Fleiri fréttir Geir fær stjórnarmyndunarumboð Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands veitti Geir H Haarde formanni Sjálfstæðisflokksins umboð til stjórnarmyndunar með Samfylkingunni á Bessastöðum í morgun. Forsetinn setti engan tímafrest á viðræðurnar, en telur æskilegt að þeim ljúki á viku til tíu dögum. 18.5.2007 19:24 Svandís og ungarnir sluppu með naumindum Álftin Svandís uggði ekki að sér með ungana sína fimm þegar vargahópur gerði harða hríð að fjölskyldunni á Seltjarnarnesi í dag. Baldur Hrafnkell Jónsson myndatökumaður varð vitni að árásinni. 18.5.2007 19:16 Landsbjörg og Landhelgisgæslan undirrita samkomulag Skrifað var undir samkomulag milli slysavarnafélagsins Landsbjargar og Landhelgisgæslunnar í dag um nánara samstarf Landsbjargar og þyrlusveita Gæslunnar. 18.5.2007 19:02 Fíkniefnahljóð á netinu Íslensk ungmenni hafa sótt sér hljóðskrár á netið sem sögð eru hafa viðlíka áhrif á vitundina og eiturefni á borð við kókaín, marijúana og fleiri vímuefni. Lífeðlisfræðingur við Háskóla Íslands hefur ekki áhyggjur af skaðsemi hljóðanna, en telur æskunni betur varið í skemmtilegri afþreyingu. 18.5.2007 18:56 Frestaði því að ráða í starf ríkissaksóknara Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, hefur frestað því að ráða í starf ríkissaksóknara til næstu áramóta. Fyrirhugað var að nýr maður tæki við starfinu 1. júlí og eru umsækjendur um stöðuna missáttir. 18.5.2007 18:42 70 prósent af veltu Samherja í útlöndum Samherji hf. hefur keypt erlenda starfsemi Sjólaskipa hf. og tengdra félaga. Með kaupunum nemur velta Samherja í útlöndum 70 prósentum af heildarveltu félagsins. 18.5.2007 18:26 Þrír Litháar dæmdir fyrir hylmingu, þjófnaði og vopnaburð Þrír ungir menn frá Litháen, á aldrinum 19 til 25 ára, voru í dag dæmdir fangelsisvistar fyrir að reyna að koma stolnum úrum í verð, fyrir vopnaburð og fyrir þjófnaði. 18.5.2007 17:33 Óttast að skolp leki út í Varmá Til greina kemur að endurskipuleggja lagnaframkvæmdir í Álafosskvosinni í Mosfellsbæ að hluta. Þetta var niðurstaða fundar skipulagsyfirvalda í Mosfellsbæ með fulltrúum verktaka og eins íbúa á svæðinu. Hafa menn áhyggjur af því að verið sé að leggja skolplagnir of nálægt bökkum Varmá. 18.5.2007 17:09 Eins og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gagnvart barni Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í dag karlmann í eins og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gagnvart tíu ára stúlku á heimili sínu. Þá var hann dæmdur til að greiða henni eina milljón króna í miskabætur fyrir athæfið. 18.5.2007 17:07 Segja góðan gang og anda í viðræðunum Bæði Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sögðu góðan gang í viðræðum flokkanna um myndun nýrrrar ríkisstjórnar eftir fund sinn í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í dag. Auk þeirra komu Össur Skarphéðinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, að viðræðunum í dag. 18.5.2007 16:43 Ál á bílinn? Bandarískir vísindamenn hafa fundið nýja leið til þess að framleiða vetni. Smákúlur búnar til úr áli og gallium framleiða hreint vetni þegar vatni er hellt á þær. Litið er á vetni sem einn besta kostinn af hreinum eldsneytum, sérstaklega fyrir bíla, vegna þess að vatnsgufa er það eina sem myndast við bruna á því. 18.5.2007 16:37 Fundur rússa og ESB endar í þykkju Leiðtogar Evrópusambandsins og Rússlands skiptust á harðri gagnrýni vegna mannerttindarmála á ráðstefnu í Rússlandi í dag. Fundur leiðtoganna sýndi að aðilarnir skiptast í tvo andstæða hópa. 18.5.2007 16:24 Mikill áhugi á þróunarstarfi Tæplega tvö hundruð umsóknir frá ungu háskólafólki bárust um starfsþjálfun á vegum Þróunarsamvinnustofnunar Íslands. Umsóknarfrestur um fimm mánaða starfsþjálfun rann út um síðustu mánaðamót en boðið er upp á þjálfun fyrir fimm einstaklinga. 