Fleiri fréttir Héraðsverk bauð lægst í Hófaskarðsleið Héraðsverk á Egilsstöðum áttu lægsta boð í lagningu nýs þrjátíukílómetra langs vegar milli Öxarfjarðar og Þistilsfjarðar um svokallaða Hófaskarðsleið. Héraðsverk bauð 683 milljónir króna, sem var 69,5% af kostnaðaráætlun. Stefnt er að því umferð verði hleypt á veginn eftir tvö ár. 21.5.2007 15:31 Þriggja ára fangelsi fyrir að misnota dóttur sína kynferðislega Karlmaður var í dag dæmdur í Héraðsdómi Norðurlands eystra í þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa í tvígang haft samræði við greindarskerta dóttur sína. Manninum var einnig gert að greiða dóttur sinni 800 þúsund krónur í skaðabætur auk tæplega 600 þúsund króna í sakarkostnað. Maðurinn hefur áður hlotið dóm fyrir að brjóta kynferðislega gegn þessari sömu stúlku. 21.5.2007 15:22 Sýknaður af ákæru um að hafa útlendinga ólöglega í vinnu Héraðsdómur Suðurlands sýknaði í dag karlmann af því að hafa haft þrjá Pólverja í byggingarvinnu hjá sér við nýtt hótel án þess að þeir hefðu tilskilin atvinnuleyfi. 21.5.2007 15:14 Öldungadeildin tilbúin í innflytjendaslaginn Öldungadeild Bandaríkjaþings byrjar í dag að ræða frumvarp til laga um innflytjendur. Frumvarpið gæti veitt 12 milljón ólöglegum innflytjendum lagaleg réttindi í landinu. Hatrammar deilur hafa staðið um málið í nokkra mánuði og andstæðingar þess láta óspart í sér heyra. 21.5.2007 14:47 17 hvalhræ fyrir framan Brandenborgarhliðið Félagar úr Grænfriðungum lögðu 17 smáhvelis- og höfrungahræ fyrir framan Brandenborgarhliðið í Berlín morgun. Þeir vilja hvetja ríki til að standast aukna pressu á að taka upp hvalveiðar í atvinnuskyni. 21.5.2007 14:47 Skilorðsbundið fangelsi fyrir ölvunarakstur og fíkniefnabrot Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag karlmann í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir ölvunarakstur og fíkniefnabrot. Þá var hann dæmdur til að greiða nærri 170 þúsund krónur í sekt. 21.5.2007 14:34 Hvetja Paul Watson til að hætta við áform sín Hvalaskoðunarsamtök Íslands hafa sent Paul Watson, stofnanda Sea Shepherd, formlega áskorun um að hætta við öll áform um að sigla skipi sínu til Íslands. Formaður samtakanna segir áform Sea Shepherd ekki þjóna hagsmunum hvalaskoðunarfyrirtækja hér á landi. 21.5.2007 14:34 Putin vill leysa viðskiptadeilu við Pólland Vladimir Putin forseti Rússlands bað ríkisstjórn sína í dag að taka upp viðræður við Evrópusambandið vegna deilu við Pólverja. Frá árinu 2005 settu Rússar innflutningsbann á kjöt frá Póllandi. Síðan hafa Pólverjar staðið í vegi fyrir því að ESB hefji viðræður við Rússa vegna málsins. 21.5.2007 14:11 Lögregla á Bretlandi tekur smáþyrlu í gagnið Lögreglan í Liverpool tekur á næstunni í gagnið nýtt tæki sem nýtast á í baráttuni við glæpamenn og óeirðaseggi. Um er að ræða litla fjarstýrða þyrlu með bæði eftirlitsmyndavél og nætursjónmyndavélum. Þyrlan er aðeins einn metri í þvermál, er hljóðlát og kemst í loftið á aðeins þremur mínútum. 21.5.2007 13:58 Grímseyjarferjan komin í gang eftir vélarbilun Grímseyjarferjan Sæfari hefur hafið áætlunarsliglingar á ný eftir bilun og er að leggjast að bryggju í Grímsey þessa stundina í fyrsta sinn í tæpar þrjár vikur. Siglingar hennar hafa legið niðri vegna vélarbilunar og hefur það valdið Grímseyingum margvíslegum vandræðum. 21.5.2007 13:38 Bátur og kvóti seldur frá Kambi til Dalvíkur Fullyrt er á vef Bæjarins besta á Ísafirði að búið sé að selja bátinn Friðfinn ásamt 100 tonna kvóta til Dalvíkur en hvort tveggja var áður í eigu Kambs á Flateyri. 