Fleiri fréttir

Syngur um ástir og örlög malískra kvenna

Malíska söngdívan Oumou Sangare sem komin er til landsins segir fjölkvæni í Malí fara verst með konur þar í landi. Söngdívan ætlar sér að syngja um ástir og örlög malískra kvenna fyrir íslendinga á tónleikum á Nasa í kvöld.

Tekist á um tryggingaverðmæti

Eigendur húsanna við Lækjargötu tvö og Austurstræti tuttugu og tvö, takast enn á um verðmæti húsanna við tryggingafélag sitt. Þá liggur ekkert samkomulag fyrir milli borgarinnar og eigendanna um framtíð byggingareitsins.

Eldur á Akureyri

Eldur kom upp í dekkjahrúgu hjá fyrirtækinu Hringrás við Krossanes á Akureyri í dag. Slökkviliðið á Akureyri náði fljótlega tökum á eldinum. Um mikla aðgerð er að ræða en starfið hefur engu að síður gengið vel. Mikill reykur er af eldinum en hann leggur ekki yfir bæinn þar sem austanátt er ríkjandi.

Norðmenn fagna þjóðhátíðardegi sínum

Norðmenn héldu þjóðhátíðardag sinn hátíðlegan í dag, 17. maí. Á þessum degi árið 1814 lýsti Noregur yfir sjálfstæði sínu frá Dönum og stjórnarskrá landsins var undirrituð. Dagurinn var haldinn hátíðlegur um allt land.

Sagan endurtekur sig

Sagan frá vorinu 1995, virðist nú vera að endurtaka sig með afar keimlíkum hætti. Þá skipti Davíð Oddsson Alþýðuflokki út fyrir Framsóknarflokk eftir nokkurra daga viðræður.

22 fórust í skotbardaga í Mexíkó

Blóðugur skotbardagi átti sér stað í Mexíkó í gær og létu 22 lífið. Hann er sá stærsti síðan að stjórnvöld hófu átak gegn eiturlyfjasölum fyrir fimm mánuðum síðan. Átökin hófust þegar lögreglan í Mexíkó, með stuðningi hermanna, réðust inn á búgarð þar sem allt að 50 vopnaðir vígamenn höfðust við.

Var haldið föngnum í 13 ár

Suður-afrískur maður hefur verið ákærður fyrir ofbeldi eftir í ljós kom að hann hafði haldið ungum dreng föngnum í lokaðri kompu í 13 ár. Sagt er að drengurinn sé enn í áfalli og að hann þoli illa ljós. Talið er að maðurinn hafi rænt honum þegar hann var aðeins fimm ára gamall. Honum var bjargað eftir að nágrannar höfðu heyrt öskrin í honum.

Stjórnarandstaðan í Tyrklandi sameinast

Tveir stjórnarandstöðuflokkar í Tyrklandi hafa sameinast um framboð í þingkosningum sem fara fram í landinu þann 22. júlí. Kosningunum var flýtt þar sem ekki náðist samkomulag um forseta landsins.

Samkomulag næst um innflytjendalög

Öldungadeild bandaríska þingsins og Hvíta húsið hafa náð samkomulagi um innflytjendalöggjöf sem veitir milljónum ólöglegra innflytjenda búseturétt í Bandaríkjunum.

Stjórnarmyndunarviðræður hefjast á morgun

Fundi Geirs H. Haarde og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur lauk nú fyrir stundu. Þar sögðu þau að samkomulag hefði náðst um að hefja stjórnarmyndunarviðræður. Geir sagði að hann ætli að ganga á fund Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, klukkan ellefu í fyrramálið og biðjast lausnar. Þá ætlar hann einnig að biðja um umboð til stjórnarmyndunar með Samfylkingunni.

Einn lést og fjórir særðust

Einn lést og fjórir særðust í loftárásum Ísraelshers á Gaza svæðið í dag. Talsmenn sjúkrahúsa á svæðinu skýrðu frá þessu í dag. Þeir sögðu að sá sem hefði látið lífið hefði verið óbreyttur borgari á unglingsaldri. Ísraelski herinn hefur ekki svarað þessum staðhæfingum.

Logar í dekkjum á Akureyri

Eldur logar nú í dekkjahrúgu hjá fyrirtækinu Hringrás við Krossanes, þar sem loðnubræðslan var einu sinni, í norðurenda bæjarins. Slökkvilið er á staðnum og er að undirbúa slökkvistarf. Búið er að taka hluta af dekkjahrúgunni til hliðar þess að auðvelda slökkvistarf.