18.5.2007 16:23 Kambur hættir útgerð og fiskvinnslu á Flateyri Eigendur Fiskvinnslunnar Kambs á Flateyri tilkynntu starfsmönnum sínum í dag þá ákvörðun að hætta útgerð og fiskvinnslu og selja allar eignir félagsins á staðnum. Þetta þýðir að um 120 manns missa vinnuna, þar af 65 manns í landvinnslu. 18.5.2007 16:09 Kínverskur háskóli skyldar nýnema í þungunarpróf Skólastjórn tækniháskóla í vestur hluta Xinjiang héraðs í Kína segir þungunarpróf sem nemendur eru látnir taka sem hluta af inntökuprófi sýni samfélagslega ábyrgð. Tæplega 80 prósent nýnema heimavistarskólans eru stúlkur á aldrinum 17 til 18 ára. Prófið hefur verið framkvæmt í nokkur ár og þær sem reynast barnshafandi eru beðnar að hætta. 18.5.2007 15:56 Fyrsta fundi Ingibjargar og Geirs lokið Fyrsta fundi Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingiarinnar, og Geirs H. Haarde, formanns Sjálfstæðisflokksins, um myndun nýrrar ríkisstjórnar er lokið. Fundurinn fór fram í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu og hófst klukkan 14. Stóð hann því í um tvær klukkustundir. 18.5.2007 15:56 Framkvæmdir stöðvaðar í Álafosskvos Lagnaframkvæmdir í Álafosskvos í Mosfellsbæ hafa verið stöðvaðar. Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins. Íbúar á svæðinu kölluðu tvisvar á lögreglu eftir að framkvæmdir hófust síðastliðinn mánudag. Deilt er um hvort framkvæmdirnar séu löglegar en samtök íbúa á svæðinu telja þær tengjast umdeildri vegalagninu. 18.5.2007 15:51 Hafa lagt að baki 315 þúsund kílómetra á hjóli Tæplega 6500 manns sem tekið hafa þátt í fyrirtækjaleiknum „Hjólað í vinnuna" hafa nú þegar lagt að baki nærri 315 þúsund kílómetra þær tvær vikur sem átakið hefur staðið yfir. 18.5.2007 15:24 Ölvaðir jeppaþjófar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í morgun karl og konu fyrir að hafa tekið jeppa ófrjálsri hendi. Þau voru bæði nokkuð ölvuð þegar þau voru handtekin. 18.5.2007 15:21 Fundu sautján tonn af gull- og silfurpeningum Djúpsjávarkönnunarfyrirtæki er nýkomið úr leiðangri með það sem talið er mesti fjársóðsfundur sögunnar. Eftir því sem fram kemur á fréttavef CNN kom hópurinn með um 17 tonn af gull- og silfurpeningum sem talinn er frá nýlendutíma Bandaríkjanna. 18.5.2007 15:14 Górilla slasar tvo á flótta í Rotterdam Górilla flúði af afgirtu svæði og slasaði tvær manneskjur í dýragarðinum í Rotterdam í Hollandi í dag. Ekki er vitað hvernig górillan slap af svæðinu, eða hversu alvarlega fólkið er slasað. Lögregla sagði að fyrstu skýrslur gæfu til kynna að ekki væri um alvarlega áverka að ræða. 18.5.2007 15:07 Fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir ölvunarakstur Karlmaður á þrítugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir ölvunarakstur og fyrir að stefna lífi lögregluþjóna og annarra í hættu. Þá var maðurinn sviptur ökuréttindum í átján mánuði og gert að greiða 150 þúsund krónur í sekt. 18.5.2007 14:44 Tíu fíkniefnamál hjá lögreglunni aðfaranótt uppstigningardags Tíu karlmenn komu við sögu í jafnmörgum fíkniefnamálum sem komu til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu aðfaranótt uppstigningardags. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni að í fórum mannanna hafi fundist ætluð fíkniefni, aðallega amfetamín en einnig kókaín og LSD. 18.5.2007 14:31 Embætti ríkissaksóknara auglýst að nýju Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur frestað því að ráða nýjan ríkissaksóknara til næstu áramóta og mun Bogi Nilsson sinna starfinu þangað til. Fram kemur á vef dómsmálaráðuneytisins að samkomulag þessa efnis hafi orðið á milli Björns og Boga en til stóð að Bogi léti af embætti 1. júlí næstkomandi. 18.5.2007 14:19 Vonbrigði að ekki var hægt að mynda vinstristjórn Samfylkingin virðist vera tilbúin að fórna mörgum stefnumálum til að ná að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum að sögn Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstri grænna. Hann segir það vera vonbrigði að ekki náðist að mynda vinstristjórn og óttast að sú stjórn sem er í myndun verði of hægrisinnuð. 18.5.2007 14:16 Morgunblaðið fer rangt með hugtök, segir Modernus Vefmælingarfyrirtækið Modernus, í samráði við Viðskiptaráð Íslands, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að Morgunblaðið hafi farið rangt með hugtök sem notuð séu hjá Modernus í auglýsingu frá mbl.is. 18.5.2007 14:05 Meinuðu Kasparov og fréttamönnum að komast á fundarstað Rússneska lögreglan hindraði í morgun mótmælendur og fréttamenn í því að fljúga á fundarstað Evrópusambandsins og Rússa í Samaraborg. Meðal þeirra sem voru stöðvaðir var Garry Kasparov stórmeistari í skák. Vélinni seinkaði um klukkutíma og fór í loftið með einn þriðja fyrirhugaðra farþega, en hvorki mótmælendur né fréttamenn. 18.5.2007 13:55 Geir og Ingibjörg funda í Ráðherrabústaðnum Fyrsti fundur Geirs H. Haarde, formanns Sjálfstæðisflokksins, og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar, um myndun ríkisstjórnar hófst í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan tvö. Ingibjörg segist ekki gera mikið með tilboð Vinstri grænna og Framsóknarflokksins um forsætisráðherrastól. 18.5.2007 13:53 50 milljónir hafa heimsótt vefsíðu Madeleine Vefsíða sem sett var á laggirnar til að hjálpa við leitina á Madeleine McCann hefur fengið meira en 50 milljónir heimsókna. Fjölþjóðleg fyrirtæki á borð við BP, McDonalds og alþjóðlega matvöruverslunarkeðjan Carrefour styðja leitina með því að dreyfa myndum í Evrópu af stúlkunni. Maddie var rænt í Portúgal 3. Maí síðastliðinn og varð fjögurra ára í síðustu viku. 18.5.2007 13:18 Eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt konu í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ráðist á kynsystur sína í Sjallanum í fyrra. Var konunni gefið að sök að hafa skellt hausnum á fórnarlambi sínu þrisvar til fimm sinnum ofan á borð og slegið það svo þannig að fórnarlambið hlaut meðal annars glóðarauga á báðum. 18.5.2007 13:00 Kouchner rekinn úr Sósíalistaflokknum Bernard Kouchner hefur verið rekinn úr Sósíalistaflokknum eftir að hann settist í nýja ríkisstjórn hægrimannins Nicolas Sarkozy, forseta Frakklands, í morgun. 18.5.2007 12:45 Sjómaður sóttur á haf út Sjómaður meiddist á auga um borð í rússneskum togara suðvestur af landinu í nótt og óskaði skipstjórinn eftir að Landhelgisgæslan sækti hann og flytti á sjúkrahús. 18.5.2007 12:30 Bankatoppar fá þjóðhöfðingjamóttökur Tæplega 30 ómerktir eðalvagnar voru pantaðir á Leifsstöð og Reykjavíkurflugvöll í gær. 18.5.2007 12:09 Bíða fregna af Kambi á Flateyri Íbúar Flateyrar bíða nú milli vonar og ótta nánari fregna varðandi framtíð atvinnulífs í bænum, sem væntanlega verður greint frá á starfsmannafundi hjá útverðarfélaginu Kambi síðar í dag. 18.5.2007 12:04 Jón býður Ingibjörgu forsætisráðherrastólinn Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, býður Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, formanni Samfylkingarinnar, forsætisráðherrastól í ríkisstjórn Framsóknarflokks, Vinstri grænna og Samfylkingarinnar. Í pistli á heimasíðu Framsóknarflokksins sakar hann sjálfstæðismenn um tvöfeldni. 