21.5.2007 13:30 Harmar óábyrgan fréttaflutning af Tónlist.is Framkvæmdastjóri vefsíðunnar Tónlist.is vísar því á bug að ekki séu greidd stefgjöld vegna sölu á tónlist á vefsíðunni. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá framkvæmdastjóranum. Hann boðar ennfremur breytt fyrirkomulag í tengslum við stjörnugöf á vefnum. 21.5.2007 13:15 Kalt í kortunum Útlit er fyrir köldu veðri næstu daga og fram yfir Hvítasunnuhelgi með slyddu á köflum. Snjór féll víða á landinu í morgun og Esjan var alhvít þegar borgarbúar risu úr rekkju. Ekki er óvenjulegt að snjór falli á þessum árstíma. 21.5.2007 13:00 Fjórir látast í átökum á Gaza Fjórir meðlimir öfgasinnaðra íslamista voru drepnir í loftskeytaárásum Ísraela á norðurhluta Gasa. Ísraelski herinn segist hafa beint árásunum að Jabalya flóttamannabúðunum. Árásin fylgir í kjölfar hótana Ísraelsmanna um að auka árásir á herskáa íslamista í Gaza, en þeir gáfu ekki frekari viðvörun. 21.5.2007 12:45 Eldur frá gasgrilli læsti sig í verönd Mikill eldur kom upp í gasgrilli sem stóð á verönd sumarbústaðar í Úthlíð á Suðurlandi um helgina. Verið var að grilla þegar eldurinn blossaði upp og telur lögregla á Selfossi hugsanlegt að þrýstijafnari við gaskútinn hafi gefið sig og gasið streymt óhindrað inn á grillið þannig að af varð mikið bál. 21.5.2007 12:42 Skora á nýja ríkisstjórn að vernda Jökulsárnar í Skagafirði Áhugahópur um verndun Jökulsánna í Skagafirði hvetur verðandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar til að beita sér fyrir verndun ánna. 21.5.2007 12:31 Snjókoma og hálka kom ökumönnum í opna skjöldu Snjókoma og hálka suðvestanlands í nótt kom ökumönnum í opna skjöldu og munaði minnstu að alvarleg slys hlytust af. 21.5.2007 12:16 Þingmenn frekar óþægir í stórum meirihlutastjórnum Einar K. Guðfinnsson telur að sú ríkisstjórn sem nú er í burðarliðnum geti orðið öflug en hefur ekki hugmynd um hvort hann verði ráðherra í henni. Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði segir líklegra að einstakir þingmenn verði óþekkir í stjórn með stóran meirihluta en í stjórn með lítinn meirihluta. 21.5.2007 12:11 Níu hópnauðganir tilkynntar til Stígamóta í fyrra Níu hópnauðganir voru tilkynntar til Stígamóta í fyrra og fimmtán konur sem þangað leituðu töldu sig hafa verið beittar einhvers konar lyfjanauðgun. Þetta eru umtalsvert fleiri tilvik en síðustu ár. Þá hefur einnig færst í aukana að konur leiti hjálpar vegna mála sem tengjast klámi og vændi. 21.5.2007 12:10 Bandaríkjamenn reyndu að ráða al-Sadr af dögum Bandaríkjamenn reyndu að ráð sjíaklerkinn Moqtada al-Sadr af dögum fyrir þremur árum eftir því sem breska dagblaðið Independent hefur eftir þjóðaröryggisráðgjafa Íraks 21.5.2007 12:02 James Webb leysir Hubble af hólmi Speglar James Webb-stjörnusjónaukans eru þrisvar sinnum stærri en Hubble. Hubble-sjónaukinn hefur þjónað mannkyninu vel. Eftir að honum var skotið á sporbaug 1990 hafa myndir hans gert stjarnfræðingum kleift að auka skilning okkar á umheiminum margfalt. 21.5.2007 12:00 Tvö stór mál enn ófrágengin á milli flokkanna Stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar halda áfram eftir hádegi. Viðræður um málefnasamning eru langt komnar og segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, að þess verði freistað í dag að leiða það til lykta sem eftir er. 21.5.2007 12:00 Borgarar látast í átökum í Líbanon Að minnsta kosti átta manns létust í átökum sem brutust út í flóttamannabúðum Palestínumanna í Líbanon. Átökin áttu sér stað á milli hersins og öfgasinnaðra íslamista. Aðilarnir skiptust á skotum við Nahr al-Bared búðirnar í Tripolí þar sem 50 manns létust í átökum í gær. 21.5.2007 11:49 Annan og Clinton í Árósum í kvöld Búist er við að um fjögur þúsund manns hlýði á þá Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og Kofi Annan, fyrrverandi framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, sem flytja munu fyrirlestur í NRGI-höllinni í Árósum í kvöld. 