Fleiri fréttir

Ófreskjan frá Alabama reyndist vera heimalningur - að nafni Fred

Það vakti mikla athygli á dögunum þegar 11 ára drengur í Alabama felldi villisvín sem var það stærsta sem sögur fara af. Nú hefur hins vegar komið í ljós að villisvínið ógurlega var ekki villt, heldur var um að ræða alisvín sem kallað var Fred. Bóndi að nafni Phil Blissitt keypti grísinn árið 2004 og gaf konu sinni hann í jólagjöf.

Ekið á dreng á reiðhjóli

Ekið var á dreng sem var á reiðhjóli við Brúnaland í Fossvogi fyrr í kvöld. Hann var með hjálm sem skemmdist við höggið en meiðsl hans munu hafa verið minniháttar. Hann var fluttur á slysadeild til aðhlynningar.

Bush krefst þess að Íran sleppi fjórum úr haldi

Bush Bandaríkjaforseti krafðist þess í kvöld að írönsk strjórnvöld sleppi fólki fjórum einstaklingum sem handteknir hafa verið í Íran. Fólkið er af írönsku og bandarísku bergi brotið og hefur verið ákært í Íran fyrir að reyna að steypa ríkisstjórninni af stóli.

„Dr. Dauði“ laus úr fangelsi

Læknirinn Jack Kevorkian, sem kallaður hefur verið „Dr. Dauði“ fyrir að hjálpa dauðvona sjúklingum að binda enda á líf sitt, er laus úr fangelsi eftir átta ára vist.

Geiri á Goldfinger í Íslandi í dag

Ásgeir Davíðsson eigandi Goldfinger segir grein um nektardansstaðinn í tímaritinu Ísafold vera harmleik. Í greininni voru ávirðingar þess efnis að mansal væri stundað þar innan dyra. Ásgeir sagðist ekki viss um hvort hann myndi kæra blaðið en taldi það ólíklegt.

Nýrnaþátturinn reyndist gabb

Umdeildur hollenskur raunveruleikaþáttur hvar þáttakendur áttu að keppa um nýra úr dauðvona konu var gabb eftir allt saman. Konan er leikkona en keppendurnir eru raunverulegir nýrnasjúklingar sem vissu af gabbinu.

Tekinn með tvö kíló í Leifsstöð

Tollgæslan á Suðurnesjum fann í gær um tvö kíló af fíkniefnum í fórum íslensks karlmanns í Leifsstöð. Talið er að um sé að ræða amfetamín eða kókaín. Frá þessu var greint í kvöldfréttum RÚV. Þar staðfesti Jóhann R. Benediktsson, lögreglu- og tollstjóri á Suðurnesjum að maður hefði verið stöðvaður með mikið magn fíkniefna í Leifsstöð.

Sérhanna barn til lækninga

Richardsson-hjónin í Svíþjóð eygja nú von í baráttu fjögurra ára sonar þeirra við alvarlegan arfgengan sjúkdóm. Þau hafa fyrst Svía fengið leyfi að velja fósturvísa til að sérhanna barn til glasafrjóvgunar. Íslenskur kvensjúkdómalæknir segir Vísindasiðanefnd ákveða hvort slíkt yrði leyft hér.

Með kúlu í höfðinu í 64 ár

Læknar í Kína fjarlægðu á dögunum þriggja sentimetra langa byssukúlu úr höfuðkúpu tæplega áttræðrar konu. Kúlan hafði setið þar föst í 64 ár.

Jákvætt að einkaaðilar vilji leggja fram fjármagn

Forsvarsmenn Grensásdeildar Landspítalans og sjúklingar sem þar þiggja þjónustu segja það jákvætt að einkaaðilar vilji leggja fram fjármagn til að reisa nýja álmu við deildina. Aðstaðan sé nokkuð þröng, en mikil aukning hefur verið á starfsemi deildarinnar undanfarin ár.

Velta minni eftir bann

Reykingabann á opinberum stöðum er í gildi víða. Bannið hefur haft áhrif á veltu veitingastaða í Noregi og knæpurekstur í dreifbýli á Írlandi.

Glerhöll í Nauthólsvík

Gestir Nauthólsvíkur geta í allt sumar skoðað tölvumyndasýningu af tilvonandi húsnæði Háskólans í Reykjavík. Framkvæmdir hefjast strax í haust, að þessu næststærsta húsi Reykjavíkur.

Löng bið eftir sjúkdómsgreiningu hjá Greiningarstöð ríkisins

Móðir 12 ára einhverfrar stúlku segir skelfilegt að foreldrar þurfi að bíða í eitt til þrjú ár eftir að börn þeirra verði sjúkdómsgreind, hjá Greiningarstöð ríkisins. Hún segir takmarkaðan skilning hjá almenningi í garð foreldra einhverfra barna, því fötlun þeirra sé ekki sýnileg.

Hugmyndasamkeppni um hjarta miðborgarinnar

Allt að sex arkitektastofur verða valdar til að leggja fram hugmyndir um enduruppbyggingu í Kvosinni eftir bruna húsanna að Austurstræti 22 og Lækjargötu 2.