18.5.2007 11:37 Velferðarsjóður barna styður líberísk börn til mennta Velferðarsjóður barna styður starf ABC barnahjálpar í Líberíu um 18 milljónir króna á næstu þremur árum samkvæmt samningi sem undirritaður var í morgun. Þetta er stærsti einstaki styrkur sem ABC barnahjálp hefur hlotið en fjármunirnir fara í uppbyggingu skólastarfs í landinu. 18.5.2007 11:28 Karlmenn hættir að slá konum gullhamra Karlmenn eru orðnir of meðvitaðir um rétta og viðeigandi háttsemi á vinnustöðum. Þeir eru þess vegna mikið til hættir að slá kvenkyns vinnufélögum sínum gullhamra. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem gerð var fyrir framleiðanda Loire Valley hvítvínsins. Um 65 prósent kvenna grunar einnig að á bakvið jákvæða athugasemd karlkyns samstarfsfélaga, eða nýs kunningja, liggi alltaf eitthvað meira. 18.5.2007 11:27 Framsóknarmenn gerðu sömu mistök og Alþýðuflokkurinn Framsóknarflokkurinn hefði strax átt að biðjast lausnar úr ríkisstjórninni eftir að úrslit kosninganna lágu fyrir og koma með því umboði til stjórnarmyndur í hendur Samfylkingarinnar. Þetta kom fram í máli Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi ráðherra og formanns Alþýðuflokksins, á útvarpi Sögu í morgun. Hann segir sjálfstæðimenn orðna sérfræðinga í undirhyggju. 18.5.2007 11:23 Aðgerðir Sea Shepherd ekki líklegar til árangurs Náttúruverndarsamtök Íslands hafa sent Sea Sherpherd samtökunum bréf og ráðið þeim frá því að koma hingað til lands til að reyna að stöðva hvalveiðar í sumar. Í bréfinu segir að slíkar aðgerðir séu ekki líklegar til árangurs og muni aðeins styrkja yfirvöld í að reyna halda lífi í deyjandi atvinnugrein. 18.5.2007 11:15 Ryksuga veitir raðfullnægingar Heimavinnandi bandarísk húsmóðir hefur fundið upp kynlífshjálpartæki sem tengist við ryksugu og veitir fullnægingu á aðeins tíu sekúndum. 18.5.2007 11:11 Forsætisráðherra kominn með stjórnarmyndunarumboð Fundi Geirs H. Haarde forsætisráðherra og Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands er lokið. Geir fékk lausn fyrir núverandi ríkisstjórn. Jafnframt afhenti forsetinn honum umboð til þess að mynda nýja meirihlutastjórn með Samfylkingunni. Forsetinn telur æskilegt að það taki viku til tíu daga til að fá niðurstöðu í málið. 18.5.2007 10:58 Mikil spenna á fundi Rússa og ESB Jose Manuel Barroso forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins varaði Rússa í dag við einingu innan sambandsins. Ef vandamál væru við eitt ríki innan þess, væri það vandamál allra aðildarlandanna. Ummælin lét Barroso falla eftir fund milli ESB og Rússa. Hann sagði einnig að sambandið væri byggt á lögmálum um samstöðu. Fjölda mómælenda var meinaður aðgangur að ráðstefnustaðnum. 18.5.2007 10:45 Innfæddur ameríkani í stað indíána? Svo gæti farið að orð eins og indíáni, eskimói, dvergur og mongólíti verði bannorð í Noregi ef marka má frétt á vef norska ríkisútvarpsins. 18.5.2007 10:34 Varnarsvæðið opnað almenningi Almenningi verður í fyrsta skipti á sunnudaginn boðið upp á heimsækja gömlu herstöðina á Miðnesheiði. Á sama tíma fer fram kynning á þeim áætlunum sem liggja fyrir varðandi framtíðarnýtingu svæðisins. 18.5.2007 10:25 Varað við hreindýrum við vegi á Austurlandi Vegagerðin varar fólk á ferð á Austurlandi við hreindýrum við vegi og biður vegfarendur að fara þar um með gát. Ófært er yfir Hellisheiði eystri, hálka í Oddskarði og hálkublettir á Fjarðarheiði, Möðrudalsöræfum og á Öxi. 18.5.2007 10:03 Sjá næstu 50 fréttir