21.5.2007 11:33 Þörf á lögum um hópmálssókn Lög um hópmálssókn eru meðal helstu mála sem bíða nýrrar ríkisstjórnar að mati Gísla Tryggvasonar, talsmanns neytenda. Á heimasíðu talsmannins eru birtar helstu áskoranir í neytendamálum sem ný ríkisstjórn stendur frammi fyrir og bent á að slík lög sé að finna í nágrannaríkjunum. 21.5.2007 11:01 Þurfa að breyta rafmagnskerfinu á gamla varnarsvæðinu Umbreyta þarf rafkerfinu í öllum íbúðum á gamla varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli úr bandarísku kerfi yfir í það íslenska áður en hægt verður að taka þær í notkun. Stefnt er að því að leigja út um 300 íbúðir og einstaklingsherbergi næsta haust í samræmi við áætlun um uppbyggingu háskólasamfélags á svæðinu.Framkvæmdastjóri Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar segir um stóra aðgerð að ræða en að allt verði frágengið í haust. 21.5.2007 10:55 Faðir Madeleine aftur til Bretlands Faðir Madeleine litlu sem rænt var í Portúgal í byrjun mánaðarins er nú kominn til Bretlands í stutta heimsókn. Gerry McCann mun nota ferðina til að hitta skipuleggjendur sjóðs vegna leitarinnar að stúlkunni. Þá mun hann undirbúa frekari dvöl í Portúgal og sækja myndir og myndbönd af Maddie til nota fyrir herferðina. 21.5.2007 10:29 Segjast hafa þróað ofurbóluefni gegn ofnæmi Svissneskir vísindamenn telja sig vera langt komna með að þróa bóluefni við hvers kyns ofnæmi, exemi og asma. Eftir því sem fram kemur á vef norska blaðsins Verdens Gang eru það vísindamenn hjá lyfjafyrirtækinu Cytos Biotechnology sem hafa þróað þetta ofurbóluefni en það er sagt innihalda erfðaefni svipuðu því sem er að finna í bakteríunni sem veldur berklum. 21.5.2007 10:09 Átta féllu í loftárás á Gaza Að minnsta kosti átta manns létu lífið í loftárás ísraela á heimili eins af stjórnmálaleiðtogum Hamas samtakanna í dag. Fleiri særðust þegar ísraelskur skriðdreki skaut á hús á Gaza ströndinni. Ísraelar segja að árásirnar hafi verið gerðar á staði þaðan sem eldflaugum var skotið á Ísrael. 20.5.2007 20:34 Bush svarar fyrir sig -harkalega George Bush hefur loksins svarað sífellt harkalegri gagnrýni Jimmys Carter fyrrverandi forseta á sig og forsetatíð sína. Carter sem er demókrati hefur meðal annars sagt að Bush sé versti forseti sem Bandaríkin hafi nokkrusinni átt. Carter húðskammaði einnig Tony Blair fyrir stuðning hans við Bush. 20.5.2007 20:01 Einar leitar að söngstrákum Einar Bárðarson umboðsmaður hyggst efna til áheyrnarprófs í Vestursal í FÍH þriðjudaginn 29.maí næstkomandi. Hann er á höttunum eftir karlkyns söngvurum á aldrinum 18 til 35 ára til að taka þátt í söngverkefni sem fer af stað í sumar. 20.5.2007 19:45 Niðurfærsla Björns og Árna staðfest 20.5.2007 19:16 Býst ekki við að sættast við Björn Jóhannes Jónsson, oftast kenndur við Bónus, segir ekki miklar líkur á að hann og Björn Bjarnason sættist á næstunni þrátt fyrir að hann sé að eðlisfari sáttfús maður. Hann segir Hannes Hólmstein Gissurarson ekki hafa umboð frá sér til sáttamiðlunar. 