Innlent

Fimm sækja um embætti forstöðumanns Húsafriðunarnefndar

MYND/GVA

Fimm manns sóttu um embætti forstöðumanns Húsafriðunarnefndar en umsóknarfrestur rann út fyrir viku. Umsækjendur eru arkitektarnir Friðrik Friðriksson, Guðmundur Lúther Hafsteinsson og Nikulás Úlfar Másson, blaðamaðurinn Kjartan Gunnar Kjartansson og Páll Björgvinsson, arkitekt og byggingarmeistari.

Menntamálaráðherra skipar í embættið til fimm ára frá 1. nóvember og tekur einhver þessara fimm manna við af Magnúsi Skúlasyni arkitekt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×