Geir fær stjórnarmyndunarumboð Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands veitti Geir H Haarde formanni Sjálfstæðisflokksins umboð til stjórnarmyndunar með Samfylkingunni á Bessastöðum í morgun. Forsetinn setti engan tímafrest á viðræðurnar, en telur æskilegt að þeim ljúki á viku til tíu dögum. 18.5.2007 19:24
Svandís og ungarnir sluppu með naumindum Álftin Svandís uggði ekki að sér með ungana sína fimm þegar vargahópur gerði harða hríð að fjölskyldunni á Seltjarnarnesi í dag. Baldur Hrafnkell Jónsson myndatökumaður varð vitni að árásinni. 18.5.2007 19:16
Landsbjörg og Landhelgisgæslan undirrita samkomulag Skrifað var undir samkomulag milli slysavarnafélagsins Landsbjargar og Landhelgisgæslunnar í dag um nánara samstarf Landsbjargar og þyrlusveita Gæslunnar. 18.5.2007 19:02
Fíkniefnahljóð á netinu Íslensk ungmenni hafa sótt sér hljóðskrár á netið sem sögð eru hafa viðlíka áhrif á vitundina og eiturefni á borð við kókaín, marijúana og fleiri vímuefni. Lífeðlisfræðingur við Háskóla Íslands hefur ekki áhyggjur af skaðsemi hljóðanna, en telur æskunni betur varið í skemmtilegri afþreyingu. 18.5.2007 18:56
Frestaði því að ráða í starf ríkissaksóknara Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, hefur frestað því að ráða í starf ríkissaksóknara til næstu áramóta. Fyrirhugað var að nýr maður tæki við starfinu 1. júlí og eru umsækjendur um stöðuna missáttir. 18.5.2007 18:42
70 prósent af veltu Samherja í útlöndum Samherji hf. hefur keypt erlenda starfsemi Sjólaskipa hf. og tengdra félaga. Með kaupunum nemur velta Samherja í útlöndum 70 prósentum af heildarveltu félagsins. 18.5.2007 18:26
Þrír Litháar dæmdir fyrir hylmingu, þjófnaði og vopnaburð Þrír ungir menn frá Litháen, á aldrinum 19 til 25 ára, voru í dag dæmdir fangelsisvistar fyrir að reyna að koma stolnum úrum í verð, fyrir vopnaburð og fyrir þjófnaði. 18.5.2007 17:33
Óttast að skolp leki út í Varmá Til greina kemur að endurskipuleggja lagnaframkvæmdir í Álafosskvosinni í Mosfellsbæ að hluta. Þetta var niðurstaða fundar skipulagsyfirvalda í Mosfellsbæ með fulltrúum verktaka og eins íbúa á svæðinu. Hafa menn áhyggjur af því að verið sé að leggja skolplagnir of nálægt bökkum Varmá. 18.5.2007 17:09
Eins og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gagnvart barni Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í dag karlmann í eins og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gagnvart tíu ára stúlku á heimili sínu. Þá var hann dæmdur til að greiða henni eina milljón króna í miskabætur fyrir athæfið. 18.5.2007 17:07
Segja góðan gang og anda í viðræðunum Bæði Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sögðu góðan gang í viðræðum flokkanna um myndun nýrrrar ríkisstjórnar eftir fund sinn í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í dag. Auk þeirra komu Össur Skarphéðinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, að viðræðunum í dag. 18.5.2007 16:43
Ál á bílinn? Bandarískir vísindamenn hafa fundið nýja leið til þess að framleiða vetni. Smákúlur búnar til úr áli og gallium framleiða hreint vetni þegar vatni er hellt á þær. Litið er á vetni sem einn besta kostinn af hreinum eldsneytum, sérstaklega fyrir bíla, vegna þess að vatnsgufa er það eina sem myndast við bruna á því. 18.5.2007 16:37
Fundur rússa og ESB endar í þykkju Leiðtogar Evrópusambandsins og Rússlands skiptust á harðri gagnrýni vegna mannerttindarmála á ráðstefnu í Rússlandi í dag. Fundur leiðtoganna sýndi að aðilarnir skiptast í tvo andstæða hópa. 18.5.2007 16:24