20.5.2007 18:55 Hræðilegt slys Banaslysið í fjörunni við Vík í Mýrdal var slys sem ekki er hægt að draga menn til ábyrgðar fyrir að sögn Einars Bárðarsonar, formanns björgunarsveitarinnar Víkverja í Vík í Mýrdal. Aldan sem hreif konuna á haf út var mjög stór og kröpp. 20.5.2007 18:53 Kvótakerfið að rústa byggðum landsins Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins segir lokun Kambs á Flateyri sönnun þess að ekki sé hægt að starfa innan kvótakerfisins. Hann segir kerfið á góðri leið með að rústa byggðum landsins. Flateyringar hafa notið góðs af kerfinu fram til þessa segir sjávarútvegsráðherra. 20.5.2007 18:47 Gestum gefið færi á að komast nær ísbjörnum Dýrgarðurinn í Pittsburg í Bandaríkjunum hefur hleypt af stokkunum nýrri ísbjarnarsýningu. Sérstakt búr var tekið í notkun fyrir sýninguna sem á að gefa gestum færi á að komast nær ísbjörnum en áður. 20.5.2007 18:44 Saka lækna um mistök við meðferð brunasára Foreldrar rúmlega tvítugrar stúlku hafa kært starfsfólk bruna- og lýtalækningadeildar Landspítala-háskólasjúkrahúss til lögreglu. Þau segja að mistök, við meðferð brunasára stúlkunnar, hafi valdið henni varanlegum skaða. 20.5.2007 18:41 Kominn til Ástralíu eftir rúm fimm ár í fangabúðunum á Kúbu Eftir rúmlega fimm ára dvöl í fangabúðum Bandaríkjamanna í Guantanamo á Kúbu fékk Ástralinn David Hicks að snúa aftur til síns heima í dag. Hicks var handsamaður árið 2001 af herliði bandamanna í Afganistan og sakaður um að hafa aðstoðað við hryðjuverk. 20.5.2007 18:26 Felldi lögregluþjón og faldi sig svo í kirkju Lögreglan í bænum Moskvu í Idaho í Bandaríkjunum umkringdi í dag kirkju eftir að byssumaður lokaði sig þar inni. Maðurinn faldi sig í kirkjunni eftir að hafa fellt lögregluþjón. 20.5.2007 18:24 Ein blóðugustu innanlandsátök í áratugi Um fimmtíu manns hafa látist í átökum líbanska hersins og sveita herskárra uppreisnarmanna í Líbanon í dag. Átökin eru ein blóðugustu innanlandsátök í landinu í áratugi. 20.5.2007 18:15 Háar stunur á svölunum Hjón í Middelfart á Fjóni í Danmörku vöknuðu við einhvern undarlegan hávaða síðastliðna nótt. Eftir að hafa hlustað nokkra stund fóru þau framúr til þess að kanna hvaða hljóð þetta væru og hvaðan þau kæmu. Þau gengu á hljóðið og sú ganga leiddi þau að svaladyrunum. Þau kíktu út. 20.5.2007 17:55 Ný ríkisstjórn sögð vera að smella saman Stjórnarmyndunarviðræðurnar á Þingvöllum standa enn yfir og er því haldið fram að ný ríkisstjórn sé að smella saman. Bæði Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sögðu við fréttamenn síðdegis að viðræðurnar gengju vel, en vildu ekki tjá sig frekar. 20.5.2007 17:05 Flestir hálendisvegir lokaðir Ófært er yfir Hellisheiði eystri. Á Austurlandi er mikið um að Hreindýr séu við vegi og eru vegfarendur beðnir um að aka þar með gát. Annars eru helstu vegir landsins greiðfærir. Vegna aurbleytu og hættu á vegaskemmdum er allur akstur bannaður á flestöllum hálendisvegum sem að jafnaði eru ekki færir nema að sumarlagi. 20.5.2007 16:34 Ísraelskir skriðdrekar komnir inn á Gaza Ísraelska ríkisstjórnin ákvað í dag að herða hernaðaraðgerðir á Gaza ströndinni til þess að stöðva eldflaugaárásir Hamas liða á Ísrael. Palestínumenn óttast að þetta þýði að ísraelski herinn ráðist inn á svæðið, með fyrirsjáanlegum afleiðingum. 20.5.2007 16:01 Stuðningur vex við Álver á Húsavík Nýleg skoðanakönnun, sem Capacent Gallup hefur gert á Norðausturlandi, leiðir í ljós að 69,5% íbúa eru hlynnt byggingu álvers á Bakka við Húsavík. Yfir 80% telja að bygging álvers myndi hafa jákvæð áhrif á búsetuskilyrði til lengri tíma á Norðurlandi. Niðurstaðan er byggð á svörum rúmlega 1500 manns á aldrinum 16-75 ára. 20.5.2007 15:16 Sjá næstu 50 fréttir