Ban stefnir að fundi um loftslagsmál

Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-Moon, ætlar sér að koma á fundi háttsettra embættismanna á sama tíma og þjóðarleiðtogar hittast og ávarpa allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í september. Ban sagði að alþjóðasamfélagið væri nú betur að sér um umhverfismál og sérstaklega eftir að skýrsla sérfræðinga á vegum Sameinuðu þjóðana kom út.

Geir og Ingibjörg ætla að funda í Alþingishúsinu

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Geir H. Haarde hittast í Alþingishúsinu klukkan hálf fimm í dag. Gert er ráð fyrir að formenn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar eigi viðræður um möguleika á að mynda ríkisstjórn eftir að viðræðum sjálfstæðismanna við Framsóknarflokkinn var hætt.

Stéttarfélög í Nígeríu boða til verkfalls

Stéttarfélög í Nígeríu hafa boðað til tveggja daga verkfalls daganna 28. til 29. maí til þess að mótmæla framkvæmd forsetakosninga sem haldnar voru í landinu þann 21. apríl síðastliðinn. Framkvæmdastjóri stéttarfélaga skýrði frá þessu í dag.

Stjórnarsamstarfi slitið - Sjálfstæðisflokkur og Samfylking í viðræður

Geir H. Haarde og Jón Sigurðsson tilkynntu sameiginlega niðurstöðu sína í stjórnarráðinu í dag um að þeir hefðu slitið 12 ára stjórnarsamstarfi flokkanna. Þá sagði Geir að hans fyrsti valkostur væri viðræður við Samfylkinguna. Samstaða var á milli flokkanna um að ekki væri grundvöllur fyrir áframhaldandi samstarfi.

Búist við yfirlýsingu innan nokkurra mínútna

Yfirlýsingar er búist við frá stjórnarflokkunum tveimur eftir nokkrar mínútur. Framsóknarflokkurinn fundaði í dag í rúma þrjá klukkutíma. Strax eftir fundinn fóru Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, og Guðni Ágústsson, varaformaður flokksins, í stjórnarráðið á fund með Geir H. Haarde. Niðurstaða þeirrar fundar verður væntanlega efni yfirlýsingarinnar.

Jón og Guðni funda með Geir H. Haarde

Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins og Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins héldu rakleitt á fund forsætisráðherra í stjórnarráðinu að loknum fundi þingmanna Framsóknarflokksins og fleiri í dag. Fundur þeirra stendur enn yfir.

Krían komin á Álftanesið

Krían er loksins komin á Álftanesið. Hópur af þeim sást á ströndinni þar um hádegisbil og svo virtist sem hann væri þrekaður. Krían sást fyrst í ár þann 22. apríl síðastliðinn.

Viðræður við Þjóðverja um varnamál

Þýsk sendinefnd kemur hingað til lands í dag til könnunarviðræðna við íslensk stjórnvöld um hugsanlegt varnarsamstarf. Ekki er um formlegar viðræður að ræða heldur ætla Þjóðverjarnir að skoða varnarsvæðið á Miðnesheiði á morgun með tilliti til aðstöðunnar þar.

Jón sagði ekkert eftir fund Framsóknarflokks

Fundi Framsóknarflokksins lauk nú fyrir stundu. Jón Sigurðsson formaður flokksins vildi ekkert segja við fjölmiðla þegar hann kom út af fundinum. Aðrir ráðherrar sem sátu fundinn vildu ekkert segja við fjölmiðla.

Volta rýkur út

Volta, nýjasta plata Bjarkar, hefur rokselst víða um heim og er níunda söluhæsta platan í Bandaríkjunum og sjöunda mest selda í Bretlandi, samkvæmt samantekt Morgunblaðsins. Þetta er besti árangurs íslensks tónlistarmanns á bandaríska listanum.

Íslandshreyfingin skuldar tæpar 20 milljónir

Íslandshreyfingin - lifandi land skuldar hátt í tuttugu milljónir eftir kosningabaráttu sína. Greitt var fyrir auglýsingar og leiguhúsnæði undir kosningamiðstöðvar um allt land. Samkvæmt lögum um fjárreiður stjórnmálasamtaka og frambjóðenda skal árlega úthluta fé úr ríkissjóði til stjórnmálasamtaka sem hlotið hafa að minnsta kosti tvö og hálft prósent atkvæða í kosningum.