Mikill áhugi á þróunarstarfi Tæplega tvö hundruð umsóknir frá ungu háskólafólki bárust um starfsþjálfun á vegum Þróunarsamvinnustofnunar Íslands. Umsóknarfrestur um fimm mánaða starfsþjálfun rann út um síðustu mánaðamót en boðið er upp á þjálfun fyrir fimm einstaklinga. 18.5.2007 16:23
Kambur hættir útgerð og fiskvinnslu á Flateyri Eigendur Fiskvinnslunnar Kambs á Flateyri tilkynntu starfsmönnum sínum í dag þá ákvörðun að hætta útgerð og fiskvinnslu og selja allar eignir félagsins á staðnum. Þetta þýðir að um 120 manns missa vinnuna, þar af 65 manns í landvinnslu. 18.5.2007 16:09
Kínverskur háskóli skyldar nýnema í þungunarpróf Skólastjórn tækniháskóla í vestur hluta Xinjiang héraðs í Kína segir þungunarpróf sem nemendur eru látnir taka sem hluta af inntökuprófi sýni samfélagslega ábyrgð. Tæplega 80 prósent nýnema heimavistarskólans eru stúlkur á aldrinum 17 til 18 ára. Prófið hefur verið framkvæmt í nokkur ár og þær sem reynast barnshafandi eru beðnar að hætta. 18.5.2007 15:56
Fyrsta fundi Ingibjargar og Geirs lokið Fyrsta fundi Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingiarinnar, og Geirs H. Haarde, formanns Sjálfstæðisflokksins, um myndun nýrrar ríkisstjórnar er lokið. Fundurinn fór fram í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu og hófst klukkan 14. Stóð hann því í um tvær klukkustundir. 18.5.2007 15:56
Framkvæmdir stöðvaðar í Álafosskvos Lagnaframkvæmdir í Álafosskvos í Mosfellsbæ hafa verið stöðvaðar. Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins. Íbúar á svæðinu kölluðu tvisvar á lögreglu eftir að framkvæmdir hófust síðastliðinn mánudag. Deilt er um hvort framkvæmdirnar séu löglegar en samtök íbúa á svæðinu telja þær tengjast umdeildri vegalagninu. 18.5.2007 15:51
Hafa lagt að baki 315 þúsund kílómetra á hjóli Tæplega 6500 manns sem tekið hafa þátt í fyrirtækjaleiknum „Hjólað í vinnuna" hafa nú þegar lagt að baki nærri 315 þúsund kílómetra þær tvær vikur sem átakið hefur staðið yfir. 18.5.2007 15:24
Ölvaðir jeppaþjófar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í morgun karl og konu fyrir að hafa tekið jeppa ófrjálsri hendi. Þau voru bæði nokkuð ölvuð þegar þau voru handtekin. 18.5.2007 15:21
Fundu sautján tonn af gull- og silfurpeningum Djúpsjávarkönnunarfyrirtæki er nýkomið úr leiðangri með það sem talið er mesti fjársóðsfundur sögunnar. Eftir því sem fram kemur á fréttavef CNN kom hópurinn með um 17 tonn af gull- og silfurpeningum sem talinn er frá nýlendutíma Bandaríkjanna. 18.5.2007 15:14
Górilla slasar tvo á flótta í Rotterdam Górilla flúði af afgirtu svæði og slasaði tvær manneskjur í dýragarðinum í Rotterdam í Hollandi í dag. Ekki er vitað hvernig górillan slap af svæðinu, eða hversu alvarlega fólkið er slasað. Lögregla sagði að fyrstu skýrslur gæfu til kynna að ekki væri um alvarlega áverka að ræða. 18.5.2007 15:07
Fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir ölvunarakstur Karlmaður á þrítugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir ölvunarakstur og fyrir að stefna lífi lögregluþjóna og annarra í hættu. Þá var maðurinn sviptur ökuréttindum í átján mánuði og gert að greiða 150 þúsund krónur í sekt. 18.5.2007 14:44
Tíu fíkniefnamál hjá lögreglunni aðfaranótt uppstigningardags Tíu karlmenn komu við sögu í jafnmörgum fíkniefnamálum sem komu til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu aðfaranótt uppstigningardags. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni að í fórum mannanna hafi fundist ætluð fíkniefni, aðallega amfetamín en einnig kókaín og LSD. 18.5.2007 14:31