Héraðsverk bauð lægst í Hófaskarðsleið Héraðsverk á Egilsstöðum áttu lægsta boð í lagningu nýs þrjátíukílómetra langs vegar milli Öxarfjarðar og Þistilsfjarðar um svokallaða Hófaskarðsleið. Héraðsverk bauð 683 milljónir króna, sem var 69,5% af kostnaðaráætlun. Stefnt er að því umferð verði hleypt á veginn eftir tvö ár. 21.5.2007 15:31
Þriggja ára fangelsi fyrir að misnota dóttur sína kynferðislega Karlmaður var í dag dæmdur í Héraðsdómi Norðurlands eystra í þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa í tvígang haft samræði við greindarskerta dóttur sína. Manninum var einnig gert að greiða dóttur sinni 800 þúsund krónur í skaðabætur auk tæplega 600 þúsund króna í sakarkostnað. Maðurinn hefur áður hlotið dóm fyrir að brjóta kynferðislega gegn þessari sömu stúlku. 21.5.2007 15:22
Sýknaður af ákæru um að hafa útlendinga ólöglega í vinnu Héraðsdómur Suðurlands sýknaði í dag karlmann af því að hafa haft þrjá Pólverja í byggingarvinnu hjá sér við nýtt hótel án þess að þeir hefðu tilskilin atvinnuleyfi. 21.5.2007 15:14
Öldungadeildin tilbúin í innflytjendaslaginn Öldungadeild Bandaríkjaþings byrjar í dag að ræða frumvarp til laga um innflytjendur. Frumvarpið gæti veitt 12 milljón ólöglegum innflytjendum lagaleg réttindi í landinu. Hatrammar deilur hafa staðið um málið í nokkra mánuði og andstæðingar þess láta óspart í sér heyra. 21.5.2007 14:47
17 hvalhræ fyrir framan Brandenborgarhliðið Félagar úr Grænfriðungum lögðu 17 smáhvelis- og höfrungahræ fyrir framan Brandenborgarhliðið í Berlín morgun. Þeir vilja hvetja ríki til að standast aukna pressu á að taka upp hvalveiðar í atvinnuskyni. 21.5.2007 14:47
Skilorðsbundið fangelsi fyrir ölvunarakstur og fíkniefnabrot Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag karlmann í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir ölvunarakstur og fíkniefnabrot. Þá var hann dæmdur til að greiða nærri 170 þúsund krónur í sekt. 21.5.2007 14:34
Hvetja Paul Watson til að hætta við áform sín Hvalaskoðunarsamtök Íslands hafa sent Paul Watson, stofnanda Sea Shepherd, formlega áskorun um að hætta við öll áform um að sigla skipi sínu til Íslands. Formaður samtakanna segir áform Sea Shepherd ekki þjóna hagsmunum hvalaskoðunarfyrirtækja hér á landi. 21.5.2007 14:34
Putin vill leysa viðskiptadeilu við Pólland Vladimir Putin forseti Rússlands bað ríkisstjórn sína í dag að taka upp viðræður við Evrópusambandið vegna deilu við Pólverja. Frá árinu 2005 settu Rússar innflutningsbann á kjöt frá Póllandi. Síðan hafa Pólverjar staðið í vegi fyrir því að ESB hefji viðræður við Rússa vegna málsins. 21.5.2007 14:11
Lögregla á Bretlandi tekur smáþyrlu í gagnið Lögreglan í Liverpool tekur á næstunni í gagnið nýtt tæki sem nýtast á í baráttuni við glæpamenn og óeirðaseggi. Um er að ræða litla fjarstýrða þyrlu með bæði eftirlitsmyndavél og nætursjónmyndavélum. Þyrlan er aðeins einn metri í þvermál, er hljóðlát og kemst í loftið á aðeins þremur mínútum. 21.5.2007 13:58
Grímseyjarferjan komin í gang eftir vélarbilun Grímseyjarferjan Sæfari hefur hafið áætlunarsliglingar á ný eftir bilun og er að leggjast að bryggju í Grímsey þessa stundina í fyrsta sinn í tæpar þrjár vikur. Siglingar hennar hafa legið niðri vegna vélarbilunar og hefur það valdið Grímseyingum margvíslegum vandræðum. 21.5.2007 13:38
Bátur og kvóti seldur frá Kambi til Dalvíkur Fullyrt er á vef Bæjarins besta á Ísafirði að búið sé að selja bátinn Friðfinn ásamt 100 tonna kvóta til Dalvíkur en hvort tveggja var áður í eigu Kambs á Flateyri. 21.5.2007 13:30
