Innlent

Þarf að afplána eftirstöðvar refsingar vegna árásar og ráns

MYND/GVA

Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð héraðsdóms um að maður skyldi afplána eftirstöðvar fangelsisirefsingar vegna þess að hann rauf skilorð með því að ráðast á mann og ræna hann í miðbæ Reykjavíkur um síðustu helgi.

Maðurinn fékk reynslulausn þann 6. apríl síðastliðinn og átti þá 135 daga eftir að refsingu sem hann hlaut með fjórum dómum í héraðsdómi.

Maðurinn var í slagtogi með ungri konu um síðustu helgi og bauð konan eldri manni sem var á gangi í miðbænum að hafa samfarir við sig gegn greiðslu.

Samkvæmt framburði fórnarlambsins fóru hann og konan inn í húsasund en þangað kom ákærði og réðst á manninn og rændi af honum peningum og kortum.

Tók Hæstiréttur undir með héraðsdómi um að sterkur grunur væri um að ákærði hefði verið þarna á ferðinni og hefði hann brotið gróflega gegn reynslulausn. Var hann því dæmdur til að afplána eftirstöðvar fyrri refsinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×