Embætti ríkissaksóknara auglýst að nýju Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur frestað því að ráða nýjan ríkissaksóknara til næstu áramóta og mun Bogi Nilsson sinna starfinu þangað til. Fram kemur á vef dómsmálaráðuneytisins að samkomulag þessa efnis hafi orðið á milli Björns og Boga en til stóð að Bogi léti af embætti 1. júlí næstkomandi. 18.5.2007 14:19
Vonbrigði að ekki var hægt að mynda vinstristjórn Samfylkingin virðist vera tilbúin að fórna mörgum stefnumálum til að ná að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum að sögn Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstri grænna. Hann segir það vera vonbrigði að ekki náðist að mynda vinstristjórn og óttast að sú stjórn sem er í myndun verði of hægrisinnuð. 18.5.2007 14:16
Morgunblaðið fer rangt með hugtök, segir Modernus Vefmælingarfyrirtækið Modernus, í samráði við Viðskiptaráð Íslands, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að Morgunblaðið hafi farið rangt með hugtök sem notuð séu hjá Modernus í auglýsingu frá mbl.is. 18.5.2007 14:05
Meinuðu Kasparov og fréttamönnum að komast á fundarstað Rússneska lögreglan hindraði í morgun mótmælendur og fréttamenn í því að fljúga á fundarstað Evrópusambandsins og Rússa í Samaraborg. Meðal þeirra sem voru stöðvaðir var Garry Kasparov stórmeistari í skák. Vélinni seinkaði um klukkutíma og fór í loftið með einn þriðja fyrirhugaðra farþega, en hvorki mótmælendur né fréttamenn. 18.5.2007 13:55
Geir og Ingibjörg funda í Ráðherrabústaðnum Fyrsti fundur Geirs H. Haarde, formanns Sjálfstæðisflokksins, og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar, um myndun ríkisstjórnar hófst í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu klukkan tvö. Ingibjörg segist ekki gera mikið með tilboð Vinstri grænna og Framsóknarflokksins um forsætisráðherrastól. 18.5.2007 13:53
50 milljónir hafa heimsótt vefsíðu Madeleine Vefsíða sem sett var á laggirnar til að hjálpa við leitina á Madeleine McCann hefur fengið meira en 50 milljónir heimsókna. Fjölþjóðleg fyrirtæki á borð við BP, McDonalds og alþjóðlega matvöruverslunarkeðjan Carrefour styðja leitina með því að dreyfa myndum í Evrópu af stúlkunni. Maddie var rænt í Portúgal 3. Maí síðastliðinn og varð fjögurra ára í síðustu viku. 18.5.2007 13:18
Eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt konu í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ráðist á kynsystur sína í Sjallanum í fyrra. Var konunni gefið að sök að hafa skellt hausnum á fórnarlambi sínu þrisvar til fimm sinnum ofan á borð og slegið það svo þannig að fórnarlambið hlaut meðal annars glóðarauga á báðum. 18.5.2007 13:00
Kouchner rekinn úr Sósíalistaflokknum Bernard Kouchner hefur verið rekinn úr Sósíalistaflokknum eftir að hann settist í nýja ríkisstjórn hægrimannins Nicolas Sarkozy, forseta Frakklands, í morgun. 18.5.2007 12:45
Sjómaður sóttur á haf út Sjómaður meiddist á auga um borð í rússneskum togara suðvestur af landinu í nótt og óskaði skipstjórinn eftir að Landhelgisgæslan sækti hann og flytti á sjúkrahús. 18.5.2007 12:30
Bankatoppar fá þjóðhöfðingjamóttökur Tæplega 30 ómerktir eðalvagnar voru pantaðir á Leifsstöð og Reykjavíkurflugvöll í gær. 18.5.2007 12:09
Bíða fregna af Kambi á Flateyri Íbúar Flateyrar bíða nú milli vonar og ótta nánari fregna varðandi framtíð atvinnulífs í bænum, sem væntanlega verður greint frá á starfsmannafundi hjá útverðarfélaginu Kambi síðar í dag. 18.5.2007 12:04
Jón býður Ingibjörgu forsætisráðherrastólinn Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, býður Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, formanni Samfylkingarinnar, forsætisráðherrastól í ríkisstjórn Framsóknarflokks, Vinstri grænna og Samfylkingarinnar. Í pistli á heimasíðu Framsóknarflokksins sakar hann sjálfstæðismenn um tvöfeldni. 18.5.2007 11:37
