.

Í Háskólanum í Reykjavík er starfrækt Sjósundfélag í HR undir kjörorðunum „Kalt og notalegt", og stundar félagsskapurinn sjósund allt árið um kring, að því er fram kemur í tilkynningu frá skólanum. Félagið er opið ölum starfsmönnum HR, en helstu forsprakkar þess eru Steinn Jóhannsson, forstöðumaður kennslusvið, sem er formaður og Aðalsteinn Leifsson, lektor, sem er ritari. Þessir menn munu vera alvanir sjósundi og hafa meira að segja synt frá Sundahöfn út í Viðey.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×