Dagar Wolfowitz sagðir taldir

Enn einn fundurinn verður haldinn í stjórn Alþjóðabankans í dag um örlög bankastjórans Pauls Wolfowitz en flest bendir nú til að hann muni láta af störfum.

Barnaníðingar stöðvaðir

Lögregla í Frakklandi og Belgíu hefur handtekið þrjá menn sem voru komnir á fremsta hlunn með að ræna belgískri telpu og misþyrma henni.

Sýknaður af morði á Miðnesheiði

Herdómstóll í Bandaríkjunum sýknaði í gær hermann sem ákærður var fyrir morð á félaga sínum á varnarsvæðinu á Miðnesheiði í ágúst 2005, þrátt fyrir að sterkar vísbendingar væru fyrir sekt hans.

Hamas hóta sjálfsmorðsárásum

Hamas samtökin hótuðu því í morgun að hefja aftur sjálfsmorðsárásir gegn Ísrael eftir að ísraelski herinn gerði loftárásir á einar af höfuðstöðvum Hamas á Gaza svæðinu í morgun. „Þetta er opinber stríðsyfirlýsing gegn Hamas. Allir möguleikar standa nú opnir og þar á meðal sjálfsmorðsárásir.“ sagði talsmaður Hamas, Abu Ubaida, í dag.

Ker áfrýjar til Hæstaréttar

Ker hf. sem áður rak olíufélagið Esso hefur áfrýjað máli Sigurðar Hreinssonar húsasmiðs á Húsavík sem hann vann í héraðsdómi, til Hæstaréttar Íslands. Hinn 20. febrúar dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur Ker hf. til að greiða Sigurði 15 þúsund krónur í bætur með vöxtum, en málið tengdist málaferlum vegna verðsamráðs olíufélaganna.

Warhol verk fór á 4,5 milljarða

Málverk eftir Andy Warhol var selt á 71,7 milljónir dollara á uppboði hjá christie's í New York. Þetta er hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir verk eftir Warhol. Í íslenskum krónum er upphæðin um 4,5 milljarðar.

Ísraelar gerðu loftárásir á Gaza

Ísraelski herinn gerði í morgun loftárásir á Gaza. Fólk sem býr í nágrenni við húsið sem ráðist var sagði að Hamas samtökin hefðu þar aðstöðu. Talsmaður ísraelska hersins staðfesti árásina við fjölmiðla. Þá ákærðu yfirvöld í Ísrael í morgun Palestínumann fyrir að hafa lagt á ráðin um að myrða Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels.

Eistar saka Rússa um netárásir

Eistar hafa sakað Rússa um að standa fyrir netárásum á vefþjóna ríkisstjórnarinnar og nokkura dagblaða í landinu. Ef rétt reynist, er þetta í fyrsta sinn sem að ríki ræðst gegn öðru með þessum hætti.

Lögreglan lýsir eftir konu

Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir 40 ára gamalli konu, Guðríði Björgu Gunnarsdóttur. Guðríður er þéttvaxin, um 160 sentimetrar á hæð og með stutt dökkt hár. Ekki er vitað um klæðaburð hennar. Ef einhver hefur upplýsingar um ferðir Guðríðar síðan þriðjudaginn 15. maí eða veit hvar hún er, er sá hinn sami beðinn um að hafa samband við lögreglu í síma 444-1000.

Kosið til þings í Alsír

Þingkosningar fara fram í Alsír í dag. Talið er líklegt að stjórnin sem nú er við völd haldi meirihluta. Hún samanstendur af flokknum sem barðist fyrir sjálfstæði landsins, FLN, lýðræðisflokknum RND og hófsömum íslömskum flokki, MSP. Einum stærsta flokk landsins er þó bannað að bjóða fram en það er flokkur róttækra múslima.

Verðbólga í Zimbabwe 3.713,9%

Verðbólga í Zimbabwe hefur náð nýjum hæðum en hún mældist í apríl 3.713,9%. Efnahagsástand í landinu er mjög ótryggt og má rekja hrun þess til aðgerða forseta landsins, Robert Mugabe, en hann ákvað árið 2000 að leyfa fólki að gera eignarnám á landi sem hvítir bændur áttu.