Velferðarsjóður barna styður líberísk börn til mennta Velferðarsjóður barna styður starf ABC barnahjálpar í Líberíu um 18 milljónir króna á næstu þremur árum samkvæmt samningi sem undirritaður var í morgun. Þetta er stærsti einstaki styrkur sem ABC barnahjálp hefur hlotið en fjármunirnir fara í uppbyggingu skólastarfs í landinu. 18.5.2007 11:28
Karlmenn hættir að slá konum gullhamra Karlmenn eru orðnir of meðvitaðir um rétta og viðeigandi háttsemi á vinnustöðum. Þeir eru þess vegna mikið til hættir að slá kvenkyns vinnufélögum sínum gullhamra. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem gerð var fyrir framleiðanda Loire Valley hvítvínsins. Um 65 prósent kvenna grunar einnig að á bakvið jákvæða athugasemd karlkyns samstarfsfélaga, eða nýs kunningja, liggi alltaf eitthvað meira. 18.5.2007 11:27
Framsóknarmenn gerðu sömu mistök og Alþýðuflokkurinn Framsóknarflokkurinn hefði strax átt að biðjast lausnar úr ríkisstjórninni eftir að úrslit kosninganna lágu fyrir og koma með því umboði til stjórnarmyndur í hendur Samfylkingarinnar. Þetta kom fram í máli Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi ráðherra og formanns Alþýðuflokksins, á útvarpi Sögu í morgun. Hann segir sjálfstæðimenn orðna sérfræðinga í undirhyggju. 18.5.2007 11:23
Aðgerðir Sea Shepherd ekki líklegar til árangurs Náttúruverndarsamtök Íslands hafa sent Sea Sherpherd samtökunum bréf og ráðið þeim frá því að koma hingað til lands til að reyna að stöðva hvalveiðar í sumar. Í bréfinu segir að slíkar aðgerðir séu ekki líklegar til árangurs og muni aðeins styrkja yfirvöld í að reyna halda lífi í deyjandi atvinnugrein. 18.5.2007 11:15
Ryksuga veitir raðfullnægingar Heimavinnandi bandarísk húsmóðir hefur fundið upp kynlífshjálpartæki sem tengist við ryksugu og veitir fullnægingu á aðeins tíu sekúndum. 18.5.2007 11:11
Forsætisráðherra kominn með stjórnarmyndunarumboð Fundi Geirs H. Haarde forsætisráðherra og Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands er lokið. Geir fékk lausn fyrir núverandi ríkisstjórn. Jafnframt afhenti forsetinn honum umboð til þess að mynda nýja meirihlutastjórn með Samfylkingunni. Forsetinn telur æskilegt að það taki viku til tíu daga til að fá niðurstöðu í málið. 18.5.2007 10:58
Mikil spenna á fundi Rússa og ESB Jose Manuel Barroso forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins varaði Rússa í dag við einingu innan sambandsins. Ef vandamál væru við eitt ríki innan þess, væri það vandamál allra aðildarlandanna. Ummælin lét Barroso falla eftir fund milli ESB og Rússa. Hann sagði einnig að sambandið væri byggt á lögmálum um samstöðu. Fjölda mómælenda var meinaður aðgangur að ráðstefnustaðnum. 18.5.2007 10:45
Innfæddur ameríkani í stað indíána? Svo gæti farið að orð eins og indíáni, eskimói, dvergur og mongólíti verði bannorð í Noregi ef marka má frétt á vef norska ríkisútvarpsins. 18.5.2007 10:34
Varnarsvæðið opnað almenningi Almenningi verður í fyrsta skipti á sunnudaginn boðið upp á heimsækja gömlu herstöðina á Miðnesheiði. Á sama tíma fer fram kynning á þeim áætlunum sem liggja fyrir varðandi framtíðarnýtingu svæðisins. 18.5.2007 10:25
Varað við hreindýrum við vegi á Austurlandi Vegagerðin varar fólk á ferð á Austurlandi við hreindýrum við vegi og biður vegfarendur að fara þar um með gát. Ófært er yfir Hellisheiði eystri, hálka í Oddskarði og hálkublettir á Fjarðarheiði, Möðrudalsöræfum og á Öxi. 18.5.2007 10:03