Ísafold fjarlægt úr verslunum Kaupáss

Kaupás lét fjarlægja tímaritið Ísafold úr öllum verslunum sínum í dag. Forráðamenn blaðsins segja það tengjast umfjöllun Ísafoldar um aðkomu bæjarstjóranns í Kópavogi að næturklúbbnum Goldfinger. Forstjóri Kaupáss segir þetta viðskiptaákvörðun og hótar því að taka öll blöð Birtings úr sölu. Bæjarstjórinn segir lygar og rangfærslur koma fram í grein Ísafoldar.

Reykingabann gengið í gildi

Virði veitinga- og skemmtistaðir ekki reykingabannið sem tók gildi á miðnætti er hægt að beita þá dagsektum, dugi þær ekki til að stöðva reykingarnar er hægt að loka stöðunum. Ekki er hægt að beita gestina sjálfa neinum peningasektum.

Bresk yfirvöld fordæma myndband af Johnston

Tony Blair forsætisráðherra Breta, vottaði í dag fjölskyldu breska blaðamannsins Alan Johnstons samúð sína í kjölfar þess að myndband með Johnston, sem haldið er af mannræningjum í Palestínu, var gert opinbert. Gordon Brown fjármálaráðherra fodæmdi myndbandið sem hann sagði aðeins auka á áhyggjur fjölskyldu Johnstons.

Þrítugur veggjakrotari handtekinn

Þrítugur karlmaður var handtekinn á Reykjavíkurflugvelli laust eftir hádegi í dag. Það teldist varla til frásögu færandi ef ekki væri fyrir þá staðreynd að krotarinn er á fertugsaldri.

Unga parið enn á gjörgæslu

Unga parið sem lentu í bílslysi á Suðurlandsvegi í gærdag er enn á gjörgæsludeild Landsspítalans í Fossvogi, að sögn vakthafandi læknis. Þriggja mánaða gamalt barn þeirra hefur verið útskrifað af gjörgæslu og er nú á barnaspítalanum við Hringbraut.

Erfðaefni úr óþekktum manni í herbergi Madeleine

Erfðaefni úr óþekktum manni fannst í herbergi Madeleine McCann þar sem hún svaf þegar henni var rænt. Þetta kemur fram í portúgalska innanbæjarblaðinu 24 Horas. Blaðið segir að erfðaefnið sé hvorki úr foreldrum stúlkunnar né börnunum þremur. Það er ekki heldur úr þeim sem hafa legið undir grun í málinu.

Kalt og notalegt í Nauthólsvíkinni

Starfsmenn Háskólans í Reykjavík létu ekki hvassviðri og nokkurn kulda stöðva sig í dag þegar þau skelltu sér til sunds í Nauthólsvíkinni. Svo slæmt var veðrið reyndar að flytja þurfti sumarfögnuð starfsmanna úr Nauthólsvíkinni í húsakynni HR í Ofanleiti.

Egill segist á leið á RÚV

Þáttarstjórnandinn og álitsgjafinn Egill Helgason, sem séð hefur um umræðuþáttinn Silfur Egils á Stöð 2, er á leið á Ríkisútvarpið. Frá þessu greinir hann í tölvupósti til samstarfsmanna sinna.

Skelfilegt kjarnorkuslys vofir yfir Evrópu

Gríðarstórir geymar fullir af notuðum eldsneytis-stjórnstöngum úr vélum rússneskra kjarnorkukafbáta geta sprungið hvenær sem er. Þeir eru aðeins 50 kílómetra frá landamærunum við Noreg. Það yrði hrein kjarnorkumatröð, margfallt verri en kjarnorkuslysið í Chernobyl á sínum tíma.

Leg með flestar tilnefningar til Grímunnar

Leikritið Leg eftir Hugleik Dagsson fékk flestar tilnefningar til Grímunnar, Íslensku leiklistarverðlaunanna, í ár en þær voru kunngjörðar í Íslensku óperunni í dag.

Fimm sækja um embætti forstöðumanns Húsafriðunarnefndar

Fimm manns sóttu um embætti forstöðumanns Húsafriðunarnefndar en umsóknarfrestur rann út fyrir viku. Umsækjendur eru arkitektarnir Friðrik Friðriksson, Guðmundur Lúther Hafsteinsson og Nikulás Úlfar Másson, blaðamaðurinn Kjartan Gunnar Kjartansson og Páll Björgvinsson, arkitekt og byggingarmeistari.

HÍ og Harvard rannsaka saman blöðruhálskrabbamein

Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands og Faraldsfræðideild Harvard-háskóla undirrita á þriðjudag viljayfirlýsingu um samstarf sem felur í sér sameiginleg rannsóknarverkefni og uppbyggingu á framhaldsmenntun í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands. Ætla skólarnir jafnframt að vinna að rannsóknarverkefni á krabbameini í blöðruhálskirtli sem byggir á einstökum íslenskum gögnum.