Fillon verður forsætisráðherra

Nicolas Sarkozy hefur tilkynnt að Francois Fillon verði forsætisráðherra í fyrstu stjórn sinni. Fillon er einn af hægrihandarmönnum Sarkozy og búist er við því að hann taki við embætti síðar í dag. Sarkozy ætlar sér að útnefna afganginn af ríkisstjórn sinni á morgun. Hann hefur lofað að fækka ráðherrum í 15 og að um helmingur þeirra verði konur.

25 féllu á Gaza í gær

25 féllu í átökum liðsmanna Hamas og Fatah á Gazaströndinni í gær og hafa því yfir 40 látið lífið í bardögum síðustu sex daga. Mahmoud Abbas forseti Palestínu og Ismael Haniyeh ætluðu að halda neyðarfund um stöðuna í dag en ekki er öruggt að af honum verði.

Kyn fóstra greint eftir sex vikur

Hægt er að greina kyn fósturs eftir aðeins sex vikna meðgöngu með nýlegri tækni sem gagnrýnendur segja hafa í för með sér alvarlegar siðferðislegar spurningar.

Járnbrautarlestir fóru á milli Norður- og Suður-Kóreu

Tvær járnbrautarlestir, önnur frá Norður-Kóreu með fimmtíu manns innanborðs, hin frá Suður-Kóreu með hundrað manns innanborðs, fóru yfir landamæri ríkjanna í morgun. Þetta eru fyrstu lestarsamgöngur á milli ríkjanna tveggja frá því að Kóreustríðið hófst árið 1950.

Gordon Brown sjálfkjörinn leiðtogi Verkamannaflokksins

Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands, verður sjálfkjörinn til leiðtogaembættis Verkamannaflokksins. Í gærkvöld rann út framboðsfresturinn en engum nema Brown tókst að safna þeim 45 þingmönnum á stuðningsmannalista sem tilskilinn er.

Rólegt um land allt í nótt

Í gærkvöldi og í nótt voru þrír ökumenn kærðir fyrir hraðakstur á Suðurnesjum og einn fyrir akstur undir áhrifum áfengis. Annars var nóttin róleg um land allt í gærkvöldi. Á Selfossi var ein minni háttar líkamsárás tilkynnt til lögreglu.

Vantrú á áframhaldandi stjórnarsamstarf

Vaxandi vantrú er á áframhaldandi stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks innan stjórnarflokkanna, eftir því sem Morgunblaðið greinir frá í dag. Í blaðinu segir að ekkert hafi gerst í viðræðum formanna flokkanna.

Sýknaður af morðákæru

Herdómsstóll í Washington sýknaði í gær bandarískan hermann, Calvin Hill ákærum um að hafa myrt félaga sinn á varnarsvæðinu, hina tvítugu Ashley Turner, á Miðnesheiði 14. ágúst 2005. Morðið var framið átta dögum áður en Turner átti að bera vitni gegn Hill í þjófnaðarmáli, en honum var þar gefið að sök að hafa stolið af henni bankakorti og tekið út peninga.

Rússi tekinn til yfirheyrslu vegna Madeleine

Lögregla í Portúgal hefur tekið 22 ára rússa til yfirheyrslu vegna hvarfsins á Madeleine McCann. Maðurinn er tölvunarfræðingur og kunningi Roberts Murat sem yfirheyrður var fyrr í vikunni. Hann hjálpaði Murat meðal annars við að setja upp internetsíðu. Sky fréttastofan greinir frá því að lögregla hafi leitað á heimili mannsins sem heitir Sergey Malinka. Hann býr í hverfi innan Praia de Luz, þaðan sem Madelein hvarf fyrir tveimur vikum.

Blása af kenningu um ísöld í N-Evrópu

Loftslagsfræðingar sem óttast hafa að hlýnun loftslags gæti haft þau þverstæðu áhrif að loftslag í Norðvestur Evrópu yrði kaldara, eru nú hættir að hafa áhyggjur af því. Á tímabili var því haldið fram að möguleiki væri á lítill ísöld á svæðinu. Sú kenning hefur tekið bólfestu í huga almennings segir í New York Times í dag.

Uppgötva gen sem örvar hárvöxt

Hingað til hefur því verið trúað að ekki væri hægt að laga skemmda hársekki sem hætt hafa að framleiða hár. Lið vísindamanna í Háskóla í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum hafa þróað nýjar hárfrumur í músum. Þeir segja að hægt sé að örva hárvöxt með einu geni.

Sjá næstu 50 fréttir