Harmar óábyrgan fréttaflutning af Tónlist.is Framkvæmdastjóri vefsíðunnar Tónlist.is vísar því á bug að ekki séu greidd stefgjöld vegna sölu á tónlist á vefsíðunni. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá framkvæmdastjóranum. Hann boðar ennfremur breytt fyrirkomulag í tengslum við stjörnugöf á vefnum. 21.5.2007 13:15
Kalt í kortunum Útlit er fyrir köldu veðri næstu daga og fram yfir Hvítasunnuhelgi með slyddu á köflum. Snjór féll víða á landinu í morgun og Esjan var alhvít þegar borgarbúar risu úr rekkju. Ekki er óvenjulegt að snjór falli á þessum árstíma. 21.5.2007 13:00
Fjórir látast í átökum á Gaza Fjórir meðlimir öfgasinnaðra íslamista voru drepnir í loftskeytaárásum Ísraela á norðurhluta Gasa. Ísraelski herinn segist hafa beint árásunum að Jabalya flóttamannabúðunum. Árásin fylgir í kjölfar hótana Ísraelsmanna um að auka árásir á herskáa íslamista í Gaza, en þeir gáfu ekki frekari viðvörun. 21.5.2007 12:45
Eldur frá gasgrilli læsti sig í verönd Mikill eldur kom upp í gasgrilli sem stóð á verönd sumarbústaðar í Úthlíð á Suðurlandi um helgina. Verið var að grilla þegar eldurinn blossaði upp og telur lögregla á Selfossi hugsanlegt að þrýstijafnari við gaskútinn hafi gefið sig og gasið streymt óhindrað inn á grillið þannig að af varð mikið bál. 21.5.2007 12:42
Skora á nýja ríkisstjórn að vernda Jökulsárnar í Skagafirði Áhugahópur um verndun Jökulsánna í Skagafirði hvetur verðandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar til að beita sér fyrir verndun ánna. 21.5.2007 12:31
Snjókoma og hálka kom ökumönnum í opna skjöldu Snjókoma og hálka suðvestanlands í nótt kom ökumönnum í opna skjöldu og munaði minnstu að alvarleg slys hlytust af. 21.5.2007 12:16
Þingmenn frekar óþægir í stórum meirihlutastjórnum Einar K. Guðfinnsson telur að sú ríkisstjórn sem nú er í burðarliðnum geti orðið öflug en hefur ekki hugmynd um hvort hann verði ráðherra í henni. Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði segir líklegra að einstakir þingmenn verði óþekkir í stjórn með stóran meirihluta en í stjórn með lítinn meirihluta. 21.5.2007 12:11
Níu hópnauðganir tilkynntar til Stígamóta í fyrra Níu hópnauðganir voru tilkynntar til Stígamóta í fyrra og fimmtán konur sem þangað leituðu töldu sig hafa verið beittar einhvers konar lyfjanauðgun. Þetta eru umtalsvert fleiri tilvik en síðustu ár. Þá hefur einnig færst í aukana að konur leiti hjálpar vegna mála sem tengjast klámi og vændi. 21.5.2007 12:10
Bandaríkjamenn reyndu að ráða al-Sadr af dögum Bandaríkjamenn reyndu að ráð sjíaklerkinn Moqtada al-Sadr af dögum fyrir þremur árum eftir því sem breska dagblaðið Independent hefur eftir þjóðaröryggisráðgjafa Íraks 21.5.2007 12:02
James Webb leysir Hubble af hólmi Speglar James Webb-stjörnusjónaukans eru þrisvar sinnum stærri en Hubble. Hubble-sjónaukinn hefur þjónað mannkyninu vel. Eftir að honum var skotið á sporbaug 1990 hafa myndir hans gert stjarnfræðingum kleift að auka skilning okkar á umheiminum margfalt. 21.5.2007 12:00
Tvö stór mál enn ófrágengin á milli flokkanna Stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar halda áfram eftir hádegi. Viðræður um málefnasamning eru langt komnar og segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, að þess verði freistað í dag að leiða það til lykta sem eftir er. 21.5.2007 12:00