Siggi stormur leitar að veðurgleggstu Íslendingunum

Veðravon, veðurleikur Vísis og Stöðvar tvö hefst í dag í styrkri umsjá Sigurðar Þ. Ragnarssonar veðurfræðings. Leikurinn felst í því að landsmenn geta skráð á visir.is hvernig þeim finnst veður dagsins hafa verið og síðan er metið hver stendur sig best, hvaða sveitarfélagið hefur veðurglöggasta fólkið og hvar á Íslandi veðursæld sé mest.

Sjö teknir fyrir ölvunarakstur í gær

Fjórar konur voru í hópi þeirra sjö ökumanna sem teknir voru fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu í gær og nótt. Telst það nokkuð óvenjulegt en jafnan eru fleiri karlar teknir fyrir ölvunarakstur en konur.

Ákæruliðum í Baugsmáli vísað aftur í hérað

Hæstiréttur vísaði í dag níu ákæruliðum og hluta af tveimur öðrum í endurákæru Baugsmálsins aftur til héraðs en þeim hafði verið vísað frá héraði. Meðal ákæruliðanna sem héraðsdómur verður að taka afstöðu til er ákæra á hendur Jóni Gerald Sullenberger. Það var Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari, sem áfrýjaði frávísunum til Hæstaréttar.

Berklamaðurinn sér eftir flugferðunum

Bandarískur berklasjúklingur sem ferðaðist smitaður með tveimur farþegaflugvélum yfir Atlantshafið hefur beðist afsökunar á að hafa mögulega stofnað öðrum farþegum í hættu. Í þættinum Good Morning America sagði Andrew Speaker, lögmaður á fertugsaldri: “Mér þykir mjög leitt að hafa valdið farþegum raun og sársauka.”

Lét af störfum eftir 37 ár í lögreglunni

Þröstur Brynjólfsson, yfirlögregluþjónn á Selfossi, lét af störfum í gær eftir 37 ára farsælt starf í lögreglu ríkisins. Hann hóf störf hjá lögreglunni á Húsavík árið 1970 og varð yfirlögregluþjónn þar árið 1982. Hann flutti sig svo til Selfoss árið 1996 og hefur starfað þar síðan.

Lögregla handtók fíkniefnasala

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær karlmann í austurborginn en hann er grunaður um fíkniefnasölu. Í híbýlum hans fundust um 100 grömm af ætluðu hassi. Maðurinn hefur áður komið við sögu hjá lögreglu vegna fíkniefnamála segir lögregla í tilkynningu.

Flytja opnun sýningar í Nauthólsvík vegna veðurs

Háskólinn í Reykjavík stendur fyrir ljós- og tölvumyndasýningu í Nauthólsvík í sumar. Áætlað hafði verið að opna sýninguna í Nauthólsvík í dag en vegna veðurs verður sýningin opnuð á lóð skólans við Ofanleiti. Hún verður síðan færð í Nauthólsvík og stendur þar í allt sumar. Myndir af framtíðarhúsnæði HR munu skreyta sýninguna sem verður staðsett við rætur Öskjuhlíðar.

Venesúelska sjónvarpsstöðin sendir út á YouTube

Venesúelska sjónvarpsstöðin RCTV sendir nú fréttaþátt sinn "El Observador" út á YouTube. Þannig fundu stjórnendur hennar leið til að koma efni fréttamanna til hluta áhorfenda sinna, þrátt fyrir að hafa misst útsendingarleyfið. Hugo Chavez forseti hafnaði endurnýjun leyfisins sem rann út á sunnudag. Fjöldamótmæli hafa verið haldin á götum Venesúela vegna málsins.

Lucy in the Sky er fundin

Bresk kona sagði í dag að hún hafi verið innblástur Johns Lennon að laginu Lucy in the Sky with Diamonds. Margir aðdáendur Bítlanna hafa talið að nafnið hafi verið lítt dulin lofgjörð um ofskynjunarlyfið LSD. Vegna þess var skífan ritskoðuð í mörgum íhaldssamari löndum og laginu um Lucy sleppt. Það var t.d. gert víða í Asíu.

Sendiherra Portúgals í Noregi á Kárahnjúkum

Sendiherra Portúgals í Noregi er nú staddur á Kárahnjúkum til að kanna aðstæður landa sinna sem þar starfa. Portúgalskur verkamaður sem bjó og starfaði á Kárahnjúkum dró í viðtali við portúgalska fjölmiðla fyrir skömmu upp dökka mynd af ástandinu þar.

Nemendur í Suðvesturkjördæmi komu best út úr samræmdum prófum

Grunnskólanemendur í Suðvesturkjördæmi stóðu sig að meðaltali best í samræmdu prófunum í vor samkvæmt tölum Námsmatsstofnunar. Fengu þeir að meðaltali 0,1 hærra í meðaleinkunn en nemendur í Reykjavík sem stóðu sig næst best. Lægstu meðaleinkunn fengu nemendur í Suðurkjördæmi.

Frístundakortin bylting fyrir börnin

Frístundakortin verða bylting fyrir börnin í borginni, segir formaður Björn Ingi Hrafnsson, formaður Íþrótta- og tómstundaráðs. Fyrstu kortin verða send út í haust.

Sjá næstu 50 fréttir