Borgarar látast í átökum í Líbanon Að minnsta kosti átta manns létust í átökum sem brutust út í flóttamannabúðum Palestínumanna í Líbanon. Átökin áttu sér stað á milli hersins og öfgasinnaðra íslamista. Aðilarnir skiptust á skotum við Nahr al-Bared búðirnar í Tripolí þar sem 50 manns létust í átökum í gær. 21.5.2007 11:49
Annan og Clinton í Árósum í kvöld Búist er við að um fjögur þúsund manns hlýði á þá Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og Kofi Annan, fyrrverandi framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, sem flytja munu fyrirlestur í NRGI-höllinni í Árósum í kvöld. 21.5.2007 11:33
Þörf á lögum um hópmálssókn Lög um hópmálssókn eru meðal helstu mála sem bíða nýrrar ríkisstjórnar að mati Gísla Tryggvasonar, talsmanns neytenda. Á heimasíðu talsmannins eru birtar helstu áskoranir í neytendamálum sem ný ríkisstjórn stendur frammi fyrir og bent á að slík lög sé að finna í nágrannaríkjunum. 21.5.2007 11:01
Þurfa að breyta rafmagnskerfinu á gamla varnarsvæðinu Umbreyta þarf rafkerfinu í öllum íbúðum á gamla varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli úr bandarísku kerfi yfir í það íslenska áður en hægt verður að taka þær í notkun. Stefnt er að því að leigja út um 300 íbúðir og einstaklingsherbergi næsta haust í samræmi við áætlun um uppbyggingu háskólasamfélags á svæðinu.Framkvæmdastjóri Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar segir um stóra aðgerð að ræða en að allt verði frágengið í haust. 21.5.2007 10:55
Faðir Madeleine aftur til Bretlands Faðir Madeleine litlu sem rænt var í Portúgal í byrjun mánaðarins er nú kominn til Bretlands í stutta heimsókn. Gerry McCann mun nota ferðina til að hitta skipuleggjendur sjóðs vegna leitarinnar að stúlkunni. Þá mun hann undirbúa frekari dvöl í Portúgal og sækja myndir og myndbönd af Maddie til nota fyrir herferðina. 21.5.2007 10:29
Segjast hafa þróað ofurbóluefni gegn ofnæmi Svissneskir vísindamenn telja sig vera langt komna með að þróa bóluefni við hvers kyns ofnæmi, exemi og asma. Eftir því sem fram kemur á vef norska blaðsins Verdens Gang eru það vísindamenn hjá lyfjafyrirtækinu Cytos Biotechnology sem hafa þróað þetta ofurbóluefni en það er sagt innihalda erfðaefni svipuðu því sem er að finna í bakteríunni sem veldur berklum. 21.5.2007 10:09
Átta féllu í loftárás á Gaza Að minnsta kosti átta manns létu lífið í loftárás ísraela á heimili eins af stjórnmálaleiðtogum Hamas samtakanna í dag. Fleiri særðust þegar ísraelskur skriðdreki skaut á hús á Gaza ströndinni. Ísraelar segja að árásirnar hafi verið gerðar á staði þaðan sem eldflaugum var skotið á Ísrael. 20.5.2007 20:34
Bush svarar fyrir sig -harkalega George Bush hefur loksins svarað sífellt harkalegri gagnrýni Jimmys Carter fyrrverandi forseta á sig og forsetatíð sína. Carter sem er demókrati hefur meðal annars sagt að Bush sé versti forseti sem Bandaríkin hafi nokkrusinni átt. Carter húðskammaði einnig Tony Blair fyrir stuðning hans við Bush. 20.5.2007 20:01
Einar leitar að söngstrákum Einar Bárðarson umboðsmaður hyggst efna til áheyrnarprófs í Vestursal í FÍH þriðjudaginn 29.maí næstkomandi. Hann er á höttunum eftir karlkyns söngvurum á aldrinum 18 til 35 ára til að taka þátt í söngverkefni sem fer af stað í sumar. 20.5.2007 19:45
Býst ekki við að sættast við Björn Jóhannes Jónsson, oftast kenndur við Bónus, segir ekki miklar líkur á að hann og Björn Bjarnason sættist á næstunni þrátt fyrir að hann sé að eðlisfari sáttfús maður. Hann segir Hannes Hólmstein Gissurarson ekki hafa umboð frá sér til sáttamiðlunar. 20.5.2007 18:55
Hræðilegt slys Banaslysið í fjörunni við Vík í Mýrdal var slys sem ekki er hægt að draga menn til ábyrgðar fyrir að sögn Einars Bárðarsonar, formanns björgunarsveitarinnar Víkverja í Vík í Mýrdal. Aldan sem hreif konuna á haf út var mjög stór og kröpp. 20.5.2007 18:53
Kvótakerfið að rústa byggðum landsins Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins segir lokun Kambs á Flateyri sönnun þess að ekki sé hægt að starfa innan kvótakerfisins. Hann segir kerfið á góðri leið með að rústa byggðum landsins. Flateyringar hafa notið góðs af kerfinu fram til þessa segir sjávarútvegsráðherra. 20.5.2007 18:47
Gestum gefið færi á að komast nær ísbjörnum Dýrgarðurinn í Pittsburg í Bandaríkjunum hefur hleypt af stokkunum nýrri ísbjarnarsýningu. Sérstakt búr var tekið í notkun fyrir sýninguna sem á að gefa gestum færi á að komast nær ísbjörnum en áður. 20.5.2007 18:44
Saka lækna um mistök við meðferð brunasára Foreldrar rúmlega tvítugrar stúlku hafa kært starfsfólk bruna- og lýtalækningadeildar Landspítala-háskólasjúkrahúss til lögreglu. Þau segja að mistök, við meðferð brunasára stúlkunnar, hafi valdið henni varanlegum skaða. 20.5.2007 18:41
Kominn til Ástralíu eftir rúm fimm ár í fangabúðunum á Kúbu Eftir rúmlega fimm ára dvöl í fangabúðum Bandaríkjamanna í Guantanamo á Kúbu fékk Ástralinn David Hicks að snúa aftur til síns heima í dag. Hicks var handsamaður árið 2001 af herliði bandamanna í Afganistan og sakaður um að hafa aðstoðað við hryðjuverk. 20.5.2007 18:26
Felldi lögregluþjón og faldi sig svo í kirkju Lögreglan í bænum Moskvu í Idaho í Bandaríkjunum umkringdi í dag kirkju eftir að byssumaður lokaði sig þar inni. Maðurinn faldi sig í kirkjunni eftir að hafa fellt lögregluþjón. 20.5.2007 18:24
Ein blóðugustu innanlandsátök í áratugi Um fimmtíu manns hafa látist í átökum líbanska hersins og sveita herskárra uppreisnarmanna í Líbanon í dag. Átökin eru ein blóðugustu innanlandsátök í landinu í áratugi. 20.5.2007 18:15
Háar stunur á svölunum Hjón í Middelfart á Fjóni í Danmörku vöknuðu við einhvern undarlegan hávaða síðastliðna nótt. Eftir að hafa hlustað nokkra stund fóru þau framúr til þess að kanna hvaða hljóð þetta væru og hvaðan þau kæmu. Þau gengu á hljóðið og sú ganga leiddi þau að svaladyrunum. Þau kíktu út. 20.5.2007 17:55
Ný ríkisstjórn sögð vera að smella saman Stjórnarmyndunarviðræðurnar á Þingvöllum standa enn yfir og er því haldið fram að ný ríkisstjórn sé að smella saman. Bæði Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sögðu við fréttamenn síðdegis að viðræðurnar gengju vel, en vildu ekki tjá sig frekar. 20.5.2007 17:05
Flestir hálendisvegir lokaðir Ófært er yfir Hellisheiði eystri. Á Austurlandi er mikið um að Hreindýr séu við vegi og eru vegfarendur beðnir um að aka þar með gát. Annars eru helstu vegir landsins greiðfærir. Vegna aurbleytu og hættu á vegaskemmdum er allur akstur bannaður á flestöllum hálendisvegum sem að jafnaði eru ekki færir nema að sumarlagi. 20.5.2007 16:34
Ísraelskir skriðdrekar komnir inn á Gaza Ísraelska ríkisstjórnin ákvað í dag að herða hernaðaraðgerðir á Gaza ströndinni til þess að stöðva eldflaugaárásir Hamas liða á Ísrael. Palestínumenn óttast að þetta þýði að ísraelski herinn ráðist inn á svæðið, með fyrirsjáanlegum afleiðingum. 20.5.2007 16:01
Stuðningur vex við Álver á Húsavík Nýleg skoðanakönnun, sem Capacent Gallup hefur gert á Norðausturlandi, leiðir í ljós að 69,5% íbúa eru hlynnt byggingu álvers á Bakka við Húsavík. Yfir 80% telja að bygging álvers myndi hafa jákvæð áhrif á búsetuskilyrði til lengri tíma á Norðurlandi. Niðurstaðan er byggð á svörum rúmlega 1500 manns á aldrinum 16-75 ára. 20.5